Laugardagur, 21. mars 2009
Gamalt trix
Það er gamalt trix í samningaviðræðum að hóta því að slíta þeim, fari ekki að ganga. Það sem vekur athygli er að hótun af þessu tagi hafi virkað á einkavæðingarnefnd. Svona hótanir virka venjulega ekki nema gagnaðilinn vilji ólmur semja við þann sem hótar slitum og sá sem hótar gruni eða jafnvel viti af þeim áhuga. Var einkavæðingarnefnd búin að fá fyrirmæli um að semja við Samson? Vissi Samson það?
Um kaup Samson á stórum hluta í Landsbankanum er fjallað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðinguna. Þar kemur m.a. fram að nefndarmaður í einkavæðinganefnd hafi sagt af sér vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru sem hann taldi hafa leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur hafi verið sniðgengnir (bls. 59-60).
Um útboðið sjálft gerði Ríkisendurskoðun aðra skýrslu. Í niðurstöðum þeirrar skýrslu (bls. 30 og 31) gerir Ríkisendurskoðun ekki athugasemd við ákvörðun um að hefja viðræður við Samson. Á hinn bóginn tekur Ríkisendurskoðun undir gagnrýni á framkvæmdina sem fram komu af hálfu nefndarmannsins í einkavæðingarnefnd og annarra sem buðu. Í niðurstöðu í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir ennfremur að sala Landsbankans á VÍS í ágúst 2002, í miðju söluferli, hafi haft óheppileg áhrif á söluferlið og verið til þess fallin að vekja tortryggni. Sú sala hafi á hinn bóginn hvorki verið á valdi einkavæðingarnefndar né ráðherranefndar um einkavæðingu.
Til upprifjunar þá var VÍS síðan í S-hópnum sem gengið var til viðræðna við um sölu á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum, eins og fram kemur á bls. 69 í fyrri skýrslunni sem vísað er til hér að framan.
Það er ágætt að Morgunblaðið er að kafa ofan í þessi mál. Það eru vonandi fleiri að gera, s.s. rannsóknarnefnd Alþingis.
Samson hótaði viðræðuslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Algjörlega sammála að þetta er gamalt trix! Oft notað við fyrirtækja- báta- skipa- lóða og við fasteignakaup um alla jörðina. Kallað að "prútta".
Óskar Arnórsson, 21.3.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.