Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus

Mér er spurn: Erum við, fólk og fyrirtæki í landinu, ekki jafn illa sett með 18% stýrivexti og 17%? Mér finnst það nánast engu muna. Hvað skyldi peningastefnunefndin hafa þurft að funda lengi til að taka þessa stefnumótandi ákvörðun? Maður verður ekki oft orðlaus, en núna er maður það algerlega. ,,Fjallið tók joðsótt og það fæddist mús."
mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

...og margt smátt gerir eitt stórt, eða er það stórast?

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Dóra

Ég bíð og bíð eftir að þeir lækki gengi á dönsku krónunni fyrir mig og aðra.. Ég er öryrki í Danmörku og fæ mína peninga frá Íslandi... Þetta er ekki bara að snerta örorkuna hendur líka meðlagið með dóttir minni.. Bara ömurlegt að þurfa að sitja svona lengi í þessari súpu..

Ekki það að þetta bitnar ekki bara á mér.. Heldur dóttir minni líka.. *arg* er orðin svo þreytt á þessu ástandi.. Og hef sko ekki efni á því.

Kveðja frá Danmörku Halldóra

Dóra, 19.3.2009 kl. 09:47

3 identicon

margt smátt gerir eitt stórt

Mikið rétt, eini gallinn hér að það er ekkert margt það er bara eitt smátt.

Þessi lækkun ætti ekki að koma neinum á óvart, svona vinna stjórnmála menn þetta, þeir lofuðu lækkun en pössuðu sig að hafa ekki með hversu mikla lækkun þannig að nú er "búið að standa við loforðið".

Er kominn tími þá að óska búsáhaldarbyltingunni til hamingju?, þau eru búin að fá allt það sem þau vildu ásamt smáaletrinu.

Halldór (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:57

4 identicon

Hátt hreykir heimskur sér!

Fólk gleymir ekki HVERJIR komu þessari 18% þumalskrúfu á upphaflega, alveg sama hvað þú bloggar heimskulega um málið.

Og ef þið LÆSUÐ nú fréttina kemur fram að bæði ríkisstjórn og Seðlabanki Íslands vildu lækka um 3% en Aþjóða Gjaldþrota Sjóðurinn (AGS) vildi ekki lækka meira en 1%. Hverjir hömuðust eins og hamstar í hjóli við að fá þá hingað? Já, rétt svar SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.

Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:15

5 identicon

Það er gott að heyra að það sé fólk innan sjálfstæðisflokksins sem tekur undir að lækka þurfi stýrivexti enn frekar. Þið sem leidduð okkur inn í þennan veruleik.

En annars ... Hvernig hefðir þú skrifað bloggið þitt ef sjálfstæðisflokkurinn væri enn í ríkisstjórn í dag? Ég leyfi mér að efast um að þú hefðir verið orðlaus þá.. segðir þú ekki frekar að þetta væri skref í rétta átt, o.s.frv.

JC (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:32

6 Smámynd: Halla Rut

Einmitt, breytir engu.

Halla Rut , 19.3.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband