Föstudagur, 13. mars 2009
Er ekki verið að grínast?
Ég fer að verða langþreytt á því að blogga um misrétti í skipun í nefndir. Ég hélt nú að hið háa Alþingi væri lengra komið en þetta. Hvernig dettur mínum flokki í hug að tilnefna fjóra karla í nefndina? Ég skil það svo að þingflokkurinn sé að tilnefna í nefndina. Hvað hefði flokkurinn þurft marga fulltrúa til að pláss væri fyrir konu? Treystir þingflokkurinn engri konu til að sitja í þessari nefnd? Samþykkti þingflokkurinn þetta virkilega? Konurnar líka? Ég sé að hinir þingflokkarnir, að Framsóknarflokknum undanskildum, eru ekkert skárri.
Hvað ætlum við konur að láta bjóða okkur þetta lengi? Ég bloggaði hér fyrir stuttu um fund á vegum lagadeildar Háskóla Íslands, sem fagnar þennan vetur aldarafmæli undir yfirskriftinni Svarar kröfum tímans. Þá var fundur um framtíð laganáms. Fjórir framsögumenn. Allt karlmenn. Fundarstjórinn líka karlmaður. Ungir menn í lagadeild HÍ hraunuðu yfir mig og skömmuðu mig fyrir að leyfa mér að gera við þetta athugasemd. Það væri svo erfitt að fá konur. Hið klassíska svar þegar þessi mál ber á góma.
Fyrr í vikunni fékk ég annað fundarboð frá lagadeild HÍ. Nú átti að fjalla um stjórnarskrána og stjórnlagaþing. Aftur engin kona, hvorki framsögumaður né fundarstjóri. Ég viðurkenni að ég hreinlega fann ekki hjá mér þrek til að blogga aftur. En nefni þetta í tengslum við þessa makalausu karlanefnd hjá þinginu.
Ef löggjafarvaldið, sem setur jafnréttislögin, gengur með þessum hætti fram í jafnréttismálum þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir virði þessi lög. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Konur. Við eigum eitt svar. Það eru prófkjör í mörgum kjördæmum um helgina. Með atkvæðaseðlinum getum við sýnt skoðun okkar á svona framferði.
Þingkonur mótmæla karlanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 392233
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Af hverju skiptir það máli að það séu jafn margar konur í þessari nemd? Eins og mér væri ekki skítsama þótt bara konur væru í einkverri obsjkúr nemd.
Jang Sú Míng (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:48
Þú fyrirgefur en ég sé mig knúinn til þess að spyrja hvort þú sért ekki örugglega staðsett hægra megin við miðju? Ertu þeirrar skoðunar að kyn eigi ekki að skipta máli heldur einstaklingurinn eða ertu hlynnt kynjakvótum og svokallaðri "jákvæðri mismunun"?
Ég geri ráð fyrir því að áður en þú skrifaðir þessa færslu hafir þú framkvæmt ítarlega úttekt og komizt að málefnalegri niðurstöðu um að aðrir hafi verið hæfari til setu í þessari nefnd af hálfu þingflokks Sjálfstæðisflokksins en þeir sem skipaðir voru í hana? Eða skiptir kyn viðkomandi öllu máli?
Nú veit ég ekkert hvaða forsendur voru lagðar til grundvallar skipunar í nefndina af hálfu þingflokksins en fyrst þú vilt meina að einhver annarleg sjónarmið hafi legið að baki henni geri ég ráð fyrir að annað sé uppi á teningnum í þínu tilfelli. Eða er það sjálfkrafa ávísun á að annarleg sjónarmið hafi ráðið för ef aðeins karlar eru skipaðir í einhverja nefnd eða annað slíkt?
Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir gagnrýnt það harðlega hér á blogginu á dögunum þegar aðeins konur voru skipaðar í stjórn ríkisbankans Nýja Kaupþings? Eða hvað? Nokkuð sem tekið skal fram að ég persónulega hef ekkert að athuga við enda hef ég enga ástæðu til að ætla annað en að þar séu hæfir einstaklingar á ferð hvað sem kyni þeirra líður sem er algert aukaatriði frá mínum bæjardyrum séð.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 16:55
Sæll Hjörtur. Þú greinilega ert ekki reglulegur lesandi bloggs míns. Ég gagnrýndi um daginn að eingöngu konur væru komnar í stjórn Kaupþings. Ég gagnrýndi um daginn að eingöngu konur voru skipaðar í einhverja úrskurðarnefnd hjá samgönguráðherra. Það eru tvö kyn. Þau eru jafnrétthá. Þau hafa mismunandi til málanna að leggja. Það skiptir máli að hlutfall kynja, alls staðar, sé sem jafnast. En það er algengt viðhorf karlmanna að kyn skipti ekki máli enda er karlkynið oftast ennþá oftar valið. Kv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 13.3.2009 kl. 17:03
Takk fyrir svarið. Nei ég er ekki reglulegur lesandi bloggsins þíns. En þú ert s.s. þeirrar skoðunar að þegar kemur að því að meta hæfni fólks sé kyn það sem skiptir mestu máli? Ég get ekki skilið skrif þín hér að ofan öðruvísi. Ég persónulega tel kyn ekki skipta máli og væri slétt sama þó konur væru í miklum meirihluta í nefndum og ráðum á vegum ríkisins eða hverju öðru svo fremi að um hæfustu einstaklingana hverju sinni væri að ræða.
Upphaflega gekk jafnréttisbaráttan út á það að kyn ætti ekki að skipta máli. Í seinni tíð hefur hún snúist hjá mörgum upp í andhverfu sína en með öfugum formerkjum. Það er sorgleg þróun. Fólk er einfaldlega fyrst og fremst einstaklingar óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti o.s.frv. Markmiðið hverju sinni hlýtur að vera að fyrir valinu verði hæfustu einstaklingarnir hverju sinni og það er langur vegur frá því að það eigi sjálfkrafa samleið með einhverjum kynjakvótum eða "jákvæðri mismunun" sem þú væntanlega aðhyllist.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 17:32
Ég er fylgjandi jafnrétti og jöfnum möguleikum fólks en þó finnst mér skilgreiningur flestra kvenna á jafnrétti dálítið sérstakur en það er á þann veginn að jafnvægi kynja sé það sama og janfrétti kynja. Mér finnst það engan veginn halda vatni að halda því fram að konur og karlmenn eigi að vera jafn mörg t.d. í þessari nefnd vegna þess að það sé jafnrétti í sinni réttustu mynd. Konur á þingi eru 23 af 63 og það gerir 36,5%. Væri því ekki eðlilegt að hlutfall í þessari nefnd sem og öðrum væru eins nálægt þessum hlutföllum? Það kæmi út sem sex karlmenn og þrjár konur í níu manna nefnd. Er það ekki hið sanna jafnrétti?
Eða svo er önnur hugmynd um jafnrétti, þeir sem efstir eru á sínum listum, eru taldir reynslumestir eða með bestu menntunina skipa mikilvægustu nefndina hverju sinni en það er kannski það sem hefur verið haft að leiðarljósi við skipun þessarar nefndar hjá einhverjum flokkum???
Að lokum langar mig að kasta fram spurningu til eiganda síðunnar, en hún hljóðar svo: Ég er að reka flugfélag og mig vantar 10 flugmenn og því auglýsi ég eftir þeim og um vinnuna sækja 50 einstaklingar, 35 karlmenn og 15 konur. Allir þessir einstaklingar uppfylla kröfurnar sem ég geri til menntunar og til að einfalda eru allir með mjög álíka reynslu af flugi. Til þess að gæta jafnréttis fyndist mér eðlilegt að ráða þrjá konur og sjö karlmenn en aðrir gætu haldið því fram að ég yrði að ráða fimm konur og fimm karlmenn. Svo spurningin mín er, hvort fyndist þér eðlilegra og af hverju?
Ingvar (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:45
Sæll Hjörtur. Ekki snúa útúr. Ég tel að það sé fjöldi kvenna og karla jafnhæfur til að taka þátt í nefndarstarfi um stjórnarskránna. Þegar svo háttar á að passa upp á það að hlutur kynjanna sé sem jafnastur. Ekkert flókið. Kv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 13.3.2009 kl. 17:45
Hæfustu einstaklingarnir eiga alltaf að fá störf við sín hæfi. Ég horfi með hroll á því óréttlæti sem verður þegar maneskja A fær ekki starf því að hann er hvítur og maneskja B fær starfið því hann er svartur þrátt fyrir að A sé hæfasti einstaklingurinn. Svona rugl gerir ekkert en að eyðileggja velgengni samfélagsins og brýtur hörkulega á rétt hverra eina maneskju að fá starf samkvæmt þeirra hæfni. Hvernig eru hlutföllin á vinstrihentu fólki í þessar nefndir? Þarf að leiðfæra það? Hvernig eru hlutföllin milli mismunandi útskriftir úr framhaldsskóla? Hvað eru margir innflytjendur þarna? Hvað eru margir með fötlun? Hvað eru margir með eksem? Hvað eru margir með XYZ??? Fólk hlýtur að geta séð hversu gallað þetta er og hvernig það vinnur bæði gegn jafnrétti og réttlæti.
MacGyver, 13.3.2009 kl. 17:56
Sæll Ingvar. Sumir myndu halda því fram að þú ættir eingöngu að ráða konurnar, ef allir umsækjendurnir eru jafnir, af því að í sétt flugmanna eru konurnar færri en karlar. Ég teldi í þessari stöðu, gefandi mér að allir séu jafnir og sömu persónulegu hæfileikum gæddir, eðlilegast að ráða jafn marga karla og konur. Ég myndi þó ekki hafa gert athugasemd við ef þú veldir 7 karla og 3 konur - þá ertu að taka tillit til hlutfalls af umsækjendum. En þá treysti ég því að þú hefðir líka valið 7 konur og 3 karla ef umsækjendahópurinn hefði skipst þannig, þ.e. ef konurnar hefðu verið 35 og karlanir 15. Ég get t.d. sagt að ég var mjög ósátt við það þegar Samfylkingin taldi það eðlilegt að gera jafnmarga karla og konur ráðherra í ríkisstjórninni 2007 þegar einungis 1/3 hluti þingflokksins var konur og 2/3 karlar. Í slíkum kringumstæðum hefði ég talið eðlilegra að kynjaskipting ráðherranna endurspeglaði kynjaskiptingu þingflokksins. Vona að þetta svari spurningunni. Kv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 13.3.2009 kl. 17:56
Takk fyrir svarið Dögg.
Lesandi svarið frá MacGyver rifjaði það upp samtal mitt við hvítann Suður-Afríkaskan flugmann fyrir nokkrum dögum. Er ég spurði hann út í spillinguna í heimalandi hans var af nógu að taka og það samtvinnaðist við jafnrétti svartra og hvítra þar í landi einnig en þar er staðan orðin þannig að ýmis konar þjónusta í landinu er komin í algjöran lamasess vegna "jákvæðrar mismununar" á endurreisnarárunum þar sem svartir voru settir í störf á kostnað hæfari hvítra manna. T.a.m. hefur ekki verið viðhald á rafstöðum í yfir tíu ár og því væri rafmagnsleysi daglegt brauð á mörgum stöðu.
Ég er ekki að segja að landið færi á hvolf við einhverja jákvæða mismunun en við þurfum að passa okkur í þessari jafnréttisumræðu því við þurfum að einbeita okkur að því að velja hæfasta fólkið hverju sinni frekar en að horfa ofan í nærbuxurnar hjá fólki og draga það í dilka eftir því hvað þar finnst.
Ingvar (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:26
Mér finnst samt ekki "veraldlegu áhrifin" af jákvæðum mismuni verst heldur þau andlegu þar sem jafnrétti meirihlutans er fornað fyrir jafnrétti minnihlutans. Það að einn maður missi sín jafnrétti til þess að einhver annars fái sín (og það er ekki eins og konur á neinum hátt skorti jafnrétti (það að vera færri i nefnd sem er ráðin með lýðræðislegum hætti er ekki brot á jafnrétti)) tel ég hryllingur. Ef konur voru i meirihluti í bankastjórn td þá fyndist mér það viðbjóður ef mér vær boðað starf í þessum banka af því að ég væri karlmaður en ekki hæfasti einstaklingurinn. Ég get ekki séð hvernig ein einasta maneskja myndi ekki skoða sjálfum sig í speglinum með sama viðhorf og ég ef sú maneskja fékk sér starf útaf einhverju öðru en hæfileika.
MacGyver, 13.3.2009 kl. 18:38
,,ég var nú reyndar ekki á fundinum"
Það nú ekki lágmark að þingkonur mæti á fundi til að hafa áhrif....eða á það að vera sjálfsafgreiðsla á nefndarsætum til handa konum?
Katrín, 13.3.2009 kl. 21:54
Er það nú ekki... átti þetta að vera:)
Katrín, 13.3.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.