Leita í fréttum mbl.is

Styrkleikamerki

Það hefur komið í ljós, ekki síst eftir hrunið, að betur hefði mátt standa að einkavæðingu bankanna. Í því ferli var vikið frá áður teknum ákvörðunum um t.d. dreifða eignaraðild. Af hverju var það gert?Það liggur fyrir að hrunið má m.a. rekja til rangra ákvarðana í hagstjórn. Regluverk var ekki eins traust og menn héldu. Eftirlitsstofnanir á vegum stjórnvalda brugðust. Aðvörunarorð voru virt að vettugi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt ríkisstjórnum forystu frá lokum apríl 1991 þar til loka janúar á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn getur því ekki vikist undan því að  skoða hvað fór úrskeiðis á þessu tímabili og tengslum þess við hrunið í október 2008. Hrunið gerðist á vakt Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað koma fleiri stjórnmálaflokkar að málum því allan þennan tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað í samstarfsríkisstjórnum, fyrst með Alþýðuflokknum, svo Framsóknarflokknum og síðast Samfylkingunni.

Ég tel það ótvírætt styrkleikamerki Sjálfstæðisflokksins að vinna með þeim hætti sem gert hefur verið í endurreisnarnefnd flokksins. Tilgangur vinnu af þessu tagi er fyrst og fremst að leita skýringa svo draga megi lærdóma. Enda krefjast landsmenn þess að skýringar finnist. Alþingi hefur sett sérstaka rannsóknarnefnd á laggirnar í sama tilgangi. Öll þessi vinna hefur þann mikilvæga tilgang: Að tryggja eftir föngum að þetta gerist aldrei, aldrei aftur. 


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú óttalega hræddur um að þetta séu atkvæðakaup af ódýrari gerðinni.  S.flokkurinn breytist ekkert á einni nóttu.  Það er örstutt síðan hann sat ennþá í stjórn og þá var ekkert til skoðunar og allt í stakasta lagi, að þeirra mati.  Það voru mótmælendur sem komu sj.mönnum frá, þeir fóru nauðugir frá, fyrir örstuttu.

Núna allt í einu þykjast þeir sjá hvað fór miður, núna allt í einu viðurkenna þeir að hafa brugðist, ekki hefur Geir þó viðurkennt það né aðrir í forystu flokksins, þeir sem voru við stýrið þegar allt fór í strand.  Núna allt í einu er birt einhver málamyndaskýrsla ,,endurreisnar", eitthvað sem ekki var til umræðu þegar Geir taldi sig geta setið áfram, fyrir nokkrum dögum má segja.  Það er bara verið að þyrla ryki til að kaupa atkvæði.  Það er engin meining þarna að baki, enginn vilji til að breyta neinu.  Þingflokkurinn stóð t.d. í því að verja Davíð fram á síðustu stundu.  Það hefði aldrei verið skipt um í S.bankanum ef S.menn hefðu ekki misst völdin.  Og þessi stjórnarskrárbrotsumræða er í besta falli brosleg.  Stjórnarskrár voru settar í upphafi til að vernda borgarana gegn ofríki valdhafa.  Hún hefur því hag þjóðarinnar í heild að leiðarljósi og skal skýrð eftir því, vafaatriði skuli klárlega skýrð skv. því.

Bjarni Ben tjáði sig vígreifur á ÍNN um daginn og talaði um hvað þetta væru ,,miklir tækifæristímar fyrir flokkinn".  Nú þegar allt á að snúast um að bjarga fólki, koma fót undir krónuna, koma með raunhæf úrræði til að fólkið í landinu komist sem skást frá þessu algera hruni, talar Bjarni Ben um hvað þetta eru mikil tækifæri fyrir flokkinn, auðvitað flokkinn, hann skiptir miklu meira máli en fólkið.  Það er nefnilega þannig að Sjálfst.flokkurinn snýst um Sjálfst.flokkinn.  Stjórnmál snérust í upphafi (hjá Grikkjum) um fólkið, hag þess.  Stjórnmál snúast ekki um stjórnmál, þau snúast um fólkið, eða eiga að gera það, sem er samfélagið, þau eiga skýlaust að vinna fyrir hag fólksins í heild, það er heila hugmyndin með stjórnmálum og lýðræði.

Hann talaði líka um hvað þetta væru frábærir tímar, hann þekkti t.d. mann sem var búinn að tapa öllu sínu en sagði ,,veistu Bjarni, það er allt í lagi hjá mér, ég er nefnilega með hugmynd að fyrirtæki og mig vantar bara fé til að starta því".  Þetta var dæmi frá Bjarna um hvað þetta væru nú frábærir tímar, nýsköpun.  Menn geta fundið þetta viðtal við Bjarna á vef ÍNN, Hrafnaþing fyrir nokkrum vikum.

Þetta er formannsefni flokksins.  Maðurinn er algerlega veruleikafirrtur.  Vill fólk kjósa þetta yfir sig?

Ég hef lengst af stutt Sjálfst.flokkinn en í ljósi liðinna atburða og þeirra viðhorfa sem hafa verið að koma í ljós innan flokksins, mun ég seint eða aldrei kjósa þessa hörmung yfir mig aftur.

Það er líka ótrúlegt að hlusta á nýjustu skýringar S.manna og sjá menn eins og Svein A., sem maður hélt að væru aðeins skarpari en þetta, í Silfrinu í gær tala um að það hafi ,,ekki verið stefna flokksins sem klikkaði, heldur fólkið".

Skv. þessari kenningu og skýringu klikkaði kommúnistastefnan aldrei, það var bara fólkið sem stjórnaði sem klikkaði.  Skv. þessari kenningu, er einræðisvald í fínu lagi, ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. valdníðsla, þá er það einræðisherrann sem er að klikka, ekki stefnan sem slík, svo lengi sem ekki stóð beinlínis í stefnunni að valdníðsla væri í lagi.  Það er leitun að fjarstæðukenndari skýringum og réttlætingum öðrum en þessum nýju skýringum Sjálfstæðismanna.

Halda menn í alvöru að þó nýr formaður taki við, sé um nýjan Sjálfst.flokk að ræða, eða nýja stefnu hans?? 

S.H. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:07

2 identicon

Þarna verð ég að vera þér 100% ósammála. Það er ekki styrkleikamerki að hvorki flokkurinn, né einstaka þingmenn og ráðherrar innan hans, hafi séð sóma sinn í því að svo mikið sem biðjast afsökunar eða lausnar frá störfum eftir stórasta klúður Íslands.

Þeir héngu eins og hundur á roði þangað til hópur komma og krata hrakti þá frá völdum, glæsilegur endir eða hitt þó heldur!?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur klúðrað svo óendanlega miklu og er það sérstaklega þrjózku hans að þakka sem og siðblindu einstakra manna á borð við Árna, Geirs, Þorbjargar, Björns, Guðlaugs, Bjarna og Birgis (sá síðastnefndi er reyndar veruleikafirrtur vitleysingur að mínu mati).

Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi yfir Sjálfstæðismenn sem hafa gerst sekir um stórkostleg afglöp í starfi, afglöp sem jaðra við að vera glæpur og síðan kemur hann með enn eina hvítþvottarnefndina sem á að endurbyggja traust lýðsins á flokknum til frambúðar.

Þetta eru barnaleg rök af hendi Vilhjálms Egilssonar og gera ekkert til að endurvekja traust á þessum flokki. Oft hef ég skammast mín fyrir að hafa gengið í þennann flokk á sínum tíma, en nú er skömmin orðin óbærileg.

Það versta er að ég hef ekki geð í mér til að kjósa hvorki komma né krata og auður seðill hefur ekkert að segja á þessu landi.

bjkemur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:28

3 identicon

Hvað sem öllu líður er þetta ágætis byrjun. Þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar hafi ekki sýnt næga auðmýkt að mínu mati og viðurkennt mistök flokksins - og síns sjálfs - þá sýnir þetta vissulega styrk. Vilhjálmur Egilsson er góður í þessu. Það vantar bara fólkið sjálft sem hefur verið við völdin til að vera með okkur í þessu. Ég hef það á tilfinningunni að flestir aðrir flokksmenn séu komnir lengra en þau í að viðurkenna mistök, horfa gagnrýnið á flokkinn, hans ákvarðanir og vinnubrögð - Því það er ekki fyrr en það hefur verið gert sem við getum unnið úr þessu og lært af mistökunum.

Ég vil þó vinna með í þessu ferli, ekki snúa mér við og kjósa annan flokk með allt aðra hugmyndafræði sem ég aðhyllist ekki. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæl öll og þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir. 

Ég segi í blogginu að það séu styrkleikamerki að viðurkenna mistök. Enda tel ég að svo sé. En ég get algerlega fallist á það með ykkur að forystumenn flokksins hefðu mátt sýna meiri auðmýkt vegna þáttar Sjálfstæðisflokksins í því sem gerst hefur. Og afsökunarbeiðnin frá þeim hefur verið frekar óskýr og ógreinileg. Um það atriði er ég á hinn bóginn ekkert að fjalla í þessu bloggi. En ég kem þeirri skoðun minni hér með á framfæri. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 2.3.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eigum við ekki að láta nægja að segja að a.m.k. einhverjir eru hættir að berja höfðinu við steininn og kannski að gangast við að þetta er vissulega ákveðin breyting og svo sannarlega kúvending frá beinasnaþrjósku leiðtogadýrkunar Eimreiðartímans.

Out with the bad air in with the good - Þetta bíó gæti tekið nokkur ár, miðasalan verður í andyri Heimdallar. Aðgangur: Eitt augnabindi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.3.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband