Leita í fréttum mbl.is

Er ekkert gott í fréttum?

Félag kvenna í atvinnurekstri hélt morgunverðarfund í morgun undir yfirskriftinni er ekkert gott í fréttum? Forsvarsmenn fjölmiðla, bæði blaða og ljósvakamiðla sátu í pallborði, skýrðu sjónarmið sín og heyrðu sjónarmið fundarmanna. Þetta var skemmtilegur fundur. Skoðanaskiptin voru hreinskiptin og opinská. Fjölmiðlafulltrúum var bent á að fundarmenn teldu almenning þurfa heldur meira af jákvæðari fréttum. Fjölmiðlamenn útskýrðu fyrir fundarmönnum að jákvæðar fréttir væru almennt lítið áhugaverðar. Þannig bara væri það. Það æru "vondu" fréttirnar sem seldu. Sennilega talsvert til í því. En þeir hlustuðu á sjónarmið fundargesta um það að eins og aðstæður væru í þjóðfélaginu nú þyrfti aðeins að létta lund þjóðarinnar og auka vægi jákvæðra frétta. Það dygði ekki bara að segja að við ættum að slökkva á ljósvakamiðlinum eða að hætta að lesa blöðin ef okkur væri nóg boðið. Nú verður spennandi að sjá hvort jákvæðum fréttum fjölgar eitthvað smá. Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband