Leita í fréttum mbl.is

Hafa konur ekkert að segja um ...?

málþing um lagakennsluÉg var að fá á fjöltölvupósti meðfylgjandi auglýsingu um málþing um laga kennslu á Íslandi: Inntak, kosti, galla og framtíðarhorfur. Mjög áhugavert efni og tímabært. Málþingið er haldið undir röð málþinga í tilefni 100 ára afmælis lagadeildar Háskóla Íslands. Yfirskrift þessarar málþingsraðar lagadeildarinnar er: Svarar kröfum tímans og er þar væntanlega vísað til þess að hin aldargamla lagadeild HÍ svari kröfum tímans, þótt gömul sé orðin.

Ég get hins vegar ekki orða bundist varðandi það að meðal framsögumanna er engin kona. Er þó a.m.k. helmingur laganema um þessar mundir konur og allmargar konur kenna nú í lagadeild HÍ sem og öðrum lagadeildum við háskólana á Íslandi.

Ætla mætti að þeir sem stóðu að skipulagi þessa málþings telji konur ekkert vitlegt geta haft til málanna að leggja þegar kemur að framtíðarhorfum lagakennslu hvað þá að þær geti tjáð sig um inntak, kosti og galla, þó þær séu jafnmargar körlunum í náminu. Sjálfsagt er það þó ekki svo. Skipuleggendurnir hafa einfaldlega ekki hugsað út í þetta.

Þetta er enn eitt dæmi um hugsunarleysi þegar kemur að jafnréttismálum. Kröfur tímans eru að konur og karlar komi sem jafnast að málum, líka á málþingum, ekki sist þegar talað er um framtíðarhorfur. Lagadeild Háskóla Íslands hefði átt að svara þeirri kröfu með því að skipuleggja þetta málþing með jafnari þátttöku beggja kynja í hlutverkum framsögumanna.

En kannski allar konur sem leitað var til hafi ekki treyst sér til að tala á svona málþingi. Er það ekki alltaf afsökunin sem gefin er?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dögg,

 Bragi heiti ég og er funda og menningarmálastjóri Orator.  Ég vil benda þér á að vaða kannski ekki fram með þessum hætti.  Ég kom að skipulagningu þessa málþings og ég get sagt þér að það var svo sannarlega reynt að fá konu sem framsögumann á þessu málþingi en þær konur sem við leituðum til treystu sér ekki til þess eða höfðu ekki tíma. 

 Ég tek því afar illa að þú berir á mig slíkar aðdrottnanir eins og þú gerir hér að ofan að ég og þeir sem stóðu að þessu höfum ekki talið að konur hafi ,,eitthvað vitlegt til málanna að leggja".  Ég vil benda þér á að það eru konur sem komu að skipulagningu þessa málþings og að deildarforseti lagadeildar er jú kona. 

Ég vil þá einnig benda á að þetta er einmitt ,,eitt dæmi um hugsunarleysi" þegar kemur að því að blogga á netinu án þess að kanna nægjanlega þær staðreyndir sem í boði eru.  Auðvelt hefði verið að fá upplýsingar um skipulagningu þessa málþings með einu skjótu símtali.

Vil ég þó bjóða þig velkomna á málþingið þar sem umræður verða úr sal að loknum erindum og getur þú þá komið fram skoðunum þínum í sambandi við framtíðarhorfur í lagakennslu á Íslandi.

Virðingarfyllst,
Bragi Dór Hafþórsson
Funda og menningarmálastjóri Orator og fundarstjóri téðs málþings.

Bragi Dór Hafþórsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Bragi Dór. Þú staðfestir það sem mig grunaði - að fullyrt yrði að engin kona hafi gefið sér tíma eða viljað. En það eru fleiri lagadeildir en lagadeild HÍ og ég t.d. kenni í lagadeild Háskólans í Reykjavík ásamt fjölmörgum fleiri konum. Ekki var leitað til mín og ég veit ekki til að leitað hafi verið til annarra kvenkennara í lagadeild HR. Ef leitað hefði verið til mín get ég lofað þér að ég hefði ekki sagt nei, enda hef ég það sem meginreglu að segja aldrei nei þegar ég er beðin að tala á fundum sem þessum, nema ég sé upptekin í dómsal og geti því ekki breytt. Takk fyrir gott boð um að koma á málþingið en úr því að skoðanna minna sem framsögumanns varr ekki óskað þá sé ég ekki ástæðu til að íþyngja þeim sem mæta með skoðunum mínum í almennri umræðu. Kv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Það var rétt! Ég ætla að fylgja dæmi Daggar og ekki að mæta á málþing nema ég verði sérstaklega beðinn um að gera grein fyrir skoðunum mínum sem framsögumaður.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 25.2.2009 kl. 14:26

4 identicon

Ertu í alvörunni að kenna lögfræði við Háskólan í Reykjavík? Ég hef oft dottið hingað inn í sambandi við kjánalegar umræður á moggablogginu, og aldrei hefði mig grunað að þú værir að kenna í háksóla því miður.

blaðamaður (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:26

5 identicon

Kæra Dögg.

Ég er ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema og ég sé mig knúinn til taka undir orð Braga Dórs. Þannig er mál með vexti að það hefur valdið mér áhyggjum hvernig tölublöðum mínum verður tekið þar sem ekki ein einasta kona hefur viljað skrifað í þetta ágæta blað. Ég er búinn að leita víða eftir kvenmanni til að skrifa í blaðið, m.a. kembað rækilega kvenkyns kollega þína í Háskólanum í Reykjavík. Það sem veldur mér áhyggjunum eru einmitt einstaklingar eins og þú, sem að eru líklegir til að álykta svo að ekki hafi verið gætt jafnræðissjónarmiða þegar fengið var fólk til að skrifa í blaðið. Ég legg því eindregið til að þú, sem fagkona í lögfræði, kannir betur grundvöll málsins, frekar en að álykta á gjörsamlega ófullnægjandi forsendum.

Bestu kveðjur.

Jón Gunnar

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband