Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Hvar eru
boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum? Fyrri ríkisstjórn stóð sig ekki nægilega vel í þessum efnum. Nýja ríkisstjórnin þóttist hafa lausnirnar, en þær láta standa á sér.
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar stórlega milli ára. Þessi þróun var fyrirséð og staðfestir hvernig hávaxtastefnan m.a. er að setja fyrirtækin á kné. Því fylgir aukið atvinnuleysi og er vart á það bætandi eins og staðan er nú.
Vandi heimila er óleystur. Í annarri frétt hér á mbl.is í dag er skýrt frá því að fjölskylda sem keypti íbúð á 100% láni fyrir nokkrum misserum er nú með í höndum eign sem stendur ekki lengur undir veðinu. Þeir sem keypt hafa eign fyrir nokkrum misserum og áttu einhvern höfuðstól í henni eru komnir í þá stöðu að höfuðstólinn hefur verðbólgan brennt upp. Eftir stendur eign sem varla stendur lengur undir áhvílandi íbúðaláni. Meðan fjölskyldan getur borgað hinar mánaðarlegu afborganir af láninu skapast engin vandamál. En um leið og greiðslugetuna þrýtur, t.d. vegna atvinnuleysis, þá stefnir þessi fjölskylda í þrot og heimilismissi.
Hvað á að tala lengi um að koma fjölskyldum og fyrirtækjum til hjálpar? Er ekki búið að tala nóg og komið að því að gera það sem þarf, sem er fyrst og fremst lækkun vaxta og lækkun höfuðstóls íbúðarlána með því t.d. setja hann til stöðu miðað við einhverja tímasetningu s.s. 1. júlí 2007?
Því sem hér hefur gerst hefur verið líkt við efnahagslegar hamfarir. Bregðast þarf við þeim í samræmi við það. Það verður ekki gert með einhverjum gömlum leiðum. Ný og óþekkt vandamál kalla á nýjar og róttækar lausnir, eins og þá sem að framan er rakin. Spurningin er: Þora stjórnvöld að grípa til lausna af þessu tagi.
70 fyrirtæki gjaldþrota í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Sæl Dögg.
Væri ekki nær að vinna saman í þinginu að þeim lausnum, sem eru brýnilegastar fyrir almenning. Þú persónulega veist ekkert um kreppu,þú hefur nóg fyrir þig og þína.
Hugsar þú aldrei að það væri kannski þarfara verk að gera eitthvað í þeim málum en að vera alltaf í sandkassaleik.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:16
Sæll Þórarinn. Ekki kannast ég við að vera í sandkassaleik. Ég veit ekki betur en að færslan byrji á ábendingu um að fyrri ríkisstjórn hafi brugðist. Og til upplýsinga. Hvað veist þú um það hvað ég hef fyrir mig og mína? Ég veit nákvæmlega hvað kreppa er og frábið mig því að mér séu aldar næktir í skrifum frá þér eða öðrum.
Dögg Pálsdóttir, 24.2.2009 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.