Leita í fréttum mbl.is

Gloppa í lögum?

Þessi umræddi bandaríkjamaður hefur verið í starfi hér á landi. Atvinnurekandi sá sem greitt hefur honum laun hefur jafnframt þurft að standa skil á tryggingagjaldi af launum hans. Ákveðinn hluti tryggingagjaldsins rennur til Atvinnuleysistryggingasjóðs og á að tryggja atvinnuleysisbætur.

Mér er því óskiljanlegt hvernig hægt er að greiða í Atvinnuleysistryggingasjóð af launum mannsins og segja honum síðan, þegar hann verður atvinnulaus og ætlar að njóta réttinda sem búið er að greiða fyrir hann að hann eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Þetta hlýtur að vera gloppa í lögum sem stoppa þarf upp í og það hið snarasta.


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Og ef ekki, ætti hann þá ekki að eiga rétt á endurgreiðslu með vöxtum og vaxtavöxtum? Við erum nú ekki manneskjulegasta þjóðfélag í heimi.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.2.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband