Leita í fréttum mbl.is

Ráðgjafastörf fyrir heilbrigðisráðuneytið

Í kvöldfréttum sjónvarps 23. febrúar sl. var nafn mitt nefnt í tengslum við ráðgjafavinnu ýmissa aðila fyrir heilbrigðisráðuneytið meðan Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra. Sjálfsagt og eðlilegt er að upplýsa um ráðgjafastörf af þessu tagi enda þau greidd með opinberu fé. Skrítið finnst mér þó að í fjárhæðinni sem uppgefin er hvað mig varðar eru tveir reikningar sem ráðuneytinu voru sendir 18. febrúar sl. og eru enn ógreiddir.

Þar sem fréttina mátti skilja svo að verið væri að gera ráðgjafastörf mín og annarra fyrir heilbrigðisráðuneytið tortryggileg þykir mér rétt að gera grein fyrir þessum störfum mínum í þágu ráðuneytisins.

Frá því að ég hætti störfum í heilbrigðisráðuneytinu í árslok 1995 hef ég sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum fyrir ráðuneytið, einkum á sviði lagasetningar. Reynslu mína af samningu löggjafar á heilbrigðissviði hefur heilbrigðisráðuneytið talið eftirsóknarverða. Ég hef sinnt slíkum ráðgjafarstörfum bæði meðan heilbrigðisráðherra kom úr röðum Framsóknarflokksins og einnig eftir að heilbrigðisráðherra kom úr röðum Sjálfstæðisflokksins.

Til upplýsingar um ráðgjafastörf mín í þágu heilbrigðisráðuneytisins meðan Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra vil ég láta eftirfarandi koma fram:

  1. Í október 2007 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd sem falið var að endurskoða lög og reglugerðir um sjúkraskrár með tilliti til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár. Rafrænar sjúkraskrár tengjast hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og á þessum tíma voru engin lagaákvæði um hvorki sjúkraskrár né rafrænar sjúkraskrár. Frétt um efndarskipunina birtist. Nefndarstarfið hófst í október 2007 og stóð fram í apríl 2008. Nefndin skilaði heildarfrumvarpi um sjúkraskrár sem lagt var fram á vorþingi 2008 og er það að finna hér. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið eins og til stóð á Alþingi í september 2008. Ákveðið var að leggja frumvarpið fram að nýju strax í byrjun þings þetta sama haust. Áður en t il þess kom var til mín leitað af hálfu ráðuneytisins um að fara yfir athugasemdir þær sem borist höfðu við frumvarpinu. Frumvarpinu var breyt m.t.t. framkominna athugasemda og lagt fram að nýju á haustþingi 2008. Frumvarpið í endurskoðuðum búningi er hér. Meðferð frumvarpsins er nú á lokastigi í heilbrigðisnefnd Alþingis og er þess að vænta að þetta mikilvæga lagafrumvarp nái fram að ganga áður en þing verður rofið fyrir kosningar.
  2. Sl. vor leitaði fv. heilbrigðisráðherra til mín og fól mér að stýra vinnu við endurskoðun laga um heilbrigðisstéttir. Um er að ræða heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir, sem eru á fjórða tuginn. Nú er reglusetning um heilbrigðisstéttir ýmist með lögum eða reglugerðum. Frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir samdi ég fyrir heilbrigðisráðherra Ingibjörgu Pálmadóttur og vegna aðkomu minnar að því máli leitaði fv. heilbrigðisráðherra til mín með þetta verk. Vinna við frumvarpið er í gangi og er þess að vænta að frumvarp til laga um heilbrigðisstéttir verði lagt fram eigi síðar en á komandi hausti. Það þó nýs heilbrigðisráðherra að ákveða framhald þessarar vinnu.

 Fyrir þessi störf mín var greitt samkvæmt reikningi eins og tíðkast fyrir vinnu lögmanna. Eins og áður segir hefur ráðuneytið fengið þrjá reikninga vegna þessarar vinnu. Einn á síðasta ári vegna vinnu árin 2007 og 2008 að fjárhæð 1.011.563 kr., þar af vsk. 199.063 kr. Þessi reikningur er greiddur. Hinn 18. febrúar sl. voru ráðuneytinu sendir tveir reikningar, annar að fjárhæð 101.156 kr., þar af vsk. 19.906 kr. og hinn að fjárhæð 210.094 kr., þar af vsk. 41.344 kr. Þessir reikningar eru eins og áður segir báðir ógreiddir þótt ráða mætti af fréttinni að búið væri að greiða þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það hefði í raun verið í hæsta máta óeðlilegt ef GÞÞ hefði EKKI letað til þín í ljósi reynslu þinnar og þekkingar á störfum ráðuneytinsins og heilbrigðiskerfisins. Þessi umræða er algjörlea út í hött og þjónar engum tilgangi. 

Júlíus Valsson, 26.2.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Júlíus Valsson

afsakaðu stafsetninguna, lyklaborðið var að stríða mér ("fat fingers")

Júlíus Valsson, 26.2.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband