Leita í fréttum mbl.is

Þrjár vikur

eru frá fyrsta starfsdegi ríkisstjórnarinnar og allt er komið upp í háaloft - í boði Framsóknarflokksins. Það er sami flokkurinn og hratt af stað þeirri atburðarás sem varð til þess að Samfylkingin fór á brott úr fyrri ríkisstjórn í fangið á VG. Með loforðum sínum um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG vantrausti gerði Framsóknarflokkurinn Samfylkingunni kleift að hlaupa frá hálfnuðu verki, þegar kjarkinn brast eftir að skoðanakannanir fóru að sýna verri útkomu en áður.

Ábyrgð Framsóknarflokksins er mikil. Ekki er ég viss um að kjósendur kunni að meta uppákomur af þessu tagi. Kjósendur kalla eftir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Kjósendur kalla eftir kosningum. Þetta þóttist Framsóknarflokkurinn styðja. Nú sýnir Framsóknarflokkurinn hvernig framsóknarmenn efna sín loforð.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kjósendur kalla stundum eftir hlutum sem matreiddir hafa verið ofan í þá af flokkum sem kenndir eru við populisma. Ekki vildirðu að ríkisstjórn þín hlypi upp til handa og fóta, eftir skoðanakönnunum?

Stjórnmálamenn og flokkar þurfa að standa í lappirnar, líka þegar óvinsæl mál eru í gangi. Það er nokkuð sem vinstriflokkarnir hafa aldrei getað, og það veistu sjálf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Almenningur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, yfir stefnuleysi Framsóknar. Þetta er flokkur sem er opinn í báða enda og EKKERT þar á milli. Ég skil vel Jóhönnu þegar hún grætur yfir þessum hringlandahætti og ég hef vissa samúð með henni.

Höskuldur segist verða að "standa í lappirnar", en flesta grunar að þarna sé verið að spila póker um stóran pott. Heimtar Framsókn að fá Finn Ingólfsson í Peningastefnunefnd ? Hvað fleirra hangir á spýtunni ?

Raunar er það svo að frumvarpið um Seðlabankann er algjörlega gagnslaust, því að peningastefnan er óbreytt. Torgreind peningastefna (discretionary monetary policy) er ávísun á stöðuga efnahagslega óreiðu og það eru vissulega sumir sem vilja viðhalda þannig ástandi. Framsókn hefur auðvitað enga stefnu hvað peningamálin varðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.2.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: TARA

Mig langar mest til að gráta...

TARA, 23.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Sigurður Rúnar Magnússon

Ég verð að viðurkenna, þó mér sé það þvert um geð, að ég er ykkur sjálstæðismönnum mjög þakklátur fyrir það að hvert skipti, sem þið skrifið eitthvað hér á blogginu og upplýsið fólk um raunverulegar tilfinningar ykkar til þjóðarinnar.  Þá tekst mér að að leiðrétta kúrsinn og beina hugsunum mínum inn á grænni og bjartari lendur, sem bíða íslendinga, en þau fúadý, kalin tún og brunnar borgir, sem foringjar ykkar haf skilið eftir sig síðastliðin tuttugu ár.

Sigurður Rúnar Magnússon, 24.2.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Er ekki best, þar til annað kemur í ljós, að líta svo á að Höskuldur sé aðeins að fylgja sannfæringu sinni? Ef þingmenn þora hvorki að "tefja" mál með því að hafa aðra skoðun en ráðherrarnir, munu ráðherrar ekki fá nauðsynlegt aðhald.  

Benedikt Halldórsson, 24.2.2009 kl. 01:37

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í flestum tilvikum Benedikt, myndi þetta viðhorf þitt fá atkvæði mitt. Hins vegar skildist mér að núverandi stjórn væri neyðarstjórn og allir ætluðu að styðja hana til góðra verka. Finnur þú enga Framsóknarlykt af gerðum Höskuldar ?

Þótt ég sé ekki hrifinn af "breytingum sem eru engar breytingar", þá er þetta frumvarp metið mikilvægt af ríkisstjórninni. Mun Höskuldur gráta ef stjórnin springur vegna gerða hans ? Menn verða að leggja mat á gerðir sínar og fara ekki of-fari. Hvað sem því líður, verður spennandi að sjá hvort þetta hlaup Höskuldar verður gönuhlaup eða sigurhlaup.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.2.2009 kl. 10:39

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek ndir með Benedikt. Auk þess man ég ekki til þess að stuðningur framsóknar við minnihlutastjórnina hafi verið skilyrðislaus, enda hefði það verið út í hött.

Það er rétt Loftur, við eigum eftir að sjá hvort þetta verður gönuhlaup eða sigurhlaup.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband