Leita í fréttum mbl.is

Forréttindalög

Eins og stemningin er í þjóðfélaginu um þessar mundir er nauðsynlegt að afnema þessi lög. Þau raunar voru mjög gagnrýnd á sínum tíma. Ýmsar breytingar voru gerðar á þessum lögum rétt fyrir jól. Þá vakti athygli mína og ég bloggaði um það að gildistími þeirra breytinga var ekki fyrr en 1. júní 2009.

Áhugavert væri að vita hversu margir eiga rétt samkvæmt þeim eftirlaunalögum sem nú er stefnt að að afnema og hversu margir eru byrjaðir að þiggja eftirlaun í samræmi við þau. Treysti því að áhugasamur blaðamaður upplýsi þjóðina um það.

Kristinn H. Gunnarsson segir að eftirlaunakjör séu hluti af starfskjörum alþingismanna og þess vegna verði að skoða laun þingmanna ef eftirlaunakjörunum er breytt. Mér er spurn. Eru alþingismaðurinn ekki tengdur? Eftirlaunakjör mjög margra hafa breyst til hins verra eftir hrunið. Enginn er að tala um að launakjör þeirra eigi að endurskoða. Þvert á móti var ákveðið að fresta samningsbundinni hækkun launa sem framundan er. Almenningur þarf að bera skerðingu á eftirlaunarétti sínum bótalaust. Ég held að þingmenn verði, rétt eins og almenningur, að sætta sig við að hagur þeirra, í launum og eftirlaunum, skerðist. 


mbl.is Ræða eftirlaunalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband