Leita í fréttum mbl.is

2,5 m.kr.?

Mér finnst að aðstæður í þjóðfélaginu séu með þeim hætti að það sé nánast móðgun við almenning ef prófkjörsframbjóðendur ætla að eyða milljónum króna í sókn sinni eftir öruggi þingsæti. Vissulega var miklum fjármunum eytt í prófkjörin 2006 - en aðstæður eru allt aðrar og gerbreyttar nú.

Vel hefði mátt setja kostnaðarþakið hjá Sjálfstæðisflokknum við lægri fjárhæð en 2,5 m.kr. Það hefði t.d. verið hægt með því að takmarka og jafnvel banna auglýsingar í fjölmiðlum. En auglýsingar eru sennilega einn stærsti kostnaðarliðurinn.

Ég hef fram á föstudag að ákveða hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik í þennan slag.  Geri ég það er þó næsta víst að 2,5 m. kr. verður ekki varið í þá baráttu. Þess í stað mun ég láta á það reyna hvort beint samband sé milli árangurs í prófkjöri og þeirra fjármuna sem í prófkjörsbaráttu eru settir. Kjósendur í prófkjöri ráða því.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvað segir sagan?

Persónukjör er mun hugnanlegra en prófkjör ef litið er ofan í eigið veski.

Ef hins vegar litið er ofan í gömlu bólgnu veskin, er kannske bara allt í lagi að láta á þau reyna í prófkjöri svo fáránlega sem það kann að hljóma.

Þórbergur Torfason, 17.2.2009 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband