Leita í fréttum mbl.is

Þarft átak

GoRed verkefnið er þarft átak. Í því felst að vekja athygli kvenna á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Fyrir liðlega áratug stýrði ég vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins um heilsufar kvenna. Vinnuhópurinn skilaði ítarlegu nefndaráliti. Þar kemur m.a. fram að konur hafa annað einkennamynstur en karlar þegar kemur að kransæðasjúkdómum. Einkenni kvenna eru oft vægari og óljósari. Konur sem fá kransæðastíflu skila sér verr út á vinnumarkaðinn aftur en karlar og þátttaka kvenna og árangur af endurhæfingu er lakari en hjá körlunum.

Í þessari vinnu okkar kom líka fram að vísbendingar væru um að konur byggju að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar. Þó nota konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar, þær eru sendar í fleiri rannsóknir, þær eru oftar sjúkdómsgreindar og oftar settar í meðferð auk þess sem konur fá meira af lyfjum en karlar. Þrátt fyrir þetta var það niðurstaða nefndarinnar að úrlausnir sem konur fengju hjá heilbrigðiskerfinu væru ekki sambærilegar við þær úrlausnir sem karlar fengju

Nú eru þessar niðurstöður frá því fyrir u.þ.b. áratug síðan og vonandi hefur á því árabili horfið þessi munur sem var á þjónustu við karla og konur þegar að heilbrigðisþjónustu kemur.

En GoRed átakið bendir til að enn megi gera betur. 


mbl.is Landspítalinn lýstur upp í rauðum lit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir Dögg fyrir að senda með nefndarálitið um heilsufar kvenna. Verndari GoRed átaksins, Ingibjörg Pálmadóttir fyrrum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, vann skýrsluna með ykkur á sínum tíma.  Mjög greinagóð og holl lesning !

Vilborg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband