Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað nýtt?

Bágt er að sjá hvað er nýtt í þessum breytingum heilbrigðisráðherra. Ég veit ekki betur en að fyrir margt löngu hafi verið ákveðið að læknar skyldu ætíð ávísa ódýrasta lyfinu. Ég held að þau tilmæli hafi litlu skilað. Það er um árabil búið að reyna að efla kostnaðarvitund heilbrigðisstétta, eins og heilbrigðisráðherra vill gera, með þeim árangri sem raun ber vitni.

Ef ég skil nýju reglur heilbrigðisráðherra rétt þá á eingöngu að taka þátt í lyfjakostnaði ef ódýrasta lyfinu er ávísað. Ef læknir telur nauðsynlegt að ávísa dýrara lyfi þá þarf sjúklingurinn sérstaka undanþágu til greiðsluþátttöku. Ég sé ekki betur en að þetta þýði tóm vandræði og leiðindi fyrir sjúklinga, í þeim tilvikum sem læknar telja ódýrasta lyfið ekki henta meðferð þeirra.

Í fljótu bragði er því ekki annað séð en að reglugerðin tryggi minnkaðan lyfjakostnað fyrir ýmsa hópa og þar með aukinn lyfjakostnað fyrir sjúkratryggingar. Sparnaðurinn upp á milljarð virðist hins vegar einhver brella sem óvíst er að skili nokkrum sparnaði þegar upp er staðið.

En þetta kemur í ljós þegar reglugerðin sjálf verður birt, en hún er ekki birt með fréttatilkynningunni. Hafi ég rangt fyrir mér um það það hvað heilbrigðisráðherra virðist vera að gera mun ég að sjálfsögðu leiðrétta þessa færslu.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Missti ég af einhverju? Hver er Ásta?

Ragnhildur Kolka, 15.2.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hárrétt að læknum hefur lengi verið bent á að ávísa ódýrustu lyfjum en þeir hirða lítt um það. Ég held þó að þeir ávísi ekki dýrari lyfjum af því að þau henti alltaf betur heldur vegna vanafestu eða einhvers konar þýlyndis í garð framleiðenda dýru lyfjanna. Með þessu vinna læknar auðvitað gegn almannahag. Engum hefur þó dottið í hug að finna þeim það til foráttu, allra síst læknunum sjálfum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband