Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hvað brást?
Í fréttum í gær var skýrt frá því að faðir hefði verið dæmdur til refsingar fyrir misnotkun á kornungri dóttur sinni. Um þetta var m.a. fjallað á visir.is. Þar kemur fram að maðurinn og móðir stúlkunnar séu bæði skjólstæðingar félagsmálayfirvalda en maðurinn hafði greinst með alvarlega geðsjúkdóma og sé öryrki. Barnaverndaryfirvöld hafi gert kröfu, eftir fæðingu stúlkunnar, að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnsins. Sú krafa náði ekki fram að ganga fyrir dómi.
Mér er spurn. Hvernig má það vera að dómstóllinn hafi brugðist svo hrapalega í þessu máli? Barnaverndaryfirvöld eru seinþreytt til vandræða og gefa foreldrum of oft, að mínu mati, alltof mörg tækifæri til að bæta sig. Sú staðreynd að barnaverndaryfirvöld vildu svipta foreldra telpunnar forsjá hennar strax eftir fæðingu sýnir alvarleika málsins. Af hverju var ekki á þá kröfu fallist? Var málatilbúnaður barnaverndaryfirvalda ekki nægilega vandaður?
Það er þyngra en tárum taki að lesa hvernig kerfið hefur brugðist þessu litla stúlkubarni.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Mikið afskaplega er ég sammála þér. Barn með þroskafrávik nær sér aldrei og þá meina ég aldrei frá þessu, það kann ekki að vinna sig út úr svona gerningi eins og um nokkuð heilbrigt fólk getur gert eða þá lærir að lifa með því.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:42
Hjartanlega sammála færslunni þinni, nóg er fyrir barn sem er seinþroska þurfa takast á við erfiðleika og byrðar þess, hvað þá að vera litað fyrir ævitíð af misnotkun föðurs,það er í mínum huga mesti glæpur sem hægt er að fremja að misnota börn. Og hver eru mannréttindi þess barns sem elst upp við aðstæður sem barnaverndaryfirvöld telja óviðunandi? Svo er stóra siðferðislega spurninginn hvenær er einhver nógu geðfatlaður til að ala upp barn?
Unnur Fríða Halldórsdóttir, 11.2.2009 kl. 16:10
Eða brugðust dómstólar, dómarinn? meðdómendur?
Ég veit það ekki, hef ekki skoðað þennan dóm.
Það er alla vega ekki, samkv. fréttum að heyra, að barnaverndaryfirvöld hafi sofnað á verðinum í þessu máli.
Kolbrún Baldursdóttir, 12.2.2009 kl. 11:04
Það er von að þú spyrjir. Þetta er ein af þeim fréttum sem gera mann hreinlega þunglyndan. En kannski er Kolbrún á réttri leið með að beina athyglinni fremur að dómstólunum en barnaverndaryfirvöldum. Og kannski kemur þarna fram hvað réttur foreldra yfir því að hafa börn sín má sín mikils, bæði í huga almennings og dómstóla. Svo finnst mér það hálf lamsndi umhugsunarefni að hugsa til þess að svona lítið barn man líklega alls ekki á fullorðinsárum hvað það gekk í gegnum þó afleiðingarnar verði kannski virkar í sálarlífi þess. Og á þá að segja barninu frá þessu og vinna með það útfrá því eða hvernig á að taka á þessu hvað það varðar? Sundurtætt sál sem jafnvel veit ekki hvers vegna hún er þannig. En það er ekki auðvelt fyrir þá sem koma til að vinna með barninu hvernig sú vinna verður best gerð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 22:56
Mig langar að bæta við þetta og af fullri einurð og segja það sem einhver verður að segja: Það voru dómararnir sem brugðust í málinu. Einfaldlega. En þá má víst ekki segja það því dómarar eru svo finir. Haldiði svo að viðkomandi dómarar ætli sér að ''axla ábyrgð'' á örlögum barnsins? Fylgjast með því og hjálpa því t.d. fjárhagslega? Sýna í verki að þeim sé ekki sama. Helst gætu þeir bætt fyrir verknað sinn með því að hætta að dæma og snúa sér að öðrum störfum þar sem þeir vinna saklausum börnum ekki tjón. En auðvitað munu þeir bara forðast að hugsa um málið og hyggja að eigin frama í staðinn í lögfræðiheiminum. Aðrir lögmenn munu líka forðast ræða þetta mál nema þá til að verja gerðir dómaranna - fram í rauðann dauðann. Hvaða máli skiptir eyðilagt líf seinþroska manneskju í samanburði við heiður og virðingu lögmanastéttarinar' Alls engu. Það mun reynslan sýna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.2.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.