Leita í fréttum mbl.is

Vitur eftir á ...

Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. En engu að síður bendir alltof margt  til þess að íslensk yfirvöld hafi vitað og gert sér grein fyrir að staða mála væri slæm alveg frá því í ársbyrjun 2008. Í stað þess að grípa til aðgerða virðist hið dæmigerða íslenska viðhorf "Þetta reddast" hafa ráðið för. Til ómælds tjón fyrir fólkið og fyrirtækin reddaðist það ekki.
mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er heldur ekki hægt að réttlæta eða afsaka öll mistök með því að segja "það er auðvelt að vera vitur eftir á". Þetta er mjög góð og athyglisverð skýrsla hjá þeim félögum, Jóni og Gylfa.

Ég held að stór hluti af vandamálinu hafi legið í þekkingarleysi, vankunnáttu og skilningsleysi þeirra sem héldu um stjórnartaumanna, þ.e. Seðlabanka, FME og ríisstjórn.

Guðmundur Pétursson, 10.2.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimili er ein minnsta rekstrareiningin. Heimili sem skilar hamingjusamri fjölskyldu og rekstrarafgangi á hverjum tíma er til fyrirmyndar. Segir okkur yfirleitt að þar séu í forsvari einstaklingar sem hafa náð fullorðins þroska og standi undir ábyrgð. Það þarf ekkert hagfræðipróf til þess, aðeins fullorðinsþroska og lámarksgreind. Það er hægt að gera hlutina flókna en ef það skilar hvorki meiri hamingju eða rekstrarafgangi, þá bendir það nú ekki til mikils fullorðinsþroska eða greindar. Um 100 manna fyrirtæki gildir það sama. 1000 manna fyrirtæki. 100.000 manna fyrirtæki. Íslenska þjóðfélagið er fyrirtæki í sjálfum sér.

Ríkasta þjóð í heiminum getur ekki annað en haft að einfalt og gott ef hæfustu einstaklingarnir eru í forsvari á hverjum tíma. [Ákvarðanatöku]  Sígild frjálshyggja gerir kröfu til almenns fullorðinsþroska. [Fræði eru ágæt í sjálfum sér og yfirleitt einkamál hvers og eins].

Í upphafi skyldi endinn skoða. Gallarnir við ESS hvenær voru þeir hámarkaðir? Gallarnir við OMX kauphöll hvenær voru þeir hámarkaðir? Gallarnir við vöxt sameiginlegra þjóðarframkvæmdavalda hvenær voru þeir hámarkaðir?

Þeir sem spyrja sig ekki svona spurninga verða oft vitrir eftir á. Hinsvegar þeir sem spyrja sig svona spurninga kemur fæst á óvart.

Lámarks hæfniskröfur sem ég geri til forsvarsmanna almennt.

Það er í raun bara þeir sem hafa lágmarks greind og fullorðinsþroska sem bera ábyrgð. Meira segja börn skilja það.

Að fullorðinsþroskinn er á undanhaldi á Íslandi eru afleiðingar forsjárhyggjunnar og miðstýringarinnar. Lögræðisaldurinn var færður upp í 18 ár. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.  Þetta er líka spurning um lámarksgreind og fullorðinsþroska þegar kemur að lagasetningu. Út á sjó standa menn vaktir í góðu veðri það kallast, ábyrgð.  Kjósendur eru þeir tryggingarfélag stjórnmálamanna?

Júlíus Björnsson, 10.2.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband