Leita í fréttum mbl.is

Skiptar skoðanir ...

Það er greinilegt að menn horfa misjafnlega á stöðu bankastjórnar Seðlabankans. Sjálf segist hún engin mistök hafa gert. Aðilar sem horfa á framvindu mála hér á landi frá útlöndum fullyrða að fjölmörg mistök hafi verið gerð.

Ekki treysti ég mér til að dæma um hvort bankastjórn Seðlabankans hafi gert mistök eða ekki. Það er eitt af því sem verið er að rannsaka t.d. af rannsóknanefnd Alþingis. En kjarni málsins er sá að með réttu eða röngu er bankastjórn Seðlabankans rúin trausti, innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Það vantraust kann að vera ósanngjarnt í hennar garð en það er engu að síður staðreyndin. Eins og rifjað hefur verið upp kom upp fyrir nokkrum árum að bankastjórn Landsbankans naut ekki lengur trúverðugleika og trausts meðal almennings. Forsætisráðherrann þá þrýsti á bankastjórnina til að segja af sér og sagði:

"Þinginu og þjóðinni er núna mikilvægast að friður og traust fái að ríkja um Landsbankann á ný, jafnt inn á við sem út á við."..."Landsbankinn er ein mikilvægasta fjármálastofnun landsins og orðspor okkar út á við og inn á við krefst þess að skapað sé traust og friður um bankann. " 

Það er sérkennileg kaldhæðni örlaganna að forsætisráðherrann þá er nú einn þeirra einstaklinga sem skipa bankastjórn Seðlabankans. Forsætisráðherra hefur þrýst á þessa bankastjórn að segja af sér. Einn bankastjóranna hefur brugðist við og beðist lausnar. Hinir sitja enn, m.a. fv. forsætisráðherra sem fannst svo sjálfsagt að önnur bankastjórn segði af sér við svipaðar kringumstæður.


mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband