Leita í fréttum mbl.is

Bæði kynin ...

Það er vissulega fagnaðarefni að ráðherrar eru farnir að átta sig á því að þeir skipa nefndir og ráð og eru því í raun þeir sem stjórna kynjahlutföllum í nefndum, nema í þeim tilvikum þegar utanaðkomandi aðilar tilnefna. Meginreglan hlýtur að vera og á að vera sú að í hverri nefnd sem skipuð er sé sem jafnast hlutfall kynjanna. Það er ekki til fyrirmyndar þegar eingöngu karlmenn eru í nefnd. Með sama hætti er það ekki til fyrirmyndar þegar eingöngu konur eru í nefnd. Rök fyrir jafnræði kynjanna í nefndum hafa verið þau að bæði kynin hafi eitthvað til mála að leggja. 
mbl.is Konur skipa úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kallst kynjajafnrétti hjá vinstrimönnum. Ætli Femínistarnir í VG séu ekki að springa úr gleði vegna jafns hlutfalls karla og kvenna í þessari nefnd?

Haukur (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Í þessari nefnd hér sem fyrrverandi dómsmálaráðherra skipaði eru bara konur. Það brýtur gegn ákvæðum jafnréttislaga.

Hver sér um að kæra það? Þú Dögg?

Sigurður Haukur Gíslason, 5.2.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sigurður Haukur. Skoðun mín breytist ekkert við það hver skipar nefndina. Mér finnst slæmt að eingöngu konur séu í þeirri nefnd sem þú bendir á. Raunar hefði ég talið algerlega nauðsynlegt að þar kæmu bæði kynin að málinu. Þessa nefndarskipan er hins vegar ekkert hægt að kæra, frekar en nefndarskipan samgönguráðherra nú.

Dögg Pálsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ekki hægt að kæra? Eru ráðherrar undanþegnir lögum almennt eða bara jafnréttislögum?

Sigurður Haukur Gíslason, 5.2.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Hver á að kæra? Það yrði þá að vera einhver sem teldi á sér hafa verið brotið. Einhver sem taldi að sig hefði átt að skipa í aðra hvora nefndina. Ég veit ekki til þess að nokkur eigi kröfu á því að vera skipaður í nefnd, hvorki karl né kona. En sjálfsagt má gera athugasemdi til Umboðsmanns Alþingis vegna svona vinnubragða.

Dögg Pálsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband