Mánudagur, 26. janúar 2009
Óvæntur snúningur
Það kemur á óvart að allt í einu skuli Jóhanna Sigurðardóttir dregin upp úr hatti og boðin fram sem forsætisráðherra af hálfu Samfylkingarinnar. Byggir það á því að í skoðanakönnunum nýtur hún mest trausts kjósenda?
Staðreyndin er sú að Samfylkingin setti fram kröfu sem fyrirfram var vitað að Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki fallist á og enginn stjórnmálaflokkur hefði fallist á undir sömu kringumstæðum. A.m.k. gat ég ekki skilið orð stjórnmálafræðings sem verið var að tala við á RÚV með öðrum hætti.
Mér sýnist ljóst að þjóðstjórn verður ekki mynduð enda skilyrði Samfylkingarinnar að hún verði leidd af Jóhönnu Sigurðardóttur. Minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með stuðningi Framsóknarflokksins undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur er sú stjórn sem mynduð verður og mun (vonandi) lafa fram yfir kosningar. En athyglisvert var að utanríkisráðherra útilokaði ekki að fresta kosningum. Hvað skyldi VG, sem hrópað hefur eftir kosningum strax, segi við því, þegar þeir verða komnir í stólana?
Það er kaldhæðnislegt að bankastjórn Seðlabankans situr enn þótt ríkisstjórnin sé fallin. Í raun var það þaulseta bankastjórnar Seðlabanka Íslands sem á endanum felldi ríkisstjórnina.
Jóhanna næsti forsætisráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
VG hefur sagt frá byrjun hrunsins að þeir muni ekki taka þátt í ríkisstjórn nema sem bráðabirgðarstjórn fram að kosningum. Er einhver ástæða til að ætla að þeir standi ekki við það?
Héðinn Björnsson, 26.1.2009 kl. 14:16
Við skulum nú sjá til. Menn eru búnir að tala út og suður í dag. Lengd stjórnarsetu þeirrar stjórnar sem tekur við, þ.e. ef minnihlutastjórn verður, fer eftir því hvað Framsókn er tilbúin til að verja hana lengi vantrausti. Ekki flókið.
Dögg Pálsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:36
Sú staðreynd að Seðlabankastjóri hafi fellt ríkisstjórnina, eins og reyndar flestum má vera ljóst, sýnir svo ekki verður um villst að ástandið innan Sjálfstæðisflokksins er helsjúkt. Væru ekki allir venjulegir einstaklingar með heilbrigða skynsemi farnir? Það er sorglegt að horfa upp á þessa atburðarás eftir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í meira en 20 ár, verið meðlimur í Sjálfstæðisflokknum í 20 ár og varið bæði aðgerðir og persónur Davíðs og Geirs yfir sama tíma. Uppgjörið flokksins við fortíðina hlýtur að verða mun átakameira en margir halda á þessari stundu. Ég get ekki annað en skorað á alla almenna félaga og kjósendur í Sjálfstæðisflokknum að fara að láta í sér heyra með alvöru, meiningu og þunga.
Einar Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.