Leita í fréttum mbl.is

Vegna fortíðar eða framtíðar?

Það kemur á óvart að afsögn viðskiptaráðherra hafi komið utanríkisráðherra á óvart. Hefur ekki legið í loftinu frá því í haust að viðskiptaráðherra kynni að segja af sér? Það sem hefur komið mest á óvart er hversu langan tíma þetta er búið að taka. Hversu vel eða illa viðskiptaráðherra hefur staðið sig er málinu óviðkomandi. Viðskiptaráðherra er að axla það sem löngum hefur verið kallað pólitísk ábyrgð. Slík ábyrgð er stundum öxluð án þess að ráðherrann sjálfur hafi gert eitthvað rangt. Fjölmörg dæmi eru um slíkt erlendis.

Þá er sérkennilegt að utanríkisráðherra segi afsögn stjórnar FME ekki vera uppgjör við fortíðina. Afsögn stjórnar FME er ekki hægt að skoða með neinum öðrum hætti en að stjórnin sé að axla ábyrgð á því að hún kunni að hafa brugðist í sínu hlutverki í aðdraganda bankahrunsins. Með afsögn sinni er stjórn FME jafnframt að gera það mögulegt að nýir aðilar komi að verki í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta ásamt öðru sýnir svo ekki verður um villst að utanríkisráðherra er úti á þekju. Núverandi ríkisstjórn er líklega óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistímanum og ríkir hér í óþökk þjóðarinnar og meirihluta þingmanna.  Það er kannski taboo að nefna á hverju ríkisstjórnin tórir þó allir viti það.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vissulega eru þessi ummæli Imbu sérkennileg. Hafa ráðherrarnir ekki rætt saman undanfarna mánuði ? Ef það er tilfellið að afsögn Björgvins kemur á óvart, verður að telja hana "hnífstungu í bak" formanns Samfylkingar. Varla telst það til eðlilegra samskiptahátta að hlaupa fyrirvaralaust frá verkum.

Því er hins vegar hvíslað á milli manna, að Björgvin hafi flúið sökkvandi skip og hafi talið það þjóna persónulegum frama sínum. Ég er ekki viss um að Samfylkingarfólk muni telja slíkt brotthlaup djarfmannlegt. Hugsanlega mun Imba launa Björgvini lambið gráa, í aðdraganda kosninganna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2009 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Loftur, heldur þú að Imba eigi glæsta framtíð í pólitík?

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú mátt ekki spyrja mig svona erfiðrar spurningar Sigurður. Ég spái hvorki í spil né steina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

að axla ábrygð eftir að vera búnir að klúðra heilu þjóðfélagi og fá klapp á öxlina ? - að axla ábyrgð er að taka ekki að sér hlutverk sem viðkomandi ræður ekki við ? réttindalaus að keyra rútu fulla af fólki og valda óstjórnlegu tjóni og segja síðan af sér, og axla ábyrgð  ?

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband