Leita í fréttum mbl.is

Ólík stemning í höfuðborgum

Í Washington DC ríkir gleði og bjartsýni. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman miðborg Washington DC til að fagna embættistöku Obama. Miklar vonir eru bundnar við Obama. Í honum sjá Bandaríkjamenn nýja tíma, breytta tíma. Obama nýtur víðtæks stuðnings og margir áratugir eru síðan að nýr forseti Bandaríkjanna tekur við með slíkan stuðning. Í Washington DC eru allir glaðir í dag.

Í Reykjavík virðast mótmælin vera að taka nýja stefnu. Hálfgert umsátursástand er á Austurvelli og hefur verið frá hádegi. Síðustu fréttir herma að fólki í mótmælunum fjölgi eftir því sem líður á kvöldið. Óánægjan fer vaxandi að því er virðist. Mér sýnist að mótmælendurnir á Austurvelli séu hvorki glaðir né bjartsýnir.

Það er því gerólík stemning í þessum tveimur höfuðborgum nú í kvöld.


mbl.is Gleðin er við völd í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæl Dögg.

Til undirbúnings landsfundinum, langar mig að setja inn hjá þér síðasta blogg mitt. Hugsanlega vekur það einhvern:

Það bezta sem Sjálfstæðisflokkurinn getur lagt til málanna í núverandi stöðu, er að samþykkja ályktun um upptöku sterks gjaldmiðils, sem hefur bakstuðning af US Dollar og gefinn verður út af Myntráði. Ef þetta verður ekki gert, hefur flokkurinn brugðist þjóðinni, hvað efnahagsmálin varðar. Vegna þessa brýna verkefnis landsfundar, hef ég dregið upp eftirfarandi drög að ályktun um gjaldmiðilsmálin:

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktar, að efnahagslegur stöðugleiki sé mikilvægasta viðfangsefni efnahagsstjórnunar landsins. Til að koma á stöðugleika við núverandi aðstæður er brýnast að hindra gengisflökt gjaldmiðilsins. Taka verður upp sterkan Íslendskan gjaldmiðil, sem hefur bakstuðning sterks alþjóðlegs gjaldmiðils.

Landsfundurinn telur, að vænlegasti kostur þjóðarinnar sé Íslendskur Dalur, sem nýtur bakstuðnings í varasjóði með Bandarískan Dollar sem stoðmynt. Jafnframt lýsir landsfundurinn yfir stuðningi við stofnun Myntráðs Íslands, sem hefur það verkefni eitt, að gefa út og viðhalda hinum nýja gjaldmiðili, auk þess að ávaxta varasjóðinn í US Dollurum, sem á hverjum tíma verður að verðmæti rúmlega 100% útgefinnar myntar.

Landsfundurinn telur æskilegt, að skiptihlutfall Íslendska Dalsins (ISD) og Bandarísks Dollars (USD) verði 1 ISD = 1 USD, til að auðvelda viðskipti innanlands með báða gjaldmiðlana. Jafnframt verði Seðlabanki Íslands lagður niður, á hæfilegu tímabili og Íslendska Krónan tekin úr umferð. Skiptigengi Krónunnar gagnvart Íslendska Dalnum verði ákveðið af stjórnvöldum, í samráði við viðurkennda erlenda sérfræðinga.

Þeir sem vilja koma á framfæri tillögum um breytingar á þessum drögum að ályktun, geta send mér hugmyndir sínar á: hlutverk@simnet.is

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...var einmitt að hugsa það sama í dag um kl.1700...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi tekst okkur að byggja heiðarlegra og betra Ísland úr rústunum þó við verðum fátækari eftir að Mattadorpeningarnir hverfa. 

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Getur verið að ástæðan fyrir gleðinni í Bandaríkjunum sé sú að þar fékk fólk að kjósa? Kom frá óhæfum pólitíkusi og fékk annan í staðinn sem nýtur trausts?

Kannski það væri reynandi hér líka, er það ekki Dögg?

Viðar Eggertsson, 21.1.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Getur ekki verið að boðskapur hans sé örlítið meira til hægri en sá sem okkur er boðið uppá. Þjóðarást og anti-frjálshyggja meðal annars.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 05:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki er USA í óða önn að innleiða ESS reglugerðir.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 05:56

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað eru Bretar að gera í ljósi heimskreppu hjá sér.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 05:58

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Obama gaf alþjóða tækifærisinnum skýr skilaboð.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 06:02

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mótmæli eins og þessi, í litlu landi, þar sem enginn er í raun fátækur og sveltur, og þar sem spillingin er eins og sunnudagaskóli KFUM og K miðað við önnur lönd, er tímabundin firring. Geðheilsan raskast greinilega hjá sumum í skammdeginu. Aðrir eru bara að skemmta sér og andskotanum, snapa fæting við lögguna og leika frummenn og berja bumbur. Í örvinglan getuleysis sjálfs síns vill þetta fólk líka eyðileggja fyrir þeim sem reyna þó að gera eitthvað við efnahagsástandinu, þótt hægt gangi. Hélt fólk að "endurreisnin" mótaðist eins hratt og hið ruglaða ævintýri vanhyggjunnar, sem nú er úti?

Bandaríkjamenn gleðjast yfir litlu og vita í raun ekkert hvort ástandið hjá þeim batni heima fyrir með Obama. Obama hefur ekki spilað einu einasta korti út.

Það er er skrýtið að sjá mann eins og hann Viðar Eggertsson að tala um að kosningar vanti eins og í Ameríku. Kaus Viðar ekki síðast í Alþingiskosningum?  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2009 kl. 08:16

10 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Skoðaðu Viðar það sem ég var að blogga núna - en tek undir með Vilhjálmi Erni. Það vill svo til að hér voru reglulegar Alþingiskosningar fyrir tæpum tveimur árum. Þannig að samlíkingin á ekki við að því leyti.

Dögg Pálsdóttir, 21.1.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband