Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Tákn og minnisvarði
Held að segja megi að þessi háhýsi um allan bæ séu séu tákn góðærisins og minnisvarðar hrunsins. Turninn við Borgartúnið er óskiljanlegur. Hann passar engan veginn í umhverfið. Það hefði aldrei átt að leyfa þessa byggingu á þessum stað. Og það er rétt, ámátlegt er ýlfrið sem berst um allt hverfið þegar vindurinn gnauðar í gegnum hann. Það vonandi þó hverfur þegar hann er fullglerjaður. Vonandi verða hinir tveir turnarnir, sem búið var að veita leyfi fyrir, aldrei reistir. Turninn við Borgartúnið er varanlegur minnisvarði slæma skipulagsmistaka borgaryfirvalda. Fleiri slík minnismerki, frá eldri tímum, eru útum allan bæ.
Táknmynd góðæris eða kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 392214
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Verktakar og braskarar hafa ráðið öllu skipulagi á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, og því endum við uppi með forljót hús út um allar trissur.
Einnar línu speki, 15.1.2009 kl. 13:16
Ég vinn í næsta húsi við þennan blessaða turn. Látum liggja milli hluta hvort byggingin sé falleg eða ljót. Aldrei hef ég heyrt neitt ýlfur frá honum sem er meiri en það venjulega vingnauð sem við klakabúar megum búa við flesta daga.
Sé ýlfur mun það væntanlega hverfa þegar búið verður að loka turninum.
Svo er annað: Ef þessir turnar eru svona svakalegir, ljótir, skapa vindgnauð, varpa skuggum svo eitthvað sé nefnt þá vaknar sú spurning í huga mér hvers vegna stofnanir og fyrirtæki telja jafn eftirsóknarvert að flytja starfsemi þangað og raun ber vitni?
Sveinn Ingi Lýðsson, 15.1.2009 kl. 13:29
Jú Sveinn Ingi, það er vegna þess að fegurðarskyn þeirra sem reka stofnanir og stórfyrirtæki er skaddað. Þeir sjá fegurð í tákmyndum kapítlismans. Glerhöllin er í kaldhæðni sinni ein þeirra.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:40
Það er nú svo að þetta mál skrifast á Reykjavíkurborg.
Vandamálið er að út um allan bæ eru svæði sem er ekki búið að deiliskipuleggja en það býður þeirri hættu heim að menn kaupi of dýrt og skipuleggi svo sjálfir eitthvað sem ekki á heima á svæðinu.
Annað vandamál er að borgin hefur látið menn komast upp með að leggja til breytingar á áður samþykktu deiliskipulagi með það sama fyrir augum.
Það er ekki verktaka að stoppa sjálfan sig, þeirra hugsun er skýr. Þetta er verkefni skipulagsyfirvalda um það hvernig þeir sjá sjá borgina.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:57
Tek undir með Magnúsi. Einhvern veginn hefur það orðið tabú að byggja hátt og myndarlega. Það er líka tabú að byggja þétt. Í þess stað sitjum við uppi með höfuðborgarsvæði sem samsvarar milljónaborgum með gisinni lágreistri byggð svo að vindurinn fái nú að njóta sín og blása okkur hressilega um kinn.
Þessi dreifbýlisstefna kostar okkur gífurlegar upphæðir í formi dýrra samgöngumannvirkja, hitaveitu, raf-, vatns- og skolplagna. Vegna þessa líkist Reykjavík amerískum smábæ sem maður veit varla hvort er þéttbýli eða dreifbýli. Hvergi myndast mannlífstorg, einfaldlega vegna þess að íbúarnir eru svo fáir per hektara. Samgöngur eru í formi einkabíla vegna þess að ekki er grundvöllur undir strætisvagnakerfi. Fáir farþegar sjá sér hag í að ferðast með strætó langar vegalengdir.
Þetta veldur umferð sem er í engu samræmi við íbúafjöldann með tilheyrandi, mengun, hávaða, svifryki og slysahættu. Í mínum huga er táknmynd góðærisins risaeinbýli með enn stærri lóðum og risastórum auðum svæðum á á milli. Þetta er að fara illa með landið.
Sveinn Ingi Lýðsson, 15.1.2009 kl. 15:31
Ég fullyrði og raunar veit - það ýlfrar um allt hverfið þegar hreyfir vind. Hræðilega ámátlegt hljóð.
Dögg Pálsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.