Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Skiljanlegt en ...
Auðvitað hefur maður mikinn skilning á því að starfsmenn séu miður sín og kalli á skýringar á þeim breytingum sem boðaðar eru. Þeir hafa þegar bent á atriði sem þarf að svara - t.d. hver er skynsemin í því að allir starfsmenn fari að keyra daglega til og frá Keflavík, þar sem þeim býðst nýr vinnustaður, ef marka má fréttirnar.
En mér þótti slæmt að heyra að brugðist hafi verið við með því að hætta við aðgerð á sjúklingi, sem búinn er að bíða lengi eftir aðgerðinni. Ef marka mátti kvöldfréttir RÚV var eingöngu hætt við aðgerð sjúklingins sem viðbrögð starfsfólks við tíðindunum. Ef rétt er þá eru mótmæli starfsfólks látin bitna á saklausum sjúklingum. Til þess hafa starfsmenn ekki leyfi.
Starfsfólkið miður sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Jafn skiljanlegt og leyfi til gruns um þetta ? :
Breki Logason skrifar:
Saga Capital fjárfestingarbanki fór fram á það í dag að fá fyrirtækið Insolidum ehf, sem er í eigu Daggar Pálsdóttur varaþingmanns og hæstaréttarlögmanns og sonar hennar Páls Ágústs Ólafssonar, til umráða.
Fyrirtækið vill bankinn fá vegna rúmlega 320 milljóna króna skuldar Insolidum vegna kaupa á stofnfjárbréfum í Spron sem bankinn sá um að fjármagna.
Það var þétt setið í dómssal 102 klukkan 13:15 í dag þar sem helstu fjölmiðlar landsins voru mættir til þess að fylgjast með málinu. Um er að ræða fyrsta málið í langan tíma þar sem svokölluðu veðkalli er ekki svarað og farið er dómstólaleiðina.
Insolidum er í eigu Daggar og sonar hennar og eru eignir félagsins einungis metnar í hlutabréfum. Saga Capital lánaði fyrir kaupum á stofnfjárbréfum í Spron en Insolidum keypti 0,5% í Spron áður en Sparisjóðurinn var settur á markað þann 23.október.
Fram kom í dag að skuldin nemur rúmum 320 milljónum króna en Insolidum keypti stofnfjárbréfin í Spron á 582 milljónir króna.
Insolidum hefur nú þegar afhent bréf sín til Saga Capital en bankinn vill fá fyrirtækið í heild sinni þar sem eignir Insolidum nái ekki upp í skuld félagsins við bankann.
Dögg og sonur hennar lögðu fram veð í fyrirtæki sínu og er það ástæða þess að Saga Capital gerir svokallað innsetningarkröfu í fyrirtækið.
Eins og margir vita féllu hlutabréf í Spron mikið eftir að félagið var sett á markað en upphafsgengi í félaginu var 18,9. Í dag er t.a.m gengi félagsins rúmlega 7. Á fyrstu tveimur mánuðunum í Kauphöllinn féll fyrirtækið um 50%.
Staðan á hlutabréfamarkaðnum undanfarið hefur gert það að verkum að svokölluð veðköll hafa verið tíð. Það kom m.a. fram í fjölmiðlum að í nóvember hefðu verið yfir 600 veðköll í landinu.
Þegar Saga Capital gerir veðkall vegna skuldar Insolidum neitar fyrirtækið að svara veðkallinu og vildi heldur ekki selja bréfin. Insolidum vildi heldur ekki greiða ákveðna viðbótartryggingu eins og um var samið. Veðkallið hljóðaðið upp á um 320 milljónir sem var í samræmi við verðfall á bréfunum í Spron.
Svar Daggar tveimur klukkustundum eftir að bankinn sendir út veðkallið var á þá leið að hún sæi ekki ástæðu til þess að "panica". Þau litu á fjárfestinguna til langstíma og að staðan á markaðnum væri ekki eitthvað sem vert væri að gera veður útaf.
Tveimur dögum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og talar Dögg þá um að hún sé ekki hrædd við að taka málið til umfjöllunar.
Dögg riftir þá samningum þeim sem gerðir höfðu verið vegna málsins en þá hafði Dögg kannað málið og setur spurningamerki við söluna á bréfunum í upphafi. Þar telur hún m.a að um ólögleg innherjaviðskipti hafi verið að ræða og að hún og sonur hennar hafi verið blekkt með kaupunum.
Málið er langt frá því að vera einfalt og tókust lögfræðingar hart á í dómsalnum í dag.
Meðal annars er ágreiningur um það hvort Insolidum hafi haft frumkvæði að kaupum á bréfunum eða hvort Saga Capital hafi boðið þeim bréfin til kaupa að sínu frumkvæði.
Vitnað var í tölvupóst frá Páli Ágústi til starfsmanns lánasviðs bankans þar sem hann sagði félagið hafa hug á að bæta við sig hlutum í Spron áður en fyrirtækið færi á markað.
Skömmu síðar hefur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri bankans samband við Pál Ágúst og bíður honum til kaupa hlutinn, sem þau svo keyptu.
Þarna vilja Dögg og sonur hennar meina að svokallaðir kínamúrar hafi verið brotnir en það kveður m.a á um að sölu- og lánasvið megi ekki hafa samráð sín á milli.
Þetta kallaði lögfræðingur Saga Capital góða þjónustu í dómssalnum í dag. Því mótmælti lögfræðingur Insolidum.
Sá þáttur er snýr að innhverjasvikum spilaði einnig stórt hlutverk í dag. Lögfræðingur Saga Capital kallaði þann hluta málsins samsæriskenningu sem stæðist ekki. Því mótmælti lögfræðingur Insolidum og rakti þann þátt málsins.
Dögg og sonur hennar vilja meina að stjórnarmaður í Spron hafi búið yfir upplýsingum sem almenningur hafi ekki haft á sinni könnu.
Í máli lögfræðings Insolidum kom fram að einn aðaleigandi Sundagarða hf, Gunnar Þór Gíslason, situr í stjórn Spron. Þann 17.júlí er svokölluð samrunaáætlun undirrituð á stjórnarfundi Spron. Þar lá fyrir mat á markaðsvirði félagsins sem unnið var af Capacent. Verðmatið hljóðaði upp á 59,4 milljarða.
Sundagarðar hf er einn af aðaleigendum Saga Capital en hlutur þeirra er í kringum 11%.
Þremur dögum eftir þennan fund stjórnar Spron hringir forstjóri Saga Capital í Pál Ágúst og bíður honum til sölu umrædd bréf í Spron. Insolidum kaupir síðan 0,5% hlut á 560 milljónir sem þýðir að Spron var metið á yfir 100 milljarða.
Deilan snýst því aðallega um hver það var sem átti bréfin sem Insolidum keypti. Saga Capital segist hafa selt bréfin úr eigin safni en Insolidum telur augljóst að bréfin hafi verið í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar stjórnarmanns Spron og eins af eigendum Saga Capital.
Í máli lögfræðings Insolidum í dag kom fram að ef bornir eru saman listar frá 17.júlí, þegar verðmatið lá fyrir á stjórnarfundinum sem Gunnar sat, og síðan 24.júlí þegar búið var að selja þeim bréfin. Kemur í ljós að Gunnar var búinn að selja tæp 2% af stofnfjárbréfum sínum. Fór hann úr 5% niður í 3%.
Saga Capital hafi aldrei á þessum tíma verið tilkynntur eigandi bréfanna.
Í dag var einnig rætt um kaupnótu sem gerð var vegna kaupanna og er dagsett þann 27.júlí. Þar kom ekkert fram um hver eigandi bréfanna var og viðurkenndi lögfræðingur Saga Capital að um mistök hefði verið að ræða. Það skipti hinsvegar ekki máli þar sem ljóst sé hver eigandi bréfanna var, Saga Capital.
Lögfræðingur Insolidum segir hinsvegar að slegið hafi verið upp þagnarmúr af hálfu Spron, Sundagarða og Saga Capital um hver eigandi bréfanna var. Það eina sem sýni fram á að það hafi verið Gunnar Þór Gíslason séu stofnfjárskrárnar frá 17.júlí og 24.júlí þar sem hann sé sá eini sem selt hafi svo stóran hluta.
Saga Capital segist ekki geta upplýst um hvar bankinn keypti bréfin en Insolidum segir það skipta höfuðmáli.
Í dag fór einungis fram aðalmeðferð í málinu og var það lagt í dóm. Dómari sagði niðurstöðu að vænta á næstunni.
Lögfræðingur Insolidum impraði á því í lok máls síns að ef dómari samþykkti að Saga Capital fái fyrirtæki Daggar og sonar hennar verði ekki hægt að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Því þá verði skipt um stjórn í félaginu og hin nýja stjórn hafi lítinn áhuga á að rannsaka meint ólögleg viðskipti við sjálft sig.
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:40
Ef þú ætlast til svars Bjarni Hallsson þá skaltu spyrja skýrar.
Dögg Pálsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:53
Mér þætti nú vænt um að þú svaraðir spurningum mínum í bloggi þínu um Skynsamlegar tillögur.
Annars varðandi þessa bloggfærslu þína hérna, þá þykir mér orðalagið þitt vísa til skilningsleysis hjá þér varðandi réttindi og raunir þessa starfsfólks. Og ekki finnst mér það heldur heiðarlegt né stórmannlegt af Guðlaugi Þór að koma svona í bakið á starfsfólkinu á spítalanum með því að láta það frétta af þessum ákvörðunum eftir blaðamannafund. ???
Og það var nú heldur ekki eins og hann hefði verið skilinn eftir á skurðaborðinu með opinn skurð.
Þeir sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta steinum.
Hefur þú einhvurn meiri rétt til að væna þetta starfsfólk um óheilindi í starfi þegar þú stendur í málaferli sökuð um óheilindi í starfi sjálf ?
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.