Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Er lífið hringur?
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er eilífðarviðfangsefni. Sjálfsagt er ýmislegt sem mælir með því að rekstur heilbrigðisþjónustu, a.m.k. heilsugæslustöðva, sé hjá sveitarfélögum. En mér finnst svo kúnstugt hvað lífið gengur í hring. Kringum 1990 - meðan ég var enn í heilbrigðisráðuneytinu - var allur rekstur heilsugæslustöðva færður frá sveitarfélögum til ríkisins af því að sveitarfélögin treystu sér ekki til að annast þessa þjónustu. Sá kostnaður sem þau þurftu að standa undir vegna þessa reksturs var þeim um megn. Stærsti hluti rekstrarkostnaðarins, þ.e. laun lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra var þó greiddur af ríkinu. Þess vegna var í einhverjum viðræðum milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu ákveðið að losa þau undan því oki að taka þátt í rekstri heilsugæslunnar. Nú, tæplega tveimur áratugum síðar virðast a.m.k. sum sveitarfélög vilja fá þennan kaleik til sín aftur, en sennilega allan peninginn með líka frá ríkinu.
Ég held að áður en lengra verður haldið á þessu sviði eigi að lögfesta lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum og gera sveitarfélög stærðarlega í stakk búin til að taka að sér margvíslega nærþjónustu við íbúana, m.a. heilsugæslu. Það nálgast það að vera brandari að lög leyfi samfélagi 50 einstaklinga að vera sveitarfélag, en það er lágmarksíbúatala í sveitarfélagi skv. 1.mgr. 6. gr. sveitarstjórnarlaga. Rætt hefur verið um að breyta þessu lágmarki í 1000.Verður ekki betur séð en að það sé ekki einvörðungu skynsamlegt heldur nauðsynlegt að lögbjóða a.m.k. þá stærð á sveitarfélagi, eigi að fela þeim verkefni sem hingað til hafa verið á könnu ríkisins.
Sveitarfélög vilja koma að rekstri heilsugæslustöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þessu var nú ekki alveg svona farið eftir mínu minni. Sveitarfélögin voru fyrts og fremst að kikna undan framlögum sínum til sjúkrasamlaganna og voru þau mun þyngri í skauti en þeirra hlutur í rekstri heilsugæslunnar. Margir sveitarstjórnar menn höfðu engan sérstakan áhuga á að losna við heilsugæsluna enda dæmigerð nærþjónusta, sem þeir vildu hafa hönd í bagga með, hvernig rekin væri. Þar sem ég var á þessum tíma tók heilsugæslan um 5% af tekjum sveitarfélaganna og ætíð góð sátt um þessi útgjöld.
Það voru því mistök að mínu mati að litið var á þetta sem einn pakka og óþarflega langt gengið við þessa nýju verkaskiptingu.
Sigurbjörn Sveinsson, 6.1.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.