Leita í fréttum mbl.is

Þolmörk könnuð?

Það er ólíðandi að þátttakandi í mótmælum verði fyrir skemmdarverkum og eignaspjöllum. Það er óþolandi og ólíðandi að fáeinir óróaseggir blandi sér í hóp friðsamra mótmælenda og breyti mótmælum þeirra í ólæti og eignaspjöll. Það er greinilegt að í hóp friðsamra mótmælenda eru að blanda sér einstaklingar sem vilja læti, vilja skemma, eru að kanna hversu langt þeir komast. Eftir þessu hefur lögreglan tekið, sbr. þessa  frétt á visir.is. Þessi fámenni hópur er greinilega að kanna þolmörk lögreglunnar. Spurningin er: Hversu lengi ætlar lögreglan að líða eignaspjöll og skemmdarverk af hálfu þessa fámenna hóps án þess að grípa til aðgerða. Og af hverju sjá forsvarsmenn hinna friðsömu mótmæla ekki að verið er að misnota þá? Af hverju láta þeir líðast að þeirra mótmæli séu yfirtekin af þessum fámenna hópi? Hver eru þolmörk friðsömu mótmælendanna gagnvart óróaseggjunum? Það eru mannréttindi að mótmæla. En það hefur ekkert með mannréttindi að gera að skemma og eyðileggja eigur annarra. Og það skiptir engu máli hvort eignirnar sem skemmdar eru eru í einkaeigu eða opinberri eigu.

Skemmdarverk og eignaspjöll á ekki að líða - sá eða þá sem stóð(u) að eignaspjöllunum sem um er talað er um í þessari frétt á að draga til ábyrgðar. Með sama hætti á að draga til ábyrgðar þann eða þá sem stóðu að skemmdunum á búnaði stöðvar 2 á gamlársdag og öðru skemmdarverkum upp á síðkastið.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Trúir þú öllu gagnrýnislaust sem löggan segir?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Eftir nýjustu fréttum lítur út fyrir að starfsmaður Seðlabanka hafi gengið hvað lengst í óspektunum.

hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Og það nýjasta er að það sé búið að ritstýra fréttum af þessum starfsmanni Seðlabankans, sem sagt búið að loka á blogg tengingu við frétt þar sem hann reynir að ljúga sig útur málinu.

Ég spyr þig, Dögg, styður þú svona vinnubrögð?

FLÓTTAMAÐURINN, 3.1.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Tek undir með "Flóttamanninum" og spyr þig Dögg:

a) Styður þú að Morgunblaðið hafi rofið möguleika fólks á að blogga við fréttina um hagfræðing Seðlabankans og Evrópunefndarmann Sjálfstæðisflokksins að segjast hafa veruið að verja sig, þegar myndbandsfrétt sýnir hann veitast að fólki og ógna því?

b) Styður þú fyrrnefndan hagfræðing í málsvörn hans, með tilliti til þess sem sést á nefndu myndbandi?

c) Eins langar mig að spyrja þig sem lögmann sem vilt borgaralega hlýðni (samanber þessa bloggfærslu),: Hvað segja lög um slíka hegðun opinbers starfsmanns?

Með fyrirfram þökk.

Viðar Eggertsson, 3.1.2009 kl. 02:10

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Góður Eggert...

Og gaman væri að spyrja hvort það sé réttlætanlegt að beita grófu líkamlegu ofbeldi gegn manni sem hefur brotið rúðu í bílnum þínum þó hann hafi sest niður á jörðina og gefist upp eftir verknaðinn?

Er sem sgat réttlætanlegt að beita grófu líkamlegu ofbeldi þeim sem unnið hefur eignaspjöll þegar ekkert bendir til þess að sá hinn sami muni beita nokkru ofbeldi?

Í alvöru Dögg - þú, eins og aðrir, verður að vera réttlát þegar kemur að því að dæma gjörðir fólks en ekki skoða alltaf heiminn með bláu gleraugunum ef þetta samfélaga á að eiga sér viðreisnar von.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 04:25

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Úpps ég ætlaði að segja Viðar en ekki Eggert þarna í byrjun. Afsakið Viðar Eggertsson.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 04:26

7 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það kom mér nú ekkert sérstaklega á óvart að hún legði ekki í að svara okkur.

FLÓTTAMAÐURINN, 4.1.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Auðvita ekki - hún vill fá borgað fyrir það!

Þór Jóhannesson, 4.1.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband