Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúar þjóðarinnar?

Formaður VG var að enda við að kalla þennan háværa hóp mótmælenda, sem nú er með læti fyrir utan Hótel Borg, fulltrúa þjóðarinnar. Ég leyfi mér að efast um að svo sé enda veit ég ekki hverjir kusu þessa einstaklinga til að koma fram sem fulltrúa þjóðarinnar. Ég held að þjóðin sé ekki ánægð með þessi læti og þá eyðileggingu sem hópurinn er að reyna að standa fyrir.
mbl.is Hafa ruðst inn á Hótel Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held það sé hollt fyrir alla sem telja sig geta talað fyrir hönd hóp fólks að íhuga nú vandlega hvaðan það umboð er komið eða hvort það sé ennþá í gildi.

Mig grunar að þeir 200 mótmælendur sem núna eru fyrir utan Hótel Borg sé betri þverskurður þjóðarinnar og tali frekar fyrir hönd hennar en þeir 63 þingmenn sem nú sitja á þingi.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:44

2 identicon

Ég er einn af þeim reiðu en þetta pakk styð ég ekki. Þeir skemma meira en hitt með þessari vitleysu.

djöfulls pakk.

oskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:55

3 identicon

Greinilega efnilegur stjórnmálamaður í þér. Þú kannt allavega þá listina vel að snúa út úr orðum annarra, því það kom skýrt fram að Steingrímur var að tala um þá sem hafa mætt á Austurvöll sl. mánuðina og haldið uppi friðsamlegum mótmælum.

Kristján (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ég virði skoðun þína en er algerlega ósammála.

Dögg Pálsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir sem eru fyrir utan Hótel Borg eru meiri fulltrúar mínir en þeir sem inni eru, þó svo að þeir sem inni eru hafi fengið atkvæði mitt fyrir 20 mánuðum síðan.  Það stendur ekki steinn yfir steini af kosningaloforðum þeirra.

 2009 hatGleðilegt ár. 





Magnús Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 15:01

6 identicon

Þið farið nú að verða eins og gömul rispuð plata þarna úr Valhöllinni og öll í frasapólítíkinni, á nú að þvæla málið endalaust með því að rífast um það hvort einhverjir séu fulltrúar þjóðarinnar eða ekki. Það kalla ég að fjalla um aukaatriðin frekar en aðalaðtriðin.

Er það nema von að fólk sé reitt og vonlaust?

Sólveig Lind Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Þjóðin er ekki einsleitur hópur og mótmælendur geta alveg eins verið fulltrúar hluta þjóðarinnar eins og hver annar hópur. Ég lít t.d. ekki á Sjálfstæðisflokkinn sem fulltrúa minn en ég er samt hluti af þjóðinni. Frekar lít ég á þá mótmælendur sem voru fyrir utan Borgina sem fulltrúa mína og skemmdarverk þeirra blikna mjög í samanburði við þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á efnahagi þjóðarinnar sem bitna á komandi kynslóðum.

Tómas Ingi Adolfsson, 31.12.2008 kl. 15:10

8 Smámynd: Frosti Heimisson

Sæl Dögg og gleðilegt ár.

Nei... þessir 300 ungliðar eru líklega flestir veiddir úr skrifstofu ónefnds stjórnmálaflokks niðri í miðbæ.  Það er sorglegt að þessi skemmdarverk skuli hreinlega hafa fengið að ganga svona langt án inngrips lögreglu.  Þessir fáu einstaklingar svara ekki fyrir hönd þjóðarinnar, það er nokkuð ljóst.  Held að þeir hafi líka skotið sig svolítið hressilega í fótinn með að hafa eyðilagt búnað Stöðvar 2.  Þeir fá líklega ekki jákvæða umfjöllun á þeim bænum hér eftir.  

Hafðu það sem allra best í kvöld og skemmtu þér vel.

Frosti Heimisson, 31.12.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Frosti Heimisson

og Tómas.  Eigum við þá að halda áfram að skemma, brjóta og bramla?  Er ekki réttara að horfa fram á við og leysa vandamálin?  Hvernig væri það sem nýársheit?

Komandi kynslóðir geta náttúrulega flutt til annarra landa eins og Reykvíkingar út á Seltjarnarnes vilji þeir komast í skuldlaust umhverfi.

Frosti Heimisson, 31.12.2008 kl. 15:12

10 identicon

Ef það er eitthvað sem við höfum lært undanfarna 3 mánuði þá er það það að þeir sem við kusum á vormánuðum 2007 til þess að gæta hagsmuna okkar buðu sig fram fyrst og fremst til þess að gæta eigin hagsmuna. Þetta fólk settist á þing fyrst og fremst sem sínir eigin fulltrúar. Enda situr alllt þetta fólk ennþá og stendur í vegi fyrir öllum breytingum.

Sama má segja um þessa mótmælendur. Þeir eru fyrst og fremst eigin fulltrúar. En sem slíkir og í krafti fjöldans eru þeir betri þverskurður þjóðarinnar og endurspegla frekar rödd hennar.

Ef í þessum hóp eru 15-20 manns sem eru tilbúnir til þess að grípa til skemmdarverka, og það ber að harma, þá er það samt sem áður endurspeglun á ákveðnum viðhorfum sem mig grunar að á eftir að vaxa fylgi ef ekkert fer að hreyfast hérna.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband