Leita í fréttum mbl.is

Hvað meinar þessi maður?

Það þarf ekki þennan mann til að segja okkur að árið 2009 verði mjög erfitt ár. Ég held að við Íslendingar a.m.k. séum algerlega búnir að ná því.  Og við erum líka búin að fatta að árið 2010 verður að öllum líkindum einnig mjög erfitt.

En það er sérkennilegt að heyra frá þessum manni að það sé nauðsynlegt að auka útgjöld hins opinbera. Ég hef skilið það svo að við værum að gera hið gagnstæða nú í fjárlagafrumvarpi 2009, að kröfu stofnunarinnar sem þessi maður stýrir. Einhvern veginn finnst mér ekki að orð þessa manns og kröfur AGS fari saman.

Og í framhjáhlaupi: Prófarkales mbl.is ekki fréttir sínar? Það eru meiri villur í þessari frétt en boðlegt er fyrir jafn ágætan miðil og mbl.is er.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þetta eru svipuð fræði og stýrivaxtahækkunin á Íslandi að kröfu AGS meðan öll önnur lönd lækka þessa sömu vexti.

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvar eru svo gögnin um að AGS hafi farið fram á þessa niðurskurða-gjörninga???

Það eina sem maður heyrir er að þetta og hitt sé gert að kröfu AGS en engar sönnur eru færðar fyrir því.

Ekki ætla ég að taka trúanlega það sem vitleysingarnir prumpa útúr sér á hinu háa Alþingi.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 21.12.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband