Leita í fréttum mbl.is

Kom að því

að alþingmenn áttuðu sig á því að þeir fara með löggjafarvaldið. Alþingismenn þurfa ekki að bíða eftir lagafrumvörpum frá framkvæmdavaldinu. Þeir geta einfaldlega samið lagafrumvörpin sjálfir (hugsanlega með utanaðkomandi aðstoð eins og í þessu tilviki) og síðan unnið þeim brautargengi í gegnum Alþingi. Þetta mál er gott mál og til hreinnar fyrirmyndar. Vonandi koma fram eftir áramót fleiri þingmannafrumvörp sem fá jafn skjóta og góða afgreiðslu í gegnum hið háa Alþingi og þetta frumvarp fékk. Það er nóg af þörfum og brýnum málum sem alþingismenn geta með þessum hætti látið til sín taka og afgreitt. Sigurður Kári á hrós skilið fyrir frumkvæðið ásamt þeim sem frumvarpið fluttu með honum.
mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú er bara spurning hvort menn séu komnir á bragðið og þetta verði algengara í framtíðinni.  Það er kominn tími til að Alþingi festi sig í sessi sem sjálfstæður aðili, a.m.k. óháðari framkvæmdarvaldinu en hingað til.

Marinó G. Njálsson, 21.12.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

("Með utanaðkomandi aðstoð............. var ófær um það sjálfur?") Þetta eru önnur lögin sem koma frá þingmanni frá 1843. Hitt er sólahringsljósatími Salóme Þorkelsdóttur sem var "leyft" að komast í gegnum þingið vegna þess aða hún var forseti þingsins. Lausaganga hunda er ekkil leyfð í þingsal.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi...góður púnktur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:50

4 identicon

Er að ekki rétt að Sigurður Kári átti ekki hugmyndina að þessu frumvarpi heldur brást hann við þegar fólk utan þingsins vakti athygli á því að fresturinn til að höfða mál væri að renna út? Í þeim hópi var Helgi Áss sem samdi framvarpið með Sigurði Kára, í þeim hópi var líka fólkið í indefence.is og í þeim hópi voru breskir lögmenn. Bara svona að muna og viðurkenna þátt annarra!

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Dögg og við vitum jú að Sigurður Kári hefur lagt gjörva hönd á margt í lagasetningum þingsins og þá ekki síst í Menntamálunum. Hvað varða ummæli sumra þeirra sem eru hér á undan mér þá er vægast sagt ekkert um orð þeirra að segja en það að öfundsýkin og svartsýnisrausið fylgir alltaf sumu fólki. Umræðan um frestinn var ekkert einkamál Önnu Benkovic - Sigurður Kári hafði hinsvegar manndóm í sér til þess að gera eitthvað í málinu - ég veit ekki til þess að Anna þessi hafi lagt hönd á plóg við eitt eða neitt til lausnar þeim verkefnum sem blasa við okkur - skv. nafninu hefur hún þó - að því er virðist sótt upprunann að utan eða komið með hann með sér - ef henni mislíkar vistin er henni frjálst að fara og ætti að gera það frekar en að reyna að gera lítið úr verkum manna á borð við Sigurð Kára.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.12.2008 kl. 06:54

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Kristján Sigurður. Þú hefur greinilega aldrei flett Alþingistíðindum úr því að þú fullyrðir þetta. Það vill svo til að Alþingistíðindin sýna að t.d. um miðja síðustu öld var það mjög algengt að þingmenn legðu fram lagabálka sem síðan voru samþykktir sem lög. Það er síðari tíma fyrirbrigði að Alþingi fór að líta á sig sem stimpil fyrir framkvæmdavaldið og hætti að veita framgang lagafrumvörpum frá óbreyttum þingmönnum og lét þau nánast undantekningalaust daga uppi í nefnd. Ég segi lét - í trausti þess að þetta vinnulag heyri nú sögunni til. Batnandi mönnum er best að lifa.

Dögg Pálsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband