Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hulið andlit?

Að mótmæla eru sjálfsögð mannréttindi. Það kemur á óvart að sumir mótmælendur skuli vera með andlit sín hulin. Af hverju er það? Vilja þessir mótmælendur ekki láta sjá til sín í mótmælunum? Skammast þeir sín fyrir að vera þarna? Eða telja þeir sig þurfa að vera hrædda?
mbl.is Hávær mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einsog margoft hefur komið fram Dögg þá hylur fólk andlit sitt vegna persónunjósna lögreglunar í okkar annars opna samfélagi þar sem allt er sagt vera á borði í orði en er svo þegar betur er að gáð komið undir stól, en þú veist þetta sjálfsagt.. "sjálfstæðis" konan

Sigurður H (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:13

2 identicon

Eva Hauksdóttir orðaði þetta mjög vel

Að hylja andlit sitt hefur ekkert með það að gera hvort maður vill leggja nafn sitt við aðgerðir heldur er tilgangurinn sá að draga úr hættunni á því að málstaðurinn, eða aðferðirnar verði persónugerð. Það er nenfilega alltaf hætta á því að fólk fari að einblína á einstaklinga og þeirra hagi, frekar en að hlusta á kröfur þeirra

Bjöggi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:19

3 identicon

Hef alltaf á tilfinningunni að þeir sem hylja andlit sitt hafa tilfinningu fyrir að þetta séu skrílslæti sem þeir hafa uppi. Er líka yfirleitt bara grímuklæddir einstaklingar sem eru að veitast að lögreglu og með almenn leiðindi sem eru í sjálfum sér fjarri mótmælum.

Palli Pé (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrétt hjá þér Dögg. Þegar fjöldi manns mætir á mótmælafund og hylur andlit sitt, verður lögreglan að telja að líkur verði á óspektum, sem almenningur treystir á að hún haldi í skefjum. Nú verðum við skattgreiðendur að halda úti hópi lögreglumanna vegna þessa, því að líkurnar á friðsamlegum mótmælum eru þá litlar, ef andlit eru hulin.

Hér er smá grein til áminningar úr lögreglulögum. Ekki stendur til að breyta þessu: 15.gr.

http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg3. [Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.]1)
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg4. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu [skv. 2. og 3. mgr.]
1) getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg
5. Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.

Ívar Pálsson, 16.12.2008 kl. 10:35

5 identicon

Getur verið að þetta fólk sé kanski venslað bankafólki og eða öðrum sem tengast ástandinu?

hannes (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli ástæðan sé ekki sú sem Eva gaf. Ekki var fallega talað um Hauk eftir að hans nafn kom fram, reyndar ekki Evu heldur, svo það er ekki nema vona að fólk sé "feimið".

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.12.2008 kl. 11:09

7 identicon

Ferðu ekki af þeirri skoðun þinni, Björn? Og á hverju byggist hún? Vel ígrunduðum rannsóknum? Eða kannski bara bulli frá háðum fjölmiðlum og öðrum bláum moggabloggurum?

Þú einfaldlega hefur ekki hugmynd um hverjir eru að mótmæla þarna.

En til að svara spurningunni: Embætti lögreglunnar er hápólitískt, hún hefur það að atvinnu að standa vörð um hagsmuni sitjandi valdhafa. Lögreglan tekur myndir og myndbönd af mótmælum, og ég persónulega skil vel að fólk vilji ekki að andlit sín séu til á slíkum myndböndum. Lögreglan er oft mjög ósanngjörn við mótmælendur, en fæstir trúa illa uppá hana, sérstaklega ekki bláir moggabloggarar. Að hylja andlit sitt er einfaldlega sjálfsvörn.

Þið sem kallið þetta fólk öfgafullan skríl, trúða, vitleysinga og annað, þið ættuð að skammast ykkar. Það verður fjallað um þetta fólk sem hetjur í sögubókum framtíðarinnar, nema náttúrlega að vonda liðið vinni.

Arnar Már (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:05

8 identicon

Ég vil benda á að fyrsti "atvinnumótmælandinn" hét Jón Sigurðsson.

 Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!
"Vér mótmælum allir“

Sjá

http://www.jonshus.dk/jonsigurdsson/hugvekja/  http://www.skjaladagur.is/2005/001_02.html      http://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir

RagnarA (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:45

9 identicon

Svona mótmæli hanga jú ekki saman á neinu og eru afar ósannfærandi. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að aðalinntaki sé hasarinn og að vera á móti "kerfinu". Og þá tilheyrir að vera dáldið kúl og vera með tusku fyrir andlitinu. Hafið þið spáð í að tuskurnar eru alltaf svartar? Það lúkkar miklu betur greinilega. 

Margrét (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband