Leita í fréttum mbl.is

Kemur ekki á óvart

Fréttir af því að verslun minnki og að kaupmenn eigi von á minni jólasölu en áður koma ekki á óvart. Hvernig á öðru vísi að vera? Ég var á fundi í Valhöll í morgun þar sem ræðumenn voru Gylfi Zoega prófessor og Pétur Blöndal alþingismaður. Framsögumenn fóru yfir hvað klikkaði hjá okkur - en yfirskrift fundarins var "Hvað fór úrskeiðis". Boðskapurinn sem situr eftir hjá mér af þessum fundi er sá að allt hafi mátt sjá þetta fyrir, eins og fjölmargir reyndu að segja okkur. En við vildum ekki horfast í augu við staðreyndirnar og hvert stefndi, heldur treystum því af okkar alkunnu íslensku bjartsýni að allt myndi reddast. Enda miklu skemmtilegra að eyða, þó um efni fram sé, heldur en að spara. En nú blasir veruleikinn við og samdráttur í eyðslu fyrstu viðbrögðin hjá öllu skynsömu fólki.
mbl.is Kaupmenn þrauka fram yfir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tek undir þetta og er hjartanlega sammála. T.d. eru viðbrögð Breta að veit 50% afslátt um Jólin. En þeirra vandmál eru annars eðlis en okkar eins og dæmin sanna. 

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 16:33

2 identicon

Dögg það er voðalega einfallt hvað fór úrskeyðis. Sú stefna sem Sjálfstæðismenn hafa dásamað undanfarinn ár hefur beðið skipsbrot í heiminum. Lang verst hér heima á Íslandi. Þetta er svo slæmt að enginn Stjórnmálaflokkur í siðmenntuðu þjóðfélagi í heiminum hefur eins slakan árangur í peningamálum og Sjálfstæðismenn. Engir hafa komið eins illa út eins og er að sannna sig á hverju heimili landsins þessa dagana.

Þegar menn standa fyrir einhverri stefnu sem reynist svo vera byggð á sandi. Þá eiga þeir að stíga frá og hleipa öðrum að. Þetta vita stjórnmálamenn út um allann heim þar sem orðið ábyrgð þíðir eitthvað.

Hér á landi virðist það standa fyrir völd.

Þröstur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við sem búum ekkí í "dúkkuhúsinu" skynjum greinlega hlutina öðru vísi. Þegar eitthvað kemur vel út þá tengjum við það að bera ábyrgð. Hinsvegar þegar eitthvað fer úrskeiðis þá hugsum við um ábyrgðarleysi. Í þessu ljósi er ég fyllilega sammála Samfó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi borið lang mestu ábyrgðina allan tímann.

Ég er hreykinn af því að tilheyra þeim sem bera ábyrgð. Hinsvegar að tala tveimur tungum er eðli sem ég vísa til föðurhúsanna. Smugur í ESB samningnum gaf "low life cunnings" tækifæri til að mata krókinn. Þeirra eðli vísa ég á sama hátt til föður húsanna. Við vitum vel hverjir eru þeirra helstu bandamenn.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband