Leita í fréttum mbl.is

Nýtt umboð?

Þetta endalausa tal stjórnarandstöðunnar um nauðsyn nýs umboðs er sérkennilegt og á skjön við allar meginreglur. Það er kosið til Alþingis á fjögurra ára fresti. Í kjölfar kosninga mynda einhverjir þingflokkar þeirra stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri til Alþingis meirihlutastjórn. Það felst í kosningum að kjósendur gefa alþingismönnum umboð til að stjórna landinu næstu fjögur árin. Meðan meirihluti alþingismanna treystir sér til að styðja sitjandi ríkisstjórn þarf ekkert umboð að endurnýja.


mbl.is Ákvarðanafælinn foringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað vill spillingarliðið vera áfram við völd ... halda áfram að skara að eigin köku. Stendur þú, Dögg, ekki akkúrat í miðri spillingunni? Keyptirðu ekki hlutabréf í banka, eða þitt einkaskúffufyrirtæki, og tókst andvirðið 100% að láni í þeim sama banka? Þegar svo bréfin féllu og voru orðin verðminni en lánið þitt þá settirðu skúffufyrirtækið þitt í þrot og þjóðin borgar skuldirnar þínar af því þú villt ekki gera það sjálf? Auðvitað engar ábyrgðir frekar en spillingarliðinu er siður. Er ég ef til vill að fara eitthvað rangt með? Sé þú kennir þig við spillingarflokkinn í kynningu þinni. Þar hafa menn löngum viljað láta aðra borga fyrir sig. Hvað var þetta nú aftur mikið sem þú tókst að láni í bankanum en borgaðir aldrei?? Hefur þér aldrei dottið í hug í kjölfarið að skila inn lögfræðileyfinu? Það er misskilingur hjá þér, og alvarlegur dómgreinarskortur, að halda því fram að ekki sé komið að kosningum. Meginreglan er sú að þjóðin velji þingmenn og stjórn. Þjóðin vill ekki núverandi ríkisstjórn. Því þarf að kjósa upp á nýtt. Það er grundvallar misskilngur hjá þér, ekki síst á hugtakinu lýðræði, að einungis meirihluti þingmanna þurfi að styðja stórn til setu. Það þarf meirihluta kjósenda. Burt með spillingarliðið.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, en stjórnarflokkarnir voru ekki kjörnir til að keyra sökkva landinu í gjaldþrot og senda það 50 ár aftur í tímann. Ekki man ég eftir að þeir hafi lofað því.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Í breyttum aðstæðum er ekki óeðlilegt að endurmeta stöðuna

hilmar jónsson, 25.11.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Vandinn er bara sá að í kosningum kjósum við stjórnmálaflokka, ekki ríkisstjórnir. Þjóðin getur í kosningum aldrei tryggt að til valda komi sú ríkisstjórn sem hún telur sig vilja. Þar fyrir utan held ég að engin samstaða sé meðal þjóðarinnar um það hvaða ríkisstjórn hún vill. Umræðan um vantrausttillöguna í gær afhjúpaði að stjórnarandstaðan er ráðalaus og telur sig ekki einu sinni þurfa að segja hvað hún myndi gera ef hún væri við völd. Það getur verið að ríkisstjórnin sé ekki góð. En það dapurlega er að stjórnarandstaðan er ennþá verri.

Dögg Pálsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Björn Hróarsson. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þínar upplýsingar. Fylgstu með hér á blogginu mínu, þá kannski sérðu það sem sannara er um mín mál, ef þú á annað borð hefur áhuga á sannleikanum. Mín mál eru opin bók enda rekin fyrir dómstólum og fjölmiðlar gert þeim öllum góð skil. 

Dögg Pálsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:43

6 identicon

Ég hef mínar upplýsingar eingöngu úr fjölmiðlum. Bréfkornið mitt var líka í spurnarformi. Var þetta ekki annars einhvern vegin svona: Þú tókst um 335 miljónir að láni hjá banka sem heitir Saga Capital til að kaupa svokölluð stofnfjárbréf í Spron. Líklega vegna þess að þú hélst að Spronbréfin þín myndu hækka, borga lánið þitt og skilja eftir arð/auð  handa þér. Í stað þess að taka lánið í eigin nafni stofnaðirðu skúffufyrirtæki sem hét Insolidum ehf. Svo þegar Spron bréfin þín féllu þannig að verðgildi þeirra var orðið lægra en lánið sem þú tókst. Þá, í staðinn fyrir að axla ábyrgð, léstu Insolidum ehf. fara í gjaldþrot og greiddir ekki lánið sem þú tókst. Dómstólar koma þessu voða lítið við. Þar er dæmt eftir lögum sem spillingararliðið (Sjálfstæðisflokkurinn) hefur sett að auki dæma þar spilltir dómarar sem spillingarflokkurinn hefur þangað komið. Það er siðferðið þarna á bakvið sem sem skiptir öllu máli. Ekki spillt lög og lagakrókar. Það er þessi þankagangur, þessi spillta sýn á veröldina sem komið hefur landinu okkar á vonarvöl. Er ég ekki ansi nálægt sannleikanum? Af hverju axlaðirðu ekki þína ábyrgð og borgaðir þær skuldir sem þú hafðir stofnað til? Það er þessi spillti þankagangur sem við viljum ekki í hinu nýja Íslandi. Burt með spillingarliðið.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:42

7 identicon

Ég held reyndar að lögin kveði líka á um að ef til koma sérstakar aðstæður geti verið ástæða til að rjúfa þing og kjósa á ný - það má vera að lögin þurfi enduryfirlestur og að kjósendur þurfi líka að hafa sinn rétt gagnvart því að hér fari fram lýðræðislegir stjórnarhættir. Ef lýðræðið á að virka, þá á almenningur í landinu líka að hafa leiðir og miðla til að hreinlega vísa stjórn frá og fara fram á kosningar á ný.

Mér finnst þetta ákaflega skrítið viðhorf hjá þér, að ríkisstjórnin eigi bara að hafa algert umboð þrátt fyrir þær sérstöku aðstæður sem upp eru komnar. Slíkt hefur valdið borgarastyrjöldum í öðrum heimshlutum og í raun ótrúlegt að ekki skuli vera meiri læti hérna yfir þessu.

Andrea Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:47

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Landið er de facto gjaldþrota og rambar á barmi uppþota og borgarastríðs. Kosningar er besta leiðin sem við höfum til að ræða saman um hvað beri að gera til að koma landinu í gang aftur. Ef þið treystið ykkur ekki til að sinna stjórnun landsins meðan er kosið skulið þið bara finna ykkur afleysingafólk. Ísland verður ekki endurbyggt nema að þjóðin þjappi sér saman og finni sér nýja stefnu. Meðan þið eruð við völd mun það ekki gerast. Þið eruð fyrir!

Héðinn Björnsson, 25.11.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband