Leita í fréttum mbl.is

Hlaupast undan ábyrgð?

Það er óvenjulegt að stjórn félags í stjórnmálaflokki, sem er aðili að ríkisstjórn, sem setið hefur í eitt og hálft ár af fjögurra ára kjörtímabili, skuli skora á þingflokk sinn að beita sér fyrir kosningum og það sem fyrst á nýju ári. Treystir stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur sér ekki lengur til þess að axla ábyrgð í ríkisstjórn og á þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru? Hvers konar stjórn í félagi í stjórnmálaflokki er það sem vill hlaupa frá knýjandi vandamálum? Með kröfunni er stjórn félagsins að gefa þá mynd af Samfylkingunni að hún sé illa samstarfshæf í ríkisstjórn. Gefist upp þegar á móti blæs.

É bloggaði fyrr í dag um það að margt bendir til að kosningar verði í vor. Kröfu um kosningar strax í byrjun árs tel ég  vera óábyrga, enda myndu kosningar á þeim tíma eingöngu auka þann vanda sem við er að glíma. Brýn verkefni eru framundan sem ábyrgðarlaust yrði af hálfu ríkisstjórnarinnar að hlaupast frá. 

En kannski stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hafi áhyggjur af því að kosningar, sem yrðu í vor, muni snúast um það hvort ný ríkisstjórn muni sækja um aðild að EB. Allir flokkar, ekki bara Samfylkingin, verður  þá búnir að taka afstöðu í því máli, bæði til umsóknar og væntanlega aðildar. Sérstaða Samfylkingarinnar, sem nú er eini flokkurinn sem hefur samþykkt að leita eftir aðild að EB, verður því væntanlega horfin. Kannski mun það draga úr vinsældum Samfylkingarinnar hjá kjósendum. Kannski þess vegna telur stjórnin nauðsynlegt að hafa kosningar áður en aðrir stjórnmálaflokkar ná að móta afstöðu sína í þessum efnum. 

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík treystir því greinilega að því fyrr sem verður kosið því meiri líkur séu á því að upp úr kjörkössunum komi sömu tölur og síðustu skoðanakannanir hafa gefið þeim. Sjálfsagt þess vegna vill stjórnin kosningar sem fyrst þó krafan sem pökkuð inn í fullyrðingu um að traust almennings verði ekki endurvakið nema með kosningum.


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef einhver er í vafa um að Samfylkingin er farin að undirbúa kosningar gæti sá hinn sami gert sér ferð niður í miðbæ einhvern laugardagseftirmiðdag. Ég hitti hjón í gær sem fóru í Iðnó og töldu sig vera að fara á fund með óflokksbundnu grasrótarfólki og fengu bæklinga fra ESB, þá hafði SF tekið húsið á leigu á sama tíma.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: haraldurhar

   Dögg það á að kjósa til alþingis strax.  Það að þeir aðilar sem hafa klúðrað öllu er hægt er að klúðra, eigi að stjórna endurreisn ísl. samfélags getur bara ekki staðist nein rök.  Fyrir mér snýst þetta ekki um Samfylkingu né Sjálfstæðisflokk, heldur bara um þá hundahreinsum er nauðsynleg er.  Við getum bara ekki horft upp á það ráðleysi og ringulreið er hefur verið í stjórn landsins sl. vikur lengur.

haraldurhar, 17.11.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband