Leita í fréttum mbl.is

Axlar ábyrgð

Mistök við sendingu tölvupósts hafa haft óvenjulega afdrifaríkar afleiðingar. En þingmaðurinn fv. er maður að meiru að axla ábyrgð með þeim hætti sem hann hefur gert. Ekki hvarflaði að mér í morgun þegar ég bloggaði um þessi innanfloksátök hjá Framsókn að klukkutíma seinna yrði þingmaðurinn, eftir áskorun varaformannsins (hér), búinn að segja af sér.
mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn finnst mér nú mistökin ekki liggja í því að senda póstinn á rangan aðila, heldur það að detta svona bjánaskapur í hug. En hann er maður að meiri að kunna skammast sín. Betur væri að allir hinir þingmennirnir kynnu það líka.

(IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Eru það bara framsóknarmenn sem kunna að segja af sér? Björn Ingi og Bjarni Harðar gerðu það. Jón Sigurðsson sagði af sér sem formaður, þó eflaust hafi fylgishrunið ekki verið honum að kenna. Og í góðri grein hans í Fréttablaðinu (sjá hér) segir hann meðal annars:

"Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði."

Þurfa stjórnmálamenn að vera með flokksskírteini í Framsókn til að kunna að hugsa svona?

Einar Sigurbergur Arason, 11.11.2008 kl. 22:31

3 identicon

Held að það verði engin framsóknarflokkur í næstu kosningum, en flott hjá Bjarna að segja af sér, vonandi að hann verði öðrum gott fordæmi í hvaða flokki sem er

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:49

4 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Guðrún: Það verður Framsóknarflokkur í næstu kosningum. Og hann heldur áfram að eiga eitthvert fylgi á landsbyggðinni, getur þess vegna verið áfram í framboði næstu 20-30 árin. Spurningin er bara hvort hann verði smáflokkur eins og kratarnir voru næstu 14 árin eftir að þeir enduðu 12 ára Viðreisnarstjórn með sjálfstæðismönnum 1971, eða hvort Framsókn nái að rétta úr kútnum. Það seinna gerist ekki nema flokkurinn fái nýtt fylgi, sérstaklega í þéttbýlinu, og til að þetta gerist þarf verulega endurnýjun í þingliði og forystu. Þó mér þyki vænt um Framsókn verð ég að segja að hún þarf breytingar, annars höldumst við í 7-10% í þó nokkurn tíma.

Einar Sigurbergur Arason, 12.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband