Leita í fréttum mbl.is

Eigið fé Íbúðalánasjóðs

Jóhanna segir erfitt að frysta verðtrygginguna á lánum eða binda verðtrygginguna við ákveðið verðbólgustig sem var fyrir hrundið enda myndi slíkt myndi þurrka út allt eigið fé Íbúðalánasjóðs á tveimur mánuðum.

En ég leyfi mér þá að spyrja? Er allt í lagi að meira og minna allt eigið fé allra íbúðaeigenda í landinu hefur þurrkast út? Hjá mjög mörgum er staðan sú að allur höfuðstóll sem lagður var fram við íbúðarkaup er uppurinn vegna verðbólgunnar eða vegna gífurlegrar hækkunar fasteignalána í erlendri mynt. Veruleiki mjög margra er því sá að sitja uppi með fasteignir þar sem söluverðmæti (ef þær seljast) er minna en andvirði áhvílandi skulda. Íbúðaeigendur, sem eru í raun almenningur í landinu, hafa vegna bankahrunsins misst mikið af sparnaði sínum, a.m.k. þann sparnað sem var í hlutabréfaeign í bönkunum. Hluti séreignalífeyrissparnaðar hefur tapast. Fyrirsjáanlegt er, og raunar skýrt sagt af félags- og tryggingaráðherra, að skatta þurfi að hækka. Atvinnuleysi stefnir í áður óþekktar stærðir. Kaupmáttur launa fer hratt minnkandi.

Af hverju er erfiðara að þurrka út allt eigið fé Íbúðalánasjóðs en þurrka út allt eigið fé íbúðareigenda?


mbl.is Jóhanna: Mun reyna á ríkisstjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála og það er unga fólkið okkar sem er að lenda í þessu. Í hvaða stöðu verða þau, jú þau hætta að borga hverfa af landi brott og hverjir eiga þá að borga. Hvaða svör skyldi Jóhanna eiga við þessu dæmi

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband