Leita í fréttum mbl.is

I told you so ...

Þeir eru margir erlendu sérfræðingarnir sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum þessa daga af "ánægju" yfir því að hafa reynst hafa rétt fyrir sér. En auðvitað liggur í augum uppi að fullyrðingar af þessu tagi, frá þessum manni, sem og öðrum sem segjast hafa séð hrunið fyrir, þarf að skoða. Ég treysti því að þeir sem nú fá það verkefni að fara yfir hvað fór úrskeiðis skoði vandlega allar þær aðvaranir sem settar voru fram á síðustu misserum, hvort við þeim var brugðist og þá hvernig og ef ekki, af hverju ekkert var gert. Og síðan þarf að tryggja að þeir axli ábyrgð, í öllum skilningi þess orðs, sem ábyrgð eiga að axla.

Ég furða mig hins vegar á ummælum mannsins um að Norðmenn hafi takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. Höfum við eitthvað beðið þá um það? Ég veit ekki betur en að við höfum leitað eftir lánafyrirgreiðslu, hjá Norðmönnum og ýmsum öðrum. Höfum við beðið þá um að gefa okkur eitthvað? Ekki minnist ég þess.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst alveg ömurlegt að heyra landsmenn mína hnýta með hroka í fólk sem hefur reynt að vara okkur við í fjölda ára. Ég er engin sérfræðingur, en sem búsettur erlendis í allnokkur ár get vitnað um að allflestir sem hafa haft bara smá skilning á banka og efnahagsmálum hafa beðið eftir þessu hruni í lengri tíma. Sjálfur hef ég neyðst til að halda mínum munni þegar ættingjar mínir og vinir hófu þessa íslensku fjárglæframenn upp í skýin og töluðu digurbarkalega og með misskildu stolti um hvers stór og mikil við vorum. Allt tal um að þetta væri loftbóla sem ætti eftir að springa í andlitið á okkur var kallað öfundsýki og skilningsleysi á íslensku ofurleiðinni. Það var niðurlægjandi að vera vitni að þessari algjöru blindni fólks. Miklu meira niðurlægjandi en að bólan sé nú sprungin. En ég get þó skilið þessa blindni, þar sem við höfum verið mötuð af völdum og útúrsnúnum fréttum fjölmiðla í eigu fjárglæpamanna og spilltum ráðamönnum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:48

2 identicon

Thor Svensson. Mikið er nú gott að ég er ekki einn í sömu aðstæðum og þú þetta hefur verið vandhræðilegt fyrir mig lengi þegar að Íslendingar koma í heimsókn og byrja að slá sig til riddara.

Dögg Þú ættir nú frekar að sýna þaklæti en svona hroka við Norðmen í hvaða sporum værir þú ef þeir hefði súið bökum í okkur eimmitt útaf því að þeir hefðu verið búnir að vara okkur við.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Anna Guðný

Eitt sem ég skil ekki. Nú eru komnir svona besservisserar fleiri löndum, þar á meðal í Bretlandi. Hvar í ósköpunum er eftirlitskerfið þar? Hvernig gátu eftirlitsyfirvöld í Bretland horft upp á þetta gerast með landsmenn sína án þess að grípa inn í? Mér skilst að þeir hafi vitað um  þetta síðan í vor. Fullt af sveitarfélögum sem notuðu peningana sem áttu að fara í launagreiðslur og settu inn á einhverju áhættureikninga. Hvar er ábyrgðin þar? Þetta skil ég alls ekki.

Hroki eða ekki hroki, er þetta samt ekki rétt hjá Dögg?

En ég er mjög sammála að nú verða íslendingar að læra auðmýkt. Og ekki bara læra, heldur stunda hana líka.

Ég skil samt ekki afhverju þið voruð að upplifa niðurlægingu fyrir hönd íslendinga. Engin ástlða til . Ekki voruð þið að grobba.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.11.2008 kl. 01:48

4 identicon

Til að skilja, verður maður að hætta að meta allt og alla útfrá eigin broguðu spegilmynd. Eiginlega merkilegt að það er líka uppskriftin af auðmýkt!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband