Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Er þetta
alveg sú umfjöllun sem við viljum um Ísland þessa dagana? Umfjöllun af þessu tagi gefur til kynna að hér sé einhvers konar upplausnarástand - sem er auðvita fjarri öllu sanni.
Við kusum í Alþingiskosningum fyrir rösku ári síðan til fjögurra ára. Að afloknum þeim kosningum var mynduð ríkisstjórn tveggja stjórnmálaflokka sem báðir fengu ágætis brautargengi í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ótrúlega góða kosningu, ekki síst í ljósi þess að hann gekk til kosninga eftir að hafa leitt ríkisstjórnir meira og minna síðustu 16 árin. Samfylkingin fékk talsvert lakari kosningu en væntingar stóðu til, lakari en í kosningunum 2003 og lakari en vænta mátti miðað við það að hún var á þeim tíma stjórnarandstöðuflokkur. En niðurstaðan var skýr í Alþingiskosningunum 2007: Þeir flokkar sem standa að sitjandi ríkisstjórn fengu mest fylgi kjósenda. Á þeim tíma treystu flestir kjósendur þessum tveimur stjórnmálaflokkum til að leiða þjóðina í gegnum hvað það sem fram undan væri og takast á við hvern þann vanda sem að höndum bæri.
Ríkisstjórnin er með traustan og mikinn þingmeirihluta. Af hverju er verið að kalla eftir að sitjandi ríkisstjórn flýji af hólmi þó kröfuglega blási á móti? Hvers konar ríkisstjórn og hvers konar stjórnmálamenn flýja af hólmi í mótbyr? Að mínu mati er það algert ábyrgðarleysi að efna til kosninga nú og einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að VG kalli eftir kosningum í þeirri veiku von að í kosningum nú tækist þeim loksins að fá upp úr kjörkössunum það sem þeir stundum hafa fengið í skoðanakönnunum. Sagan nefnilega sýnir að VG er miklu betri í að sigra skoðanakannanir en kosningar.
Vera kann að eitthvað geti réttlætt kosningar næsta vor, þó ég setji við það stórt spurningarmerki. Kosningar nú myndu á hinn bóginn einvörðungu auka á þann vanda sem við er að glíma og er hann þó ærinn fyrir.
Mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 392215
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Sæl Dögg
Það er rangt mat hjá þér ef þú telur að hér ríki ekki upplausnarástand. Hrun heilu atvinnugreinanna er staðreynd. Þúsundir manna hafa misst vinnuna. Fjöldagjafþrot fyrirtækja og einstaklinga blastir við. Þjóðargjaldþrot Íslands er staðreynd. Ríkisstjórn og Seðlabanki eru búin að eyðileggja mannorð okkar erlendis með því að gera alla íslendinga að kennitölusvindlurum.
Það er upplausnarástand hér Dögg og ég spái því að fjöldi þátttakanda í þessum mótmælum muni stóraukast á næstu vikum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 18:42
Margir áhrifamenn í Samfylkingunni hafa verið áberandi í mótmælunum undanfarið og uppskera samkvæmt því.
Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 18:43
Helsta ástæða fyrir stjórnina er að víkja er akkúrat að sömu aðilar hafa stýrt þjóðarskútunni í 16 ár og nú er komið í ljós að þeir stefndu allan tímann fram af fossi. Þjóðarbúið er komið í þrot og þarf að skuldsetja börn og barnabörn, jafnvel að afsala sér hluta fullveldis með því að gefa utanaðkomandi bönkum og stofnunum rétt á að marka stefnur landsins.
Síðan, eins og Friðrik segir, hrun heilu atvinnuvegana nokkurn veginn skilgreiningin á upplausnarástandi. Það er efnahagsleg upplausn. Vinnubrögð stjórnar og Seðlabanka (sem heldur enn í sama gamla skipstjórann sem valdi leiðina sem var farin) eru svo að leiða okkur í algjöra stjórnskipulega upplausn. Það að sé núna samið um framtíð barna okkar bakvið luktar dyr og okkur tjáð að skipta okkur ekki af því sem kemur okkur ekki við þegar við innum svara samræmist ekki lýðræði. Þar sem þú ert lögmaður gætir þú kannski sagt mér hvort allar aðgerðir undanfarinna vikna samræmist stjórnarskrá?
Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:08
Bankar eru hlutafélög sem geta ekki veðsett heilu þjóðirnar. Þeir einu sem geta veðsett okkur sem þjóð er Ríkisstjórn Íslands. Eftir íslensku bankakreppuna 2006 þegar m.a. Danske Bank spáði gjaldroti íslensku bankana minkuðu verulega möguleikar þeirra á að fjármagna sig með lánum frá öðrum bönkum.
Það var með vilja og vitund Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að íslensku bankarnir hófu að safna innlánum erlendis. Með því að safna þessum innlánum erlendis var um leið verið að veðsetja almenning á Íslandi. Til þess að safna þessum innlánum þurfti samt meira en grænt ljós frá FME og Seðlabanka. Valdið til að veðsetja þjóðina liggur ekki hjá starfsmönnum þessara stofnanna. Það vald liggur hjá hinum pólitíska yfirmanni þeirra. Forsætisráðherra.
Engin gat veitt heimild til þessara veðsetningar nema forsætisráðherra. Og hann og bankamálaráðherra gáfu bönkunum sitt samþykki.
Ég spyr, hafði forsætisráðherra umboð kjósenda til að veðsetja á tveim árum almenning fyrir þúsund milljarða? Nei, um þetta var ekki kosið í síðustu kosningum. Það kaus þá enginn til að gera Ísland gjaldþrota.
Hér er um mjög alvarleg afglöp að ræða af hálfu forsætisráðherra og bankamálaráðherra. Þeir bera pólitíska ábyrgð á þjóðargjaldþroti Íslands. Þeir eiga að biðjast opinberlega afsökunar og segja af sér embættum á morgun.
Menn sem bera pólitíska ábyrgð á þjóðargjaldþroti Íslands eru ekki mennirnir sem eiga að halda áfram að stjórna landinu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 19:24
Davíð Oddsson er búinn að eyðileggja orðspor Íslendinga erlendis.
Á meðan hann og klíka hans hefur yfirráð yfir fjármálum Íslands fær landið enga fyrirgreiðslu.
Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3
Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
(Ruv er því miður búið að taka þetta viðtal af vefnum)
Rússarnir eru á sömu skoðun.
Hlustið á þessi viðtöl úr Sænska útvarpinu
Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar.
Maður heyrir á Fredrik Reinfeldt að honum líst ekkert á að lána þessum vitleysingum pening.
Hann vill vera viss um að þessi hjálp komi almenningi á Íslandi til góða.
Hlusta;
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422352
Fortsatt väntan på stöd för Island
Det krisdrabbade Island får vänta ett tag på ekonomiskt stöd av sina nordiska grannländer.
De nordiska statsministrarna beslöt på ett möte i Helsingfors på måndagen att låta en arbetsgrupp utreda
hur Island bäst tar sig ur krisen innan man skickar pengar.
Geir Haarde í hlutverki Gosa
Orsök hrunsins er ekki á Íslandi segir Geir!
Hvað er nefið á Geira Gosa orðið langt?
Alluri heimurinn veit að hann lýgur.
Hlusta:
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422082
Island förhandlar om nordiskt stöd
http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2404040
Fortsatt väntan på stöd för Island
http://www.sr.se/ekot/artikel.asp?artikel=2404349
Lánið sem Íslendingar verða núna að taka vegna vanhæfni Davíðs Oddssonar er 6 milljarðar $
6 x 244 = 1464 milljarðar ISK!
Niðurstaða af þessu er ótvíræð!
Það verður að efna til kosninga sem fyrst og koma hinni spilltu valdaklíku Geirs og Davíðs frá.
Þá er fyrst hægt að hefja endurreisn lýðveldisins.
RagnarA (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:38
Ekki upplausnarástand?
Ekki upplausnarástand?
Er þetta einhver ljótur brandari eða?
Lest þú blöðin, hlustar þú á útvarp eða horfir á sjónvarp?
Atvinnuleysistölur, fjöldi gjaldþrota, hrun bankanna og reiði almennings segir það sem segja þarf.
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka bananana úr eyrunum og lýðveldinu og gera það sem fólkið vill.
Kjósandi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:45
Sæll Ragnar
Það eru menn sem eru að halda því fram að það sé í gangi ritskoðun á Íslandi. Það má ekki birta neinar neikvæðar fréttir af ástandi mála. Á öllum málum þarf að taka með silkihöndum nú þegar allar fréttaveitur eru í höndum ríkisins. Helstu fréttir sem við fáum af stöðu mála hér heima koma í dag frá erlendum fjölmiðlum.
Ég hef ekki viljað trúa þessu hingað til en sjáðu, allt sem þú ert að benda á kemur frá erlendum fréttaveitum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 20:03
Sá hluti þjóðarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum stimplað sem ómarktækan hefur líka rödd og er kominn tími til að á hann sé hlýtt. Æ fleiri þeirra sem hingað til hafa fylgt flokknum í blindni eru sömuleiðis smám saman að átta sig á að hugmyndafræði hans hefur fyrir löngu siglt í strand. Kosningar myndu taka af allan vafa og leiða í ljós það sem þjóðin vill (hver svo sem útkoman verður) en ekki það sem stjórnin vill. Það er löngu orðið tímabært að ákveðnir aðilar átti sig á að þeir eru hér fyrir þjóðina en ekki öfugt.
Það kæmi mér ekki á óvart að sjá þessum ummælum hent út í hinum sanna anda Davíðs-dýrkunarinnar en þá vil ég minna á að lýðræði felst fyrst og fremst í að ALLIR fái að segja sína skoðun, óháð hvort hún samræmist viðhorfum þeirra Bananabræðra. Þrátt fyrir áralanga valdníðslu og brot á réttindum fólks (t.a.m. öryrkja) fengu þeir vissulega umboð til að stýra þjóðarskútunni en strönduðu henni og kveiktu svo í flakinu. Þeim er einfaldlega ekki treystandi á þessari stundu.
Að lokum vil ég spyrja hvers vegna þessi leynd ríkir yfir IMF samningnum og öðru því sem ríkisstjórnin viðhefst? Við eigum rétt á því að umræðan fari fram fyrir opnum tjöldum.
Kjósandi aftur (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:31
Ég held að þú hafir rétt fyrir þér Dögg.
En fyrr eða seinna er skynsamlegt að efna til kosninga. Ég færi fyrir því tvenn rök.
Önnur eru þau að sefa reiði almennings og gefa skýrt signal um það að við virðum okkar lýðræðishefð og fólk geti haft eitthvað að segja um málin. Það þarf hreinlega að búa til "siðmenntaðan hefndarfarveg." Já, ég meina þetta.
Hin rökin sem eru tengd þeim fyrri eru að þá myndu stjórnmálaöflin, sérlega Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þurfa að blása lífi í stjórnmálin, endurraða, kalla til nýtt fólk, kalla á nýjar hugmyndir og sína að stjórnmálin á Íslandi eru vikilega starfi sínu vaxin að leiða þjóðina áfram þegar versta krísan er gengin yfir. Ávinningurinn gæri orðið ( í lengdina) að fólk fengi trú á stjórnmálin aftur.
Ég er hræddur um að ekki gangi að hugsa eingöngu strategískt nú og segja sem svo að verði kosið komist pólitískir andstæðingar að og setji allt á annan endann.
Guðmundur Pálsson, 2.11.2008 kl. 21:03
Helstu ástæður fyrir kosningum.
Allt bendir til að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi brugðist skyldum sínum. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessum stofnunum.
Þjóðin krefst skýringa á aðdraganda hrunsins og kallar eftir erlendum óháðum aðilum til að rannsaka hann. Ríkisstjórnin felur Boga og Valtý að sjá um úttektina sem verður til þess að þjóðin treystir ekki niðurstöðunum.
Margar vikur eru síðan að erlendir hagfræðingar töldu nauðsynlegt að skipta um stjórnendur í Seðlabankanum og að ríkisstjórnin gæfi út yfirlýsingu um að stefna bæri að inngöngu í ESB, hvoru tveggja til að auka traust erlendra ríkja. Þetta var ekki gert þrátt fyrir vilja þjóðarinnar.
Sigurður Haukur Gíslason, 2.11.2008 kl. 22:11
Ég held að það hlakki nú í Lögmannastéttinni hér á landi þegar öll skriðan fer af stað í gjaldþrotum og þess háttar. Nú er að koma góðæri hjá ikkur lögmönnunum. Ekki furða þótt þú og þinn flokkur viljið bara halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er algjört hrun framundan hér á landi og svo aukning á kreppu á vesturlöndum spáð í Janúar 2009. Það þarf að ransaka alla þessa spillingu og kjósa svo þegar búið er að sortera út þá sem sekir voru um spillinguna.
Jón V Viðarsson, 2.11.2008 kl. 22:58
Dögg, hvar hefur þú verið? Hér ríkir "einhverskonar upplausnarástand" Gjaldeyrisviðskipti eru í molum, Geir sagði aftur og aftur að þau kæmust í lag á "morgun" það er að verða mánuður og þau eru ekki enn komin í lag. Heilu atvinnuvegirnir eru komnir í þrot, þúsundir eru að missa vinnuna .Allt útlit er fyrir fjöldagjaldþrot hjá heimilum og fyrirtækjum og það bólar ekkert á lausnum.
Nú er ljóst að sú stefna sem var rekin undanfarin ár, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á stóran þátt í því hvernig komið er. Þess vegna er ekki hægt að segja að menn flýi af hólmi, stjórnin á einfaldlega að víkja. Ísland og Íslendingar hafa misst allan trúverðugleika í öðrum löndum, nema Færeyjum. Út um allan hinn vestræna heim er talað um hvað ríkisstjórnin og stjórn Seðlabankans hafi brugðist rangt við aðstæðum svo það er ekki nema von að við viljum stjórnina burt.
Þóra Guðmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:43
Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þá er bara velja sér annað og traustara tré. Dögg það gengur ekki lengur að vera í afneitum, þú verður að opna augu þín, og bara viðurkenna óstjórn flokks þíns á undanförnum árum. Við þurfum að koma okkur upp úr klíkustjórnmálum er hafa viðgengist hér. Nú verður að velja nýtt fólk til forustu og láta af pólitískum bitlingum og vensla ráðningum í stjórnunarstöður og embætti hjá Ríkinu. Við höfum einfaldlega ekki efni á að sitja uppi með óhæfa stjórnendur.
Þetta ætti þér að vera fullljóst, og ekki síst í ljósi þess að þú er eflaust með vandamál þessarar óstjórnar á borði þín á degi hverjum.
haraldurhar, 3.11.2008 kl. 01:47
Upplausnarástand? Á mínum vinnustað er helsta umræðuefnið hvert við getum flúið
Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 02:48
Ja mikill er miskilningur þinn. Það er sko ekkert verið að ýja að flótta... það á einfaldlega að reka hana eins og gert er við annað óhæft starfsfólk!
Þorsteinn Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 11:08
Á hvaða landi býrð þú Dögg??? Það getur ekki verið að þú búir hér á landi því þú ert að lýsa allt örðu heldur en raunveruleikanum. Nú veit ég að það versta sem þú getur hugsa þér er að fá kosningar núna því þá mundi sjálfstæðismenn bera afhroð. Þingmenn eins og aðrir geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu háalvarlega máli Dögg. Þetta er það sem er svo típískt hér á landi að menn bara sjá ekki staðreyndirnar þó þeim er nuddað upp í andlitið á þeim. Hér á Íslandi hefur það lengi tíðkast að embættismenn og aðrir geta setið í embætti þrátt fyrir alls konar afglöp og klúður í starfi. Engin þarf að gangast undir ábyrgð. Nú þegar búið að nánast taka Ísland af lífi á alþjóðlegum vettvangi og engin tekur okkur trúarlega, og gerir það ekki í nokkuð mörg ár hér eftir, þá spyr maður. Er einhver tilbúin að taka á sig ábyrgð á þessu klúðri? Ég tel að hér sé ekki hægt að draga einn mann til ábyrgðar heldur alla sem komu að málinu: Ríkisstjórnin á að víkja þegar mesta fárviðrið er yfirstaðið og taka á sig sinn hluta af ábyrgð málinu. Bankastjórn Seðlabankan og yfirmenn FME eiga hiklaust að víkja og taka á sig ábyrgð. Bankastjórar og bankastjórnir bankanna þriggja geta alls ekki skorast undan ábyrgð heldur. Núna þegar eru fyrrverandi bankastjórar Landsbankans búnir að lýsa því yfir að þeir beri alls ekki ábyrgð á þessu klúðri. Fyrir tæpu ári þegar mikið var talað um ofurlaun bankasjóra hér á landi þá var haft eftir einum af þessum bankastjórum að því fylgdi mikil ábyrgð að vera bankastjóri og þeim væri borgað í samræmi við gott gengi og mikla ábyrgð. Ég spyr hvaða góða gengi??? Eins er hægt að spyrja ef þeim var borguð svona há laun til að taka á sig ábyrgð hvernig stendur þá á því að þeir skorast allir sem einn undan ábyrgð þegar á reynir????? Ég held að þetta fólk væri metið að meiru ef það kæmi fram og axlaði ábyrgð í þessu máli í stað þess að skríða hver inn í sína holu og segja "Ekki ég!!!"
Eru Þingmenn ekki nýbúnir að fá afturvirka kauphækkun! Eru þið tilbúin að taka það á ykkur að gera þessa afturvirku kauphækkun óvirka og með því axla ykkar hluta af skellinum??? Ég held að ég eigi varla eftir að sjá það gerast. Fólk mundi örugglega líta til ykkar hýrari auga ef þið mynduð manna ykkur upp í að taka á ykkur hluta af því sem fólk út um allt land er að upplifa. Takið þátt í raunveruleikanum komið niður úr lofköstulunum því þeir eru löngu hrundir.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.