Leita í fréttum mbl.is

Endurómun almenningsálitsins

Ég hygg að félags- og tryggingamálaráðherra sé hér að segja upphátt það sem þorri almennings er að hugsa. Viðfangsefni bankastjóra nýju bankanna eru gríðarleg og flókin, ekki ætla ég að gera lítið úr því. En launakjör þeirra hljóta að eiga að vera í takt við launakjör hjá ríkinu. Ég veit ekki betur en að fjöldi embættismanna sé nú að glíma líka við gríðarleg og flókin viðfangsefni vegna stöðu mála. Í sjónvarpsfréttum í gær kom fram að uppgefin laun bankastjóra Nýja Kaupþings eru hærri en laun forseta Íslands og tæplega tvöföld laun ráðherra. Einhvern veginn held ég að flestum finnist það ekki eðlilegt.
mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn verða nú að hafa í huga að vinna í sátt við þjóðina og almenn gildi hennar. Með þessum launum er réttlætiskennd okkar misboðið þegar rík þörf er fyrir samstöðu og á þeim vettvangi þar sem fé hefur verið sóað ólýsanlega.

Það mætti ákveða að bankstjórar hefðu sömu laun og nemur heildarlaunum ráðherra en ekki einni krónu meira.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.10.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Auðvitað er ekkert eðlilegt við þessi laun nýja bankastjórans. Gildir einu hvort hans starf sé um þessar mundir margslungið og erfitt viðureignar.  Oft hefur verið sagt að fólk eigi að fá laun eftir menntun og ábyrgð starfans. Ég er sammála því, en verð þó að bæta því við að núna æpir þjóðin eftir réttlæti. Fólk með einungis brotabrot af téðum launum á nú að bera byrði sem ekki er einusinni þeirra að bera. Þetta er því ósanngjarnt og til þess fallið að vekja gremju og sárindi sem rista enn dýpra nú þegar fólkinu, þjóðinni líður illa yfir yfirstandandi ástandi. 

LÆKKA BER ÞVÍ LAUN BANKASTJÓRANNA.  ÞEIR LEGGI SITT Á VOGARSKÁLARNAR - RÉTT EINS OG ÞJÓÐIN.

Baldur Gautur Baldursson, 23.10.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nákvæmlega!!!!!!!!!1

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Stjórn Nýja Glitnis, í samráði við framkvæmdastjórn bankans, hefur samþykkt launaramma fyrir stjórnendur og starfsmenn bankans. Í því felst að mánaðarlaun bankastjóra verða 1750 þúsund krónur.

Það er tvennt við þetta að athuga:

Tímasetning á þessari ákvörðun vitandi það að mikil andstaða er í samfélaginu gagnvart þessum háu launum hjá ríkisfyrirtæki.

Kona sem er ríkisbankastjóri fær 200.000 kr. lægri laun en karlmaður sem er ríkisbankastjóri.

Sigurður Haukur Gíslason, 24.10.2008 kl. 16:07

5 identicon

Eru nú lögfræðingar farnir að hneykslast á bankastjóralaunum

Lögfræðingar sem hafa um 12.000 kr á tímann sem rúmar 2 milljónir fyrir 171 tíma á mánuði.

sæmundur (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband