Leita í fréttum mbl.is

Ískalt hagsmunamat

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Greinilegt er að kjósendur vilja fá að lýsa afstöðu sinni til næstu skrefa í þessu mikilvæga máli. Ég var gestur í þættinum Í vikulokin í morgun (hér).  Eins og þar kom fram hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að hefja aðildarviðræður við ESB. Ískalt hagsmunamat er framundan. Hvar er framtíðarhagsmunum Íslands best borgið? Það er erfitt að meta það nema vita hvað er í ESB-pakkanum. Að því komumst við ekki nema með því að fara í aðildarviðræður.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að úr því sem komið er höfum við engan kost annan en að ganga í ESB - Við erum því miður búin að glutra niður öðrum möguleikum a.m.k. ef við viljum áfram vera hluti af hinum ,,vestrænu" ríkjum.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Jón V Viðarsson

Til hvers ESB. Ekki eru Norðmenn í ESB. Við erum ekki nema 300.000 manns hér á þessari eyju. Það sem mestu skiptir núna er að efla samskipti okkar við Rússa og Norðmenn. Fá Rússana til að koma að bora eftir Olíu með því skilyrði að þeir fái 30% af allri Olíunni sem finnst á svæðinu. Leifa þeim að byggja Olíuhreynsistöðina á Vestfjörðum og að þeir hafi þar aðstöðu fyrir þirlur og fleirra sem tilheyri þannig stöð. Þessar þirlur væru svo tiltækar við hjálparstörf ef á þyrfti að halda.

Í öðru lagi að leggja netstrengi þar sem það á við og moka inn peningum í gegnum netþjóna bú þar sem fjöldi tölvusérfræðinga væru að störfum. Svona getum við verið óháð ESB og verið bara við sjálf í skjóli Rússa og Norðmanna.

Jón V Viðarsson, 18.10.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Þórhallur

Umræðan um ESB er ágæt og nauðsynleg, en fyrst af öllu þarf að afgreiða það, að gera ríkisstjórninni það ljóst að við sættum okkur ekki við að hún klúðri máli þannig, að við töpum þessum fáu krónum sem við höfum safnað, og því litla fé sem við eigum í húsnæðinu okkar. þetta mál hlýtur að koma á unda öllu öðru, og ég sætti mig alls ekki við þetta. Það þarf að nota öll þau vopn sem við höfum, og við megum ekki hætta fyrr en þetta mál er í höfn. Mér finnst ég strax heyra að fólk ætlar bara að sætta sig við þetta með smá nöldri. Upphafið er hjá sjálfstæðisflokki og framsókn, þar sem þeir beittu engu aðhaldi með lagasetningu. Þess vegna Verður Davíð og sjálfstæðisflokkurinn að fara strax frá. Ef ekki með góðu, þá með illu, og veit engin hvar það mun enda. Björn Bjarnason vissi að af því mundi koma að fólk fengi nóg af þessum vanhæfa sjálfstæðisflokki. þessvegna hefur hann lagt alla áherslu á að byggja upp lögreglu, þar sem áhersla við ráðningu nýrra starfsmanna, er að þeir séu tilbúnir að beita valdi fyrst af öllu, eins og sést hefur undanfarið jafnvel þó að unglingar séu annars vegar, og hins vegar með því að vopna lögregluna. Við megum ekki láta þetta stoppa okkur.

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skilgreinni mig frekar sem ESB aðildarviðræðusinna, en ESB sinna, en á þessu er að sjálfsögðu reginmunur.

Dögg og Þrymur! Algjörlega sammála ykkur. Mér finnst Þrymur einmitt hitta naglann á höfuðið. Nefnilega: hvað er í boði og hvað græðum við á þessu. Síðan þarf auðvitað að vanda til kynningar á málinu og til undirbúnings aðildarviðræðna, líkt og í allri samningagerð, hvort sem það er við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðra.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í 2-3 ár er ég persónulega þeirrar skoðunar, að kostirnir við aðild séu fleiri en gallarnir, en það kann að breytast þegar niðurstaða aðildarviðræðna liggur fyrir.

Ég hef mestar áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn skipti ekki um skoðun í málinu og að kjósendur hans - ekki harðasti kjarninn, þ.e.a.s. fólk á borð við mig - snúi bakinu við flokknum í kosningum, sem gætu orðið næsta vor. Óvíst er að þeir kjósendur snúi nokkurntíma aftur til flokksins og við enduðum, sem lítill sætur hægri flokkur, en ekki sá miðju og hægri flokkur, sem við óneitanlega eru í dag og höfum verið í langan tíma.

Þá gætum við staðið frammi fyrir því að þau 50% sjálfstæðismanna, sem vilja aðildarviðræður, kjósi Samfylkinguna. Þá myndi Samfylkingin fá í kringum 45-50% atkvæða og með hjálp einhverrar hækju gætu þeir gengið til aðildarviðræðna við ESB. Samfylkingin gæti þá staðið uppi sem stærsti flokkur landsins næstu áratugina, líkt og á hinum Norðurlöndunum og við fengjum yfir okkur "sósíalisma" ruglið þaðan.

Samfylkingin myndi selja ömmu sína til komast inn í ESB og því tækju aðildarviðræður aðeins nokkra daga. Þeir sem semja eiga um viðræður fyrir okkar hönd ættu hins vegar að vera Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Með því móti væru hagsmunir flestra tryggðir - t.d. sjávarútvegsins og landbúnaðar. Hjá því verður þó ekki komist, að sumir munu hagnast meira en aðrir á aðild og sumir jafnvel skaðast eitthvað. Við verðum hins vegar að hafa heildarhagsmunina að leiðarljósi.

Óvíst er að Sjálfstæðisflokkurinn næði nokkurn tíma fyrri styrk, ef að hann fer niður í 20% atkvæða, og kratarnir færu nálægt 50%.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 12:38

5 identicon

ESB. Ef hagsmuna árekstrar koma upp hvernig segir maður sig úr því.

Eða þarf borgarastyrjöld eins og í Bandaríkjunum.

Er eitthver skilnaðarreglugerð til eða má ekki skilja.?

Matthildur Jóhanns (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband