Leita í fréttum mbl.is

Ekki vil ég

vera leiðinleg og augljóst er að þessi aðgerð er nauðsynlegt fyrir þá sem nú eru að sligast undan afborgunum af gengislánum. En þeir sem tóku gengislán hafa notið þess hversu sterk krónan hefur verið þangað til upp á síðkastið og þeir hafa borgað hratt niður höfuðstólinn. Með frystingu gengislána er þeim gefinn kostur á að bíða þangað til höfuðstóll lánanna lækkar aftur þegar krónan styrkist.

Hvað með þá sem ákváðu að taka ekki áhættuna af gengistryggðum fasteignalánum af því að þeir töldu öruggt að krónan gæti ekki haldist svona sterk lengi, þó engan hafi órað fyrir svo mikilli veikingu sem raun ber vitni? Þeir tóku verðtryggt lán í trausti þess að verðlag hér yrði sæmilega stöðugt.  Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað hrikalega síðustu mánuði vegna þeirrar miklu verðbólgu sem hér hefur verið, m.a. vegna gengisþróunarinnar. Er nú svo komið að margir eiga ekki lengur neitt af þeim beinhörðu peningum sem þeir lögðu fram við kaup á fasteign sinni. Vísitölubinding húsnæðislánsins er búin að brenna þá peninga upp. Hvað á að gera fyrir þennan hóp lántakenda?


mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

VIÐ VERÐUM LÁTIN BORGA ÁFRAM.....GÓÐ ÁBENDING

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tek fram að persónulega er ég ekki með gengislán lengur á húsnæði, en finn mig knúinn til að benda hér á hið augljósa.

Íslensku bankarnir lánuðu ekki mikið í erlendu meðan að það var almúganum hagstætt, fólki var hins vegar beint þangað sterklega meðan að það var bönkunum afar hagstætt. Þannig að verulegan gengishagnað er ekki hægt að tala um hjá flestum skuldurum.

Þar til viðbótar Dögg er ástandið í dag að sjálfsögðu hamfarir sem að enginn hefði getað séð fyrir og það þrátt fyrir spár margra mætra manna um að við stefndum í vandræði.

Spurningin mín sem verður líklega seint svarað er: Hversu mikinn þátt spiluðu undarleg viðbrögð og framferði formannsins þíns fyrrverandi? Hversu mikið kostaði hann þjóðina til viðbótar?

Segja margir að því verði svo sem ekki breytt héðan af, en á hann samt að fá að stýra áfram í brú íslenskra bankaviðskipta??

Baldvin Jónsson, 14.10.2008 kl. 23:23

3 identicon

Já, þú hlýtur að gráta það í dag að hafa ekki tekið myntkörfulán. Allir þvílíkt að græða á því nema þú!

kristin (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:53

4 identicon

Til að jafnræðis sé gætt er alveg sjálfsagt að leiða hugann að þessu. Hvað með þá sem ákváðu að taka ekki áhættuna?

Elísa (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Afsakaðu Kristín. Ég er ekki að tala um mig persónulega. Ég er eins og Elísa bendir réttilega á að tala um jafnræði milli þeirra sem tóku mismunandi tegundir húsnæðislána. Baldvin bendir lika réttilega á að um leið og krónan fór að veikjast varð nánast ómögulegt að fá gengislán. Það er Kristín engin að græða núna. Það eru allir að tapa og það stórkostlega. Meiru en ég held að nokkur sé enn farinn að átta sig á. Því miður.

Dögg Pálsdóttir, 15.10.2008 kl. 08:02

6 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæl, ég skil reyndar ekki hvaða svigrúm bankarnir hafa til að bregðast við þessu ákalli. Þurfa þeir ekki að standa í skilum með sínar skuldbindingar.

Erna Bjarnadóttir, 15.10.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Dögg ég held að það væri rétt að klippa vísitölu ársins 2008 út úr dæminu í íbúðarlánum bæði til að minnka álagið á venjulegu fólki og einnig að minnka álagið á kröfur um launahækkanir.  Einnig ættu vaxtabætur að koma strax og beint inn í afborganir þannig að fólk þurfi ekki að leggja út fyrir þeim og fá þær svo í ágúst árið eftir þegar verðbólgan er búin að skerða þær.

Einar Þór Strand, 15.10.2008 kl. 09:37

8 identicon

DP:

Fólk græddi ekki á gengisláni þegar krónan var sterk. Fólk græddi þegar krónan styrktist frá því að það tók lánið. Á því er reginmunur.

Hver er annars ábyrgð stjórnvalda? Forsætisráðherra kom ítrekað í fjölmiðla og sagði að botninum væri náð og að gengið ætti eftir að styrkjast. Hann sagði það síðast föstudag eða laugardag áður en Glitnir var þjóðnýttur. Einum til tveimur sólarhringum áður en hann samþykkir ákvörðun sem bókstaflega slátrar krónunni.

Fólk með gengis lán hefði mögulega getað skuldbreytt sínum lánum ef forsætisráðherra hefði ekki sagt berum orðum að ástandi myndi batna. Og seðlabankastjóri fór með sömu sálma.

Ættu þessir menn ekki að bera ábyrgð á orðum sínum?

Einar Þór:

Þú getur sótt um fyrirframgreiðlsu vaxtabóta. Ég er ekki alveg klár á hvar þú gerir það en ég bendi þér að skoða island.is

Karma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:30

9 identicon

Dögg:

Mér þætti vænt um ef þú svaraðir hver þú telur að sé ábyrgð stjórnvalda og þá sérstaklega forsætisráðherra sem fullyrtu að það væri allt í himnalagi með krónuna á meðan undirstoðir hennar voru að rotna í sundur?

Annars skil ég ekki hvernig þú getur verið á móti frystingu þessara lána. Höfuðstóllinn verður greiddur eins og af öðrum lánum. Nú þegar má frysta verðtryggð lán. Ég sé ekki alveg muninn á þessu.

Karma (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband