Sunnudagur, 12. október 2008
Ósammála einu
Ég get um margt verið sammála ýmsu því sem fram kom í máli félags- og tryggingamálaráðherra í Silfrinu. Og ánægð var ég að heyra að hún telur að fara þurfi yfir öll þessi mál til að leita skýringa og hugsanlega að láta einhverja sæta ábyrgð ef eitthvað misjafnt kemur í ljós. Vonandi verður sem fyrst farið í þá vinnu svo ábyrgðir, ef einhverjar eru, fyrnist ekki.
En ég er mjög ósátt við orð hennar og raunar viðskiptaráðherra líka um það að eitthvað eigi að gera til að bjarga þeim sem eiga peninga í peningamarkaðssjóðum. Ég tel miklu máli skipta nú að lögum verði fylgt - og eingöngu þær eignir sem lög verja - séu varðar. Því ef byrjað verður á undantekningum hvar ætla menn þá að enda? Af hverju þá að takmarka sig við peningamarkaðssjóðina? Þeir sem lögðu fjármuni á þá sjóði voru líka að leita að meiri ávöxtun en bankareikningarnir buðu, líkt og þeir sem settu fé sitt í alls kyns aðra sjóði og hlutabréf.
Í fréttum á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi kom fram að um 70 þús. hluthafar í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi eru líklega búnir að tapa 170 milljörðum. Þessir einstaklegar þáðu líka ráð frá einhverjum verðbréfamiðlurum sem ráðlögðu að bestí sparnaðurinn fælist í kaupum á hlutabréfum í banka. Alveg eins og þeir sem kusu peningamarkaðssjóðina umfram bankabókina trúðu því að hann veitti betri ávöxtun en bankabók með hæstu mögulegum vöxtum. Og það sem meira er. Stjórnvöld hvöttu almenning til að fjárfesta í hlutabréfum af því að hér þurfti að búa til virkan verðbréfamarkað. Í fjölda ára var veittur sérstakur skattafsláttur til að hvetja til sparnaðar í hlutabréfum.
Það eru mjög margir búnir að tapa mjög miklu og meira að segja lífeyrissjóðsréttur fólks er í uppnámi vegna taps lífeyrissjóðanna. Ég held að hér verði algerlega að fylgja lagabókstafnum um það hvað varið er, þ.e. að draga mörkin við innistæður á bankareikningum. Allt hitt verður að vera í uppnámi, og hugsanlega tapað, hversu sárt sem það er. Annars verður fetuð hættuleg leið sem aldrei mun enda með neinu öðru en mismunun milli einstaklinga. Slíka mismunun er ekki og verður ekki hægt að réttlæta.
Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Því miður er það sennilega rétt. Mér finnst það samt soldið skítt að fólk hafi verið sannfært um að fjárfesta spariféð sitt í "lág-áhættu sjóðum" og fengið söluræðu frá fjármálaráðgjöfum og þjónustufulltrúum um að þessar sparileiðir væru algjörlega öruggar og gulltryggðar.
Það er nefnilega það sem gerðist. Ég hef vissa samúð með þeim seim voru í kaupum og sölu á verðbréfum en þeir aðilar skildu vel að það væri hægt að tapa öllu. Það er bara fólkið sem var narrað í sjóða leiðir bankanna sem var hálf eða heil logið að.
Ég skildi hvernig þetta virkaði og fjárfesti ekki. Ég skildi það af þv að mér finnst ekkert tiltökumál að lesa nokkur hundruð blaðsíður af skýringatexta og SKILMÁLANA hjá bönkunum. Þar kemur í ljós að það tekur enginn neina ábyrgð.. falið inni í tugum síðna af smáu letri á lögfræðísku. Þegar ég sá það var ég ekki tilbúinn að trúa fullyrðingum þjónustufulltrúans um öryggið og frábæru ávöxtunina.
Ari (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:20
Sammála. Ríkið er að tryggja nóg á Íslandi og erlendis. Allt þarf að endurgreiða með skattpeningum þjóðarinnar. Við höfum ekki efni á að bæta á skuldabunkann. Þetta verður erfitt, en það verður bara að hafa það, úr því sem komið er.
Villi Asgeirsson, 12.10.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.