Fimmtudagur, 9. október 2008
Góð áminning
Það er gott að minna á það að það eru ekki einvörðungu örfáir "auðmenn" að tapa peningum með yfirtökum á Landsbanka Íslands og Glitni, þó fjárhæðirnar sem þeir tapa séu mestar. Þúsundir einstaklinga, almenningur í landinu, svaraði kalli stjórnvalda, um að sýna tiltrú á hlutabréfamarkaðinn, og fjárfesti í hlutabréfum. Almenningur hefur tapað stórum fjárhæðum á hruni bankanna. Margir í þessum hópi voru búnir að tapa miklu þegar FL Group fór. Rétt er að minna á að hluthafarnir í FL Group fengu bréf í Glitni þegar FL Group var tekið af markaði. Almenningur er líklega að tapa hlutfallslega miklu hærri fjárhæðum en "auðmennirnir".
Það er ástæða til að minna á það að í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið gert til að hvetja almenning til að spara með fjárfestingu í hlutabréfum. Almenningur hefur svarað því kalli vel og með því átt þátt í að hér byggðist upp virkur verðbréfamarkaður. Jafnframt hygg ég að almenningur hafi treyst því að eftirlitið með þessum markaði og almenningshlutafélögum væri traust og öflugt.
Það sem gerst hefur síðustu daga hefur vakið fjölmargar spurningar. Eftirfarandi fréttir eru á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, annars vegar 6. febrúar 2008 og hins vegar 14. ágúst 2008, báðar undir fyrirsögninni: Íslensku bankarnir standast álagspróf FME.
Í fréttinni 6. febrúar 2008 segir m.a. (en fréttin í heild er hér):
Fjórir stærstu viðskiptabankarnir (innskot DP - hér er vísað til Glitnis, Kaupþings, Landsbanka Íslands og Straums) standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.
Vakin er athygli á að álagsprófið miðast við stöðuna á viðkomandi tímapunkti. Eiginfjárhlutföll bankanna í árslok 2007 endurspegla þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins, þ.e. áður en áhrifin af álagsprófinu eru reiknuð. Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að eiginfjárstaða íslensku bankanna sé sterk. "Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða íslensku bankanna er sterk og þeir geta staðið af sér veruleg áföll. Sterk eiginfjárstaða er sérlega mikilvæg í ljósi þess óróa sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum".
Í fréttinni 14. ágúst 2008 segir m.a. (fréttina í heild má lesa hér):
Fjórir stærstu viðskiptabankarnir (innskot DP: hér er vísað til Glitnis, Kaupþings, Landsbanka Íslands og Straums) standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.
Vakin er athygli á að álagsprófið miðast við stöðuna á viðkomandi tímapunkti. Eiginfjárhlutföll bankanna í lok annars ársfjórðungs 2008 endurspegla þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins 2007 og fyrri hluta þessa árs, þ.e. áður en áhrifin af álagsprófinu eru reiknuð. Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME: "Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll. Stjórnendur og hluthafar bankanna þurfa að leggja áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og jafnvel efla hana, en eiginfjárþörfina þarf reglulega að endurmeta með hliðsjón af mismunandi áhættuþáttum í rekstri og stefnu hvers fyrirtækis."
Örfáum vikum eftir að seinna álagspróf ársins hefur verið gert hafa skilanefndir í krafti neyðarlaga tekið við rekstri tveggja af þessum fjórum bönkum og blikur eru á lofti varðandi framtíð þess þriðja. Var aldrei neitt að marka þessi álagspróf eða eru þau svona ófullkomin að þau gerðu ekki ráð fyrir jafnmargþættum vanda og upp kom? Og ef svo er, þýðir það ekki í raun að það var aldrei neitt að marka þau og þau gáfu því öllum, líka hinum almenna fjárfesti, algerlega falskt öryggi? Þessum spurningu og fleirum af sama toga sýnist þurfa að svara þegar tóm gefst til.
Harmleikur allrar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þessi bók er líka góð áminning.
Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.