Leita í fréttum mbl.is

"Komið aftur"

Í gær, laugardag, fórum við um Íslendingabyggðir við Winnipeg-vatn og nutum traustrar leiðsagnar Davíðs Gíslasonar bónda á Svaðastöðum við Árborg.

Á leiðinni til Gimli skoðuðum við nokkur minnismerki, m.a. um Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð, sem fæddist hér, Guttorm Guttormsson skáld og dagblaðið Framfara, sem gefið var út í örfá ár af Íslendingum.Kanadaferð-2

Kanadaferð-3Í Gimli tók íslenskumælandi bæjarstjóri á móti okkur, Tammy Axelsson. Hún var kosin í starfið fyrir tveimur árum. Í Gimli er fróðlegt safn um lífsbaráttu Íslendinga hér um slóðir, sem við skoðuðum. Landar okkar fóru vestur til að leita betra lífs en greinilegt er að lífsbaráttan var hörð, ekki síður en heima á Fróni, a.m.k. framan af. Í kaffihúsinu Amma rakst ég á þessa skemmtilegu auglýsingu um rúllupylsu og vínartertu og í búð þar við hliðina voru smekkir og ýmis önnur barnaföt með áletruninni: Elskan. Made in Canada with Icelandic Parts.

Síðan lá leið okkar út í Heklu-eyju. Þar og raunar á þessu svæði öllu eru íslensk bæjarnöfn á hverju strái. Hnausar, Hlíðarendi, Draumaland, Grund, Reynivellir. Kanadaferð-5Þjóðræknifélagið mun hafa staðið fyrir að setja upp þessi bláu skilti með bæjarnöfnum og ártölum við bændabýli Íslendinga.

Á Heklueyju skoðuðum við kirkjuna og kirkjugarðinn. Flestir sem þar hvíla eru af íslenskum uppruna. Við skoðuðum einnig skólann og heimili Íslendinga ásamt minjasafni, bæði um vélakost sem notaður var og um fiskveiðar.

Í skólanum var íslenskukennsla á töflunni. Myndirnar tvær hér fyrir neðan eru úr skólanum.

Kanadaferð-8Kanadaferð-9

Heklueyja var áður aðeins aðgengileg með ferju en nú hefur vegur verið lagður á landfyllingu milli lands og eyju. Þegar við yfirgáfum eyjuna blasti við okkur skilti með áletruninni: Komið aftur. 

Á leiðinni tilbaka til Winnipeg heimsóttum við svo Einar Vigfússon tréskurðarmeistara og konu hans, Rósalind. Þar fengum við að skoða vinnustofu hans og listilega gerða fugla, sem hann sker út og málar í náttúrulegum litum. Hann hefur verið margverðlaunaður fyrir verk sín.

Veðrið lék við okkur, 17 stiga hiti og glampandi sól. Þetta var í einu orði sagt magnaður og ógleymanlegur dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband