Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverður fundur

Það voru fróðleg framsöguerindi oddvita meirihlutaflokkanna í Reykjavík í Valhöll í hádeginu. Sérstaklega fannst mér áhugavert að heyra lýsingar oddvita Framsóknarflokksins á Tjarnarkvartettssamstarfinu - 100 daga samstarfinu. Þar birtist aðeins önnur mynd en hingað til hefur verið reynt að mála af því samstarfi. En oddviti Framsóknarflokksins sagði líka að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði í raun verið eina starfhæfa meirihlutasamstarfið í þeirri stöðu sem mál eru nú í borginni. Sjálfsagt er það rétt mat. Það er greinilega góð pólitísk kemistría milli oddvitanna og ekki annað að heyra en að bæði ætli að láta þetta samstarf standa út kjörtímabilið. Fyrirspurnir báru með sér að skipulagsmál eru ofarlega í hugum borgarbúa. Þar er verk að vinna fyrir nýjan meirihluta. Fyrir nýjan meirihluta er mikilvægast að endurvinna með verkum sínum traust borgarbúa. En ég saknaði þess að sjá ekki aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundinum.


mbl.is Fjármálin í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur vissulega verið merkilegur fundur og hefur samkvæmt því sem þú segir gefið góða karakterlýsingu á nýja samstarfsmanni ykkar. Nú veist þú hvernig hann mun tala um ykkur, þegar þessu samstarfi ykkar nýtur ekki lengur við!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:40

2 identicon

Sigurbjörg og Svavar. Verið ekki að gera Óskar fyrirfram upp einhver óheilindi eða baktal.

Eða þekkið þið hann af slíku?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:59

3 identicon

Kæra Dögg.

Við vorum ekki að gera Óskari upp óheilindi eða baktal, heldur varst það þú sem gerðir það.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:54

4 identicon

Nú er ég hætt að skilja. heiti ég Dögg, eða hefur eitthvað farið framhjá mér?

Sennilega best að fara að sofa.

En ég var samt stödd á umræddum fundi og ekkert fór þar framhjá mér.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband