Leita í fréttum mbl.is

Fló á skinni

Ég sá Fló á skinni í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, í troðfullu húsi. Óborganleg skemmtun. Ég hef ekki hlegið svona mikið, lengi. Þýðing og staðfæring Gísla Rúnars er tær snilld og einstaklega vel heppnuð.

Leikararnir eru hverjum öðrum betri, valinn maður í hverri rullu. En mér fannst sérstaklega gaman að sjá nú á fjölum Borgarleikhússins tvo unga leikara, þau Guðjón Davíð Karlsson, sem fer með aðalhlutverkið í stykkinu og Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Bæði hafa þau verið upp á síðkastið hjá Leikfélagi Akureyrar. Þau þekki ég  frá því að þau, ung að árum, stofnuðu ásamt fleiri börnum, barnakór Hallgrímskirkju.  Þau fetuðu leiklistarbrautina og eru greinilega bæði afbragðs leikarar. Kristín Þóra leikur sitt hlutverk með stakri prýði og Gói er eiginlega bara ólýsanlega góður í þeim tveimur hlutverkum sem hann fer með og sem ruglið m.a. snýst um. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í fleiri verkum á næstunni.

Leikhúsveturinn hjá Borgarleikhúsinu fer vel af stað með þessum sprenghlægilega farsa og lofar góðu um framhaldið. Mér skilst að uppselt sé á tuttugu fyrstu sýningarnar af Flónni. Ég efast um að nokkuð stykki hafi fengið slíkt fljúgandi start - en Flóin var auðvitað frumsýnd fyrir norðan í byrjun árs og naut þar geysilegra vinsælda. Ég hvet alla eindregið til að láta þessa góðu kvöldskemmtun ekki framhjá sér fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að minna mig á að drífa mig í leikhús!

Ása (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

ég er sammála þér.  Ég var líka í gær og ég hef ekki skemmt mér jafn vel í langan tíma.

Einar Vignir Einarsson, 7.9.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er einmitt að fara n.k. þriðjudag að sjá verkið og hlakka mikið til.  Ákvað að útdeila fimm hundruð miðum á sýninguna og fara í góðra vina hópi, það verður án efa góð skemmtun og mikið hlegið það kvöld.

Óttarr Makuch, 7.9.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband