Föstudagur, 5. september 2008
Dómar í bráðabirgðaforsjármálum
Fyrir réttu ári var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í bráðabirgðaforsjármáli sem gaf manni von um það að ákveðin tímamót hefðu náðst í slíkum dómum. Dómurinn er hér. Þar voru málavextir þeir að annað foreldra ætlaði að flytja út á land með börnin. Hæstiréttur taldi að meðan forsjármál aðila væri rekið væri óeðliegt að raska börnunum úr því umhverfi sem þau væru vön. Niðurstaðan var því sú að börnin skyldu vera áfram í sínu gamla umhverfi meðan könnuð væru tengsl foreldra og barna.
Með þessum dómi gaf Hæstiréttur vísbendingu um að í bráðabirgðaforsjármálum ætti ekki að taka ákvarðanir sem í raun ákvörðuðu niðurstöðu í heildarmálinu.
Það eru mér því vonbrigði að í gær var kveðinn upp í Hæstarétti dómur sem gengur þvert á dóminn frá því í fyrra. Málavextir eru algerlega sambærilegir. Foreldri vill flytja út á land með barn. Hitt foreldrið verður áfram þar sem barnið er hagvant. Héraðsdómur féllst á að það væri röskun fyrir barnið að fara út á landi og hefur án efa haft til hliðsjónar dómafordæmið sem skapaðist með dómi Hæstaréttar í ágúst í fyrra. En nú bregður svo við að með dómi Hæstaréttar í gær er þessu snúið við. Í dómnum, sem er hér er ekki fallist á að það sé röskun á högum barnsins að flytjast af höfuðborgarsvæðinu.
Athygli vekur að það eru ekki sömu þrír dómararnir sem dæmdu í málinu í fyrra og í málinu nú. Skyldi það að einhverju leyti skýra þessa þversagnakenndu dóma? Spyr sá sem ekki veit. En tímamótin sem ég hélt að væru komin í þessum málum reyndust tálsýn. Því miður.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þótt þessi fyrri dómur banni tímabundið öðru foreldrinu að flytja þá gengur dómurinn eftir sem áður út á það að það á að mæla upp tengsl foreldra (tengsla próf) við barn og svo svifta barnið forsjá þess foreldris sem tapar í tengsla prófinu. Þannig er þessi bráðarbirgðardómur bara smá stílbragð í sama kerfi og verið hefur í áratugi hér á landi, þar sem endanleg niðurstaða er alltaf að annað foreldrið tapar og hitt vinnur forsjá. Þannig finnst mér þetta lítil tímamót. Hinn dómurinn sýnir svo að réttarkerfið er ekki í takti í þessum málum.
Dómari á að dæma það sem er barni fyrir bestu. Þegar héraðsdómur eða hæstiréttur neitar að svipta hæft foreldri forsjá og viðheldur sameiginlegri forsjá, þá verða tímamót. Dómstóll getur auðveldlega byggt slíkan dóm á hinum almenna boðskap barnalaga að það sem er barni fyrir bestu skuli ráða. Það er langoftast bestu hagsmunir barna að njóta forsjár beggja foreldra. Þegar dómarar ítrekað svipta hæft foreldri forsjá, þá undirstrikar það þekkingarleysi þeirra á hvað eru bestu hagsmunir barna. Þegar fyrsti dómur í Svíþjóð dæmdi í sameiginlega forsjá þá byggði sænski dómstóllinn það aðeins á almennu þema barnalaga þótt í orði kveðnu væri ekki svokölluð dómaraheimild til staðar. Í framhaldi voru tekin af öll tvímæli að dómarar eigi að dæma það sem er barni fyrir bestu þ.m.t a viðhalda sameiginlegri forsjá. Vonandi sýnir dómstóll hér á landi þann kjark einn dag að neita að svipta hæft foreldri forsjá enda séu það bestu hagsmunir barns að njóta áfram forsjá beggja foreldra. Þegar það gerist þá verða tímamót. Spurningin er hvort dómstóll hér á landi eða alþingi verða á undan að taka af þau tvímæli.
Gísli Gíslason, 7.9.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.