Leita í fréttum mbl.is

Er það eitthvað í frásögur færandi?

Það er greinilega byrjuð leitin að einhverjum "líkum í lestinni" hjá Palin, varaforsetaefni McCain. Varla kippir nokkur sér upp við þá frétt að dóttirin eigi von á barni. Jafnvel þó hún sé ung og jafnvel þó hún sé ógift. En íhaldssömum kjósendum Repúblikanaflokksins gæti að vísu mislíkað þetta. Margir þeirra vilja nefnilega að ungt fólk stundi skírlífi fram að giftingu.

Athyglisverð er einnig þessi fréttaskýring frá Bandaríkjunum. Í henni kemur fram að á sama tíma og margir stuðningsmanna Repúblikanaflokksins hafa miklar áhyggjur af fellibylnum Gustav og margvíslegum afleiðingum hans þá eru þeir þakklátir fyrir það að hann hefur í för með sér að Bush kemur ekki á landsfundinn.


mbl.is 17 ára dóttir Palin á von á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er í frásögur færandi vegna þess hverjar skoðanir Palin hefur. Hún vill t.d. alls ekki leyfa getnaðarvarnir eða fræðslu um notkun þeirra í skólum, eða kynfræðslu yfir höfuð. Hún vill eingöngu að unglingum sé sagt að halda sig frá kynlífi þar til þau eru gift. Því eru þetta stórfréttir, því þarna hefur McCain valið sér varaforsetaefni sem heldur fast við stefnu sem brást í uppeldi hennar eigin barna. Íhaldssömustu kjósendum Repúblikanaflokksins finnst líklega skárra - af tvennu illu - að hún skyldi halda barninu en ekki láta eyða því, svo ég efa það að hún fæli frá þá allra íhaldssömustu.

Ágústa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:58

2 identicon

Ég ætlaði að segja nánast það sama og Ágústa. :) Þetta er merkilegt vegna skoðanna Palins til kynfræðslu. Hún trúir beisiklí ekki á kynfræðslu nema "ÚGABÚGABÚGA"-aðferðina sem var vinsæl hérna fyrir svona 300 árum og þótti skila góðum árangri á sínum tíma eflaust.

Æji, í sumum hlutum eru íhaldsmenn í Bandaríkjunum bara einfaldlega eftirá í samfélagsþroska, það er ekki hægt að fegra það mikið.

Það er bara vonandi að þetta bitni á fylgi hennar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Bumba

Þvílík skynhelgiskjaftæði og yfirborðsmennska. Hverjum kemur það hvort krakkinn eigi von á barni eða ekki? Hef óbeit á svona pakki. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.9.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband