Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Hvenær ætla blaðamenn að byrja að spyrja útaf þessu máli?
Fyrir nokkrum árum kom fram opinberlega að forstöðumaður í opinberri stofnun kynni að hafa dregið að sér einhverja óverulega fjárhæð, þúsundkalla. Örfáum dögum seinna kom tilkynning frá ríkissaksóknara um að embætti hans hefði ákveðið að láta lögreglu rannsaka málið. Aðspurður sagði ríkissaksóknari að hin opinbera umfjöllun kallaði á þessi viðbrögð embættis hans. Ríkissaksóknari var þar sjálfsagt að vísa til 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinbera mála, en þar segir:
Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkissaksóknari getur gefið fyrirmæli í þeim efnum. (Leturbreyting DP.)
Sem sé, það er ákveðin frumkvæðisskylda til að rannsaka þegar grunur leikur á að refsivert brot hafi verið framið. Það þarf enga kæru. Og ríkissaksóknari getur gefið fyrirmæli um rannsókn í slíkum kringumstæðum. Það gerði hann um árið í því "smámáli" sem rakið er hér í upphafi. (Ég vona þó að engin skilji orð mín svo að ég telji fjárdrátt nokkurn tímann smávægilegan. Fjárdráttur er alvarlegt refsilagabrot, hver sem fjárhæðin er.)
Í þessum myndböndum eru dregnar fram vísbendingar um hugsanlega refsiverða misnotkun á fjármunum almenningshlutafélags af stærðargráðu sem eru óþekktar hér á landi. Um þetta hefur verið talað manna í milli um margra mánaða skeið. Og mjög margir einstaklingar, sem í góðri trú fjárfestu í þessu almenningshlutafélagi, hafa tapað háum fjárhæðum. Tvö myndbönd, sem að því er virðist eru eingöngu unnin upp úr opinberum upplýsingum, draga fram vísbendingar sem hrópa á opinbera rannsókn. Engar yfirlýsingar hafa þó komið, hvorki frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra né ríkissaksóknara um að slík rannsókn sé í gangi.
Ég spyr, eins og sá í myndbandinu: Hvar eru rannsóknarblaðamenn núna? Ekki hef ég orðið vör við að verið sé að spyrja eftirlitsaðilann FME og ríkislögreglustjóra / ríkissaksóknara, hvort verið sé að rannsaka þessi mál? Þora blaðamenn ekki að fjalla um þetta mál út af því hverjir eiga fjölmiðlana sem þeir starfa hjá? Ekki minnist ég þess að RÚV sé að fjalla um þessi mál. Við skattborgarar í landinu eigum RÚV og hagsmunir okkar eru þeir að þessara spurninga sé spurt.
Hvað þarf fleiri myndbönd áður en upplýst verður um það hvort FME og lögreglan sofi Þyrnirósarsvefni vegna þessa máls eða séu byrjuð að rannsaka það. Almenningur á kröfu á svörum. Þeir sem gerðu þessi myndbönd eru að vinna þarft verk. Og ég treysti því að hann haldi því áfram þangað til upplýst hefur verið að opinber rannsókn á málinu er hafin.
Nýtt myndband um FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þessir menn eiga fjölmiðlana eða starfsfólkið hjá fjölmiðlunum eru með lán í bönkunum þeirra
Geiri ekki fleiri (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:38
Vantar ekki menn innan lögreglunnar sem færir eru að rannsaka slík mál? Hefur lögreglan staðist tímans tönn? Er lögreglan eins og hún er uppsett í dag kannski úrelt?
Ég efast um að þeir hafi komist upp með þetta í nokkru öðru vestrænu ríki. Þeir komast eingöngu upp með þetta hér því allt fjármálaeftirlit og lögregla eru vanhæf til að fylgja eftir glæpum sem þessum. Þeim skortið jafnt mannafli sem kunnáttu. Viðskiptalífið hefur fyrir svo löngu farið framúr öllu eftirliti og löggæslu á vegum ríkisins.
Jafnt menn í viðskiptalífinu sem og menn í ábyrgðarstöðum fyrir ríki og bæi geta komist hér svo auðveldlega upp með spillingu, lögbrot og þjófnað. Fátt er gert jafnvel þó upp um komist. Merkilegt finnst mér að þú skulir verja þá sem opinberum störfum gegna en gagnrýna þá er í viðskiptalífinu eru. (sjá færslu hér hjá þér á undan).
Það missir svo trúverðleikan í þínum góðu og upplýstu færslum.
Halla Rut , 31.8.2008 kl. 15:21
Sæl Halla Rut. Vænt þætti mér um ef þú myndir útskýra hvað ég var að verja? Ég var ekki að segja að það hefði ekki átt að rannsaka opinberlega það sem gert var á sínum tíma - og raunar segi það - ég bara tók þetta dæmi til samanburðar um snögg viðbrögð - á meðan nú er ekkert gert. Hvað sem gert er af þessu tagi á ekki að líðast, hvorki hjá ríki, sveitarfélögum né almenningshlutafélögum. Bkv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:07
Einhver er hér misskilningurinn því ég er ekki að vísa í færsluna hér að ofan þegar ég segi þig verja opinberan starfsmann heldur í aðra færslu er ég taldi þig hafa skrifað áður.
Færslan er góð og á mikinn rétt á sér. Hef horft á myndböndin og mér blöskrar en var búin að heyra þetta svo sem áður en gott að sjá þetta svona skýrt.
Halla Rut , 31.8.2008 kl. 23:35
Það hefði kanski verið búið að skifa eitthvað um þetta ef forseti vor hefði ekki séð til þess að þessir sömu menn gætu gætu keypt upp almenningsálitið. Við skulum ekki gera lítið úr því hvað fjölmiðlar geta verið skoðanamótandi.
Munið þið hvernig Jóhannes var tekinn á beinið hjá stöð 2 áður en hanns menn keyptu stöðina?
Hitt er annað hæstiréttur hefur fjallað um sambærilegt mál og komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða viðskipti en ekki sakamál.
Ef það er rétt ályktun hjá hæstarétti (sem ég leifi mér að draga stórlega í efa) þá þarf að breyta lögunum.
Landfari, 31.8.2008 kl. 23:44
Sæll Ómar. Já þú getur treyst því að ég mun spyrja spurninga um þetta ef ég kemst inn sem varamaður í vetur. Bkv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 1.9.2008 kl. 17:14
Má ég benda á staðreynd þessu tengt. Endurskoðendur Baugsveldisins og þeirra félaga er KPMG. Einnig er KPMG endurskoðandi flestra ef ekki allra þessara félaga sem ganga sölum í hringi? Þeir eru kostnir af hluthöfum til að gæta þeirra hags og menn geta metið það sjálfir hvort það sé rauninn. Hjá Stoðum/FL Groupe er KPMG bæði að að vinna sem innri endurskoðendur og líka ytri endurskoðendur. Er það nú heppilegt? Æðsti stjórnandi KPMG er Sigurður Jónsson en það vill svo skemmtilega til að hann er faðir Jóns Sigurðssonar Forstjóra hjá Stoðum (áður FL Group) sem starfaði þar með Hannesi Smára þegar hann var æðsti strumpur. hmmmm.
Íslendingur (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.