Leita í fréttum mbl.is

Hvar voru barnaverndaryfirvöld?

Ég var að hlaupa yfir þennan dóm (hér). Í dóminum segir m.a.:

... Þennan sama dag ritaði félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Kópavogi lögreglu bréf, sem samkvæmt yfirskrift þess er tilkynning um meinta kynferðislega misnotkun gagnvart dóttur ákærða, C. Er í bréfinu gerð grein fyrir því að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi á árinu 2004 borist tilkynningar undir nafnleynd þar sem lýst hafi verið áhyggjum vegna aðbúnaðar barna á heimili ákærða og eiginkonu hans. Í einni þeirra hafi meðal annars komið fram að ákærði gengi um nakinn á heimili sínu, bæði fyrir framan sín börn og gestkomandi börn. Hafi þessar tilkynningar leitt til athugunar af hálfu nefndarinnar, sem lýst er í bréfinu, en henni hafi að því gerðu verið hætt í nóvember þetta ár. Málið hafi síðan verið tekið upp aftur árið 2006 vegna tilkynninga sem þá bárust, en á fundi í barnaverndarnefnd Kópavogs 31. maí 2007 hafi verið tekin ákvörðun um „útskrift máls“, eins og það er orðað. Hinn 19. febrúar 2008 hafi síðan borist tilkynning samkvæmt 17. gr. barnaverndarlaga frá Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi sem að líkindum tekur til stúlkunnar D. Í niðurlagi þessa bréfs félagsráðgjafans segir síðan að barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík og Kópavogi hafi borist sex tilkynningar samkvæmt 16. og 17. gr. barnaverndarlaga. Allar varði þær meint kynferðislegt ofbeldi ákærða gagnvart dætrum hans og vinkonum þeirra. Er þess óskað að málið verði tekið til opinberrar rannsóknar. ...

Brotin sem maður var ákærður og dæmdur fyrir eiga sér stað bæði fyrir og eftir 2004  þegar fyrsta tilkynning berst. Ég held að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík og Kópavogi verði að útskýra af hverju þau hafi a.m.k. í tvígang ekkert gert vegna tilkynninga á hendur þessum manni og að það skyldi taka þau fjögur ár að óska eftir opinberri rannsókn á málinu. Hefðu barnaverndaryfirvöld staðið vaktina með þeim hætti sem þeim ber og tekið mark á tilkynningum fyrr hefði þessi maður að öllum líkindum verið stöðvaður fyrir mörgum árum. 


mbl.is 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Af hverju hefur þessi níðingur aldrei verið nafngreindur í fjölmiðlum? Fjölmiðlar voru fljótir að flagga nafni séra Gunnars Björnssonar þegar hann var kærður og það á við fleiri meinta kynferðisafbrotamenn. Er ekki einhver hér á blogginu sem getur sagt þjóðinni hvað maðurinn heitir?

Björn Birgisson, 31.7.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bálknið kemur aldrei til með að taka ábyrgð á seinagangi og vanhæfi sínum. Því miður.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Bumba

Þetta er sárara en táum taki. Vesalings börnin. Það er tími til kominn að hætt verði að taka vettlingtökum á þessum málum. Hið opinbera ætti nú að sjá sóma sinn í því að þyngja dóma yfir þessu afbrotafólki sem leika börnin svona grátt. EKKERT er eins svívirðilegt að níðast á börnum á þennan hátt. Það ætti að taka þessa ræfla algerlega úr umferð. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.7.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er skelfilegt að vita, vanhæfi barnaverndaryfirvalda þarna er greinilega mikil.

Svo ég svari Birni þá er ástæðan eingöngu til að verja fórnarlömb hans. Þau hafa þolað nóg.

Ragnheiður , 31.7.2008 kl. 15:27

5 identicon

Árið 2002 gekk ég á þinn fund Dögg og biðlaði til þín að taka mál sem að tengdist opinberum starfsmanni hér í bæ og hugsanlegum brotum hans gagnvart barni (mínu barni), ekki fékk ég nú mikil viðbrögð þá.

Síðan fór ég í : Lögregluna, heilbrigðisráðuneytið, Umboðsmann Alþingis og fleiri í því skyni að koma fram kæru á hendur manninum.

Ekki fékk ég heldur nein viðbrögð á þeim bæjum.

Ég fékk hinsvegar afar góð viðbrögð frá kollegum og samstarfsmönnum viðkomandi opinbers starfsmanns, þegar ég eftir að hafa tæmt kæruleiðir gegn honum, gaf honum á kjaftinn.

Þá stóð ekki á svörum.

Semsagt 17 mánuðir í fangelsi fyrir það að reyna að' ná fram réttlæti handa barni.

Hvað varstu annars að segja Dögg?

Kv: Guðmundur Þórarinsson.

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Dögg Pálsdóttir.  Takk fyrir að vekja máls á þessu með þessum efnislega hætti. 

Er rétt hjá mér skilið, að ef BARNAVERNDARYFIRVÖLD hefðu brugðist rétt við á þeim tíma sem fyrstu ábendingar komu fram, þá hefði ekki aðeins verið komið í veg fyrir ýmis brot sem voru framin eftir þann tíma, heldur að þá hefðu færri, jafnvel engin brot fyrnst?

Ef svo er, hver á að bera ábyrgðina þar?  Er ekki stundum jafnt fyrir lögum; aðgerð sem og aðgerðarleysi?

Ef vitni að morði hefði getað komið í veg fyrir morðið - en með aðgerðarleysi viðkomandi var morðið framið, - er þá sá aðgerðarlausi ekki meðsekur að einhverju leyti?

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þetta er hreinlega sorglegt og hræðilegt að vita til þess að menn sem þessir skuli komast upp með vægan dóm.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:57

8 identicon

þakka Birni Bónda fyrir að fatta hvað umræðan hennar Daggar gengur útá.

Verð að vera sammála þér Dögg, þetta er rosalegt. menn virðast vera svo uppteknir af því að fá að vita hvað þessi maður heitir svo sama fólkið geti flett upp fórnarlömbunum, að það gleymir aðalatriðinu en það er hvernig við getum komist í veg fyrir svona glæpi (þó erfitt sé).

Auðvitað á að setja rannsókn af stað á því, af hverju barnarverndaryfirvöld létu málið gufa upp í síendurtekið á neinna viðbragða.

Bonus patter (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:14

9 identicon

Einmitt, hvar voru barnaverndaryfirvöld? Hver ætlar að axla ábyrgð á aðgerðarleysi þeirra?

Hvernig komum við í veg fyrir að svona nokkuð haldi áfram að gerast, er þetta kannski að gerast núna?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:11

10 identicon

Já - það er skelfilegt að barnavernd er þarna að bregðast börnunum - hvað varð til þess að þeir tóku ákvarðanir um að gera ekkert róttækt í málinu??
Væri til í að fá að sjá á hvaða forsendum barnavernd í Reykjavík og Kópavogi byggir þessar frávísanir sínar. Veit einhver um hvort þær upplýsingar hafi verið birtar?

Reyndar gat ég ekki setið á mér að blogga líka um þetta mál í morgun - þetta stingur mann svo!!!

Ása (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:38

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Guðmundur Þórarinsson; Þú þarft að koma sögu þinni í fjölmiðla til að vara aðra við því hvaða leiðir eru tilgangslausar og borga sig ekki að fara og einnig til að fá svör við því, hversvegna svona fór.  Í upptalningu þinni vantar Barnaverndaryfirvöld.  Það hefði hvort eð er ekki haft neina þýðingu samanber frásögn Daggar Pálsdóttur hrl.  Líklega hefði þurft að leita til Stígamóta einnig, þær geta verið grimmar þegar á þarf að halda.  Hvort sem fórnarlambið hefur verið karlkyns eða kvenkyns.

Bonus patter (IP-tala skráð); Þakka ábendingu þína.  Það er sorglegt hvernig hefnigirnin og refsigleðin ásamt óútskýranlegri forvitni og hnýsni til að fá að vita allt ofan í kjölinn; "hver gerði þetta? hver eru þá fórnarlömbin? leimmér að sjá!!!" gerir fólk svo blint að mögulega verður skaðann margfalt meiri.  Næst verður, að DV og þessháttar sorafjölmiðlar fara að birta myndir af geranda og börnum hans, fórnarlömbunum.  Gerandinn kemur ekki úr fangelsi fyrr en eftir nokkur ár og þá fyrst er ástæða til að athuga hvort nafn- og/eða myndbirting sé nauðsynleg. 

Þá finnst mér "ökklaband" sem fylgist með ferðum gerandans eftir að hann losnar út, góður kostur.  - Það þyrfti að koma því inn í löggjöfina að mínu mati, - ekki sem refsing, heldur sem fyrirbyggjandi aðgerð. 

Gott væri samt sem áður að fá að vita hvort BARNAVERNDARYFIRVÖLD séu algjörlega "stikk frí" og geti þvegið sér Pílatusarþvotti eins og ekkert hafi gerst? 

Bera þau enga ábyrgð?  Þarf ekki að skipta um starfslið þar?

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 1.8.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband