Miðvikudagur, 4. júní 2008
Hver verður varaforsetaefni Obama?
Þá virðist niðurstaða komin í þetta kapphlaup Hillary og Obama. Minn kandidat ekki með þá niðurstöðu sem ég vonaði. Einhvern veginn hélt ég að Bandaríkin væru tilbúnari fyrir kvenforsetaefni en forsetaefni af afrískum uppruna. Annað virðist komið í ljós.
Það er hins vegar umhugsunarefni, ekki síst fyrir Obama og hans fylgismenn, að honum tókst ekki að vinna í neinu af stóru fylkjunum. Fram til þessa hefur engum frambjóðanda í forsetakosningum, sem ekki hefur unnið í einhverjum af stóru fylkjunum s.s. New York, Kaliforníu, Flórída og Texas, tekist að verða forseti Bandaríkjanna. Kannski væri klókast hjá Obama að fá Hillary til að vera varaforsetaefni hans. Ég held að saman yrðu þau fantasterk og líkleg til sigurs. Í morgunfréttunum kom í ljós að heildarfjöldi atkvæða sem þau hafa hlotið í þessum forkosningum er nánast hinn sami, kringum 18 milljónir atkvæða hvort. Af fréttum nú virðist sem Hillary sé tilbúin til að taka varaforsetastólinn.
Á síðustu dögum hef ég hitt nokkra Bandaríkjamenn og auðvitað hafa forsetakosningarnar í haust borið á góma. Ekkert þeirra má til þess hugsa að McCain vinni þótt öllum beri þeim saman um að hann yrði þó verulega skárri en Bush. Það virtist vera samhljóma álit þessara Bandaríkjamanna að stjórnartíð Bush hefði verið slæm og hefði valdið Bandaríkjunum engu nema skaða.
En öll höfðu þau áhyggjur af reynsluleysi Obama, ekki síst í utanríkismálum, og þeirri staðreynd að þeir sem ekki styðja hann eru ragir við að segja frá því, m.a. af ótta við að fá á sig ásakanir um kynþáttafordóma. Andstæðingar Hillary hika á hinn bóginn ekki við að láta þá andstöðu í ljósi. Stuðning við Hillary er því auðveldara að meta með öryggi en stuðning við Obama.
Þetta heldur áfram að vera spennandi þótt að mínu mati sé það ekki rétti kandídatinn sem virðist verða í aðalsætinu hjá demókrötum.
Óskaði Obama til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Því miður, eins klár og Hillary er, þá gerði hún og framboðshópurinn hennar of mörg feilspor. Hún og Obama voru með nánast sömu stefnuskrá þannig þetta breyttist í vinsældarkeppni sem Hillary hefði átt að vinna fyrirfram (enda var hún langvinsælust), en hún klikkaði á nokkrum atriðum og má segja að það hafi orðið henni að falli.
Til að byrja með einbeitti hún sér of mikið af stóru fylkjunum og útkomu "super tuesday"s á meðan Obama lagði jafn mikla áherslu á að kynna sitt framboð á alla staði, óháð stærð.
Ofan á það fór hún svo með miður heppilegar fleipur, svo sem álit hennar á NAFTA og auðvitað "leyniskytturnar" sem hún þurfti að kljást við í Bosniu. Hún náði aldrei að svara almennilega fyrir sig.
Obama var ávítaður um að keyra herferð sína áfram á skýjaborgum, en eftir að hafa svarað fyrir sig jókst fylgi hans. Aðrar réttlætanlegar gagnrýnisraddir nefna, eins og þú, reynsluleysi í utanríkismálum, en samt hefur hann nánast komið í veg fyrir stríð í Nígeríu með því eitt að tala til aðila málsins.
Einnig hefur Obama orðið fyrir árás þar sem gagnrýnisraddir hafa verið óraunhæfar, t.d. að nafnið hans sé of líkt óvinanöfnum, en í staðin fyrir að skaða hann hafa þessar raddir fengið fólk til að átta sig á fáranleika þeirra.
Undir lokin hafði Hillary því miður aðeins stuðning eldri kvenna, sem hún hefði sjálfsagt aldrei misst hvort eð er nema hún hefði farið í kynskiptiaðgerð.
Freyr Bergsteinsson, 4.6.2008 kl. 13:17
Kannski smá viðbót til að koma í veg fyrir misskilning, þá er ég ekki á móti Hillary á nokkurn hátt. Þvert á móti var ég glaður þegar hún tilkynnti framboð sitt og gerði eiginlega ráð fyrir að hún tæki þetta léttilega. Ég hefði tekið því fagnandi ef bandaríkjamenn hefðu kosið hana sem forseta.
Freyr Bergsteinsson, 4.6.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.