Leita í fréttum mbl.is

Vonandi breytist eitthvað

Ég bloggaði í morgun um grein Ingibjargar, sbr. næsta bloggfærsla hér fyrir neðan. Það er vonandi að rannsókn Barnaverndarstofu leiði einhverjar breytingar af sér í vinnubrögðum. Það er margt sem vekur stundum undrun mína í vinnubrögðum barnaverndaryfirvalda, sérstaklega í þeim tilvikum þegar annað foreldrið er í lagi en hitt í alvarlegri fíkniefnaneyslu og foreldrið í fíkniefnunum er með forsjána, eða sameiginlega forsjá og lögheimili barnsins:

  • Tregða barnaverndaryfirvalda til að grípa til úrræða. Foreldri virðast eiga mjög marga sjansa áður en nokkuð er gert. En svo hefur maður séð til mála þar sem gripið er til hörðustu úrræða, kyrrsetningar og alls pakkans útaf tilvikum, sem ekki eru eins alvarleg.
  • Tilhneiging barnaverndaryfirvalda til að ráðleggja foreldrinu sem er í lagi að fá sér lögmann og fara í forsjárdeilu á grundvelli barnalaga við foreldrið sem er háð fíkniefnunum, í stað þess að barnaverndaryfirvöld sjálf ráðist í að kyrrsetja barnið hjá foreldrinu sem er í lagi og svipta sjálf hitt foreldrið forsjánni á grundvelli barnaverndarlaga. Það er kostnaðarsamt fyrir foreldri að fara í forsjármál - og mér er ómögulegt að skilja af hverju barnaverndaryfirvöld með þessum hætti varpa ábyrgðinni á því að grípa til aðgerða yfir á hitt foreldrið í staðinn fyrir að vinna vinnuna sína. Til að halda öllu rétt til haga þá þekki ég þó dæmi þess að barnaverndaryfirvöld kyrrsetji barnið hjá foreldrinu sem er í lagi en láti foreldrið svo um framhaldið. Þannig að það er þó gripið til einhverra úrræða en hætt svo.
  • Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að "óboðað eftirlit" af hálfu barnaverndarstarfsmanna þýddi nákvæmlega það sem orðin segja, að starfsmaður barnaverndar kæmi á heimili foreldrisins sem lýtur slíku eftirliti, fyrirvaralaust. Skv. fjölmiðlaumfjöllun dagsins virðist þetta eftirlit þýða að starfsmaðurinn hringir til að segja að hann sé á leiðinni og ef símanum er ekki svarað þá er bara sleppt að mæta. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem þarf að breyta.

Það er sannarlega verk að vinna í þessum málaflokki og vonandi verður þessi skoðun Barnaverndarstofu til þess að nú breytist eitthvað.

Og svo þarf að fækka þessum endalausum fundum. Ég held að barnaverndaryfirvöld geti unnið mun markvissar í þágu barna með því að halda færri fundi. Einhvers staðar sá ég þessar setningar: If something is urgent, do it yourself. If you have time, delegate it. If you have FOREVER, form a committee. Segir allt sem segja þarf um það að vinna á fundum.


mbl.is Barnaverndarstofa rannsakar málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar innraeftirlit með barnaverndaryfirvöldum sem er algerlega óháð framkvæmdavaldinu. Ég þekki til þeirra verka og veit um eina sögu þar sem sennilega barni var hreinlega stolið frá ungu fólki árið1986 í Reykjavík og barninu var komið í fóstur úti á landi þar sem barnaverndaryfirvöld á þeim stað þar sem allir þekkja alla. Þessi saga er ótrúleg ég fékk að lesa skýrslunar hjá foreldrum þessa barns og þegar ég hugsa til þess sem þar stóð á ég enn mjög erfitt með að trúa að þetta hafi raunverulega gerst. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Þessir foreldrar voru ekki í óreglu en þau voru mjög ung á þessum tíma. Þau þurftu á stuðningi að halda og væntumþykkju eins og talað er um m.a. í  Félagsmálasáttmála Evrópu sem Íslensk stjórnvöld voru þá búin að skuldbinda sig að vinna eftir þegar kom að ungu fólki sem var að byrja sína sambúð. 

B.N. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:27

2 identicon

Kærar þakkir Dögg Pálsdóttir fyrir frábærar greinar um þessi mál. Einnig kemur B.N. með gott innlegg, sem er athugunarvert.    Þetta geta verið afar vandmeðfarin mál.  Barnið sjálft verður að fá að tjá sig líka, og taka tilit til álits þess.  Börnin eru það dýrmætasta sem til er.  Ég var í barnaverndunarnefnd úti á landi í gamla daga, og ýmislagt gat komið upp.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband